Fara í efni

Skólanefnd

8. fundur 18. apríl 2023 kl. 14:15 - 15:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katarzyna Wozniczka fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Emilía R. Gilbertsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Anna Katarzyna Wozniczka

1. Skóladagatal Kerhólsskóla
Farið yfir skóladagatal Kerhólsskóla fyrir árið 2023/24 og síðustu breytingar en settar voru nánari skýringar varðandi skammstafi fyrir aftan daga, þ.e.:
„S“ skertur dagur nemenda grunnskólans
„U“ Uppbrotsdagur kennara, fullur dagur fyrir nemendur
Rætt var um mikilvægi þess að útskýra skipulagið betur t.d. á opnum skólafundi þegar farið er yfir verkefni í leik- og grunnskólanum nk. skólaár.
Skóladagatalið samþykkt með engum athugasemdum.
2. Stjórnskipun skólans
Búið er að auglýsa eftir verkefnastjóra (staðgengil skólastjóra) á eldra stig (grunnskóladeild) Kerhólsskóla. Ein umsókn borist og því var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um tvær vikur eða til og með 2. maí 2023.
Engar athugasemdir.
3. Fagháskólanám í leikskólafræðum
Sveitarstjórn fékk bréf frá Háskóla Íslands og Háskóla á Akureyri með kynningu á fagháskólanámi í leikskólafræðum. Rætt var hvort þetta verkefni myndi henta starfsfólki leikskólans en samhljómur var í hópnum að svo væri ekki að svo stöddu. Hlutfall faglærða starfsmanna er tiltölulega hátt í leikskólanum, ekki er komin reynsla á þetta verkefni og að auki eru aðrar leiðir þegar í boði fyrir þá sem vilja mennta sig í leikskólafræðum.
Sveitarstjóra falið að senda svarbréf.
4. Önnur mál
Endurskoða þarf gjaldskrána vegna dvalargjald í leikskóla og frístund sem mun taka gildi næstu áramót.
Kanna þarf möguleika á gjaldtöku í tilfellum þegar börn mæta of snemma eða eru sótt of seint í skóla/frístundir. Þetta fyrirkomulag er þekkt í öðrum sveitarfélögum en skoða þarf nánar hentuga útfærslu.

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 9. maí 2023, kl.14:15-16:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:15.

Getum við bætt efni síðunnar?