Fara í efni

Skólanefnd

10. fundur 06. júní 2023 kl. 14:15 - 17:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katarzyna Wozniczka fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdótttir skólastjóri
  • Emilía Lilja R. Gilbertsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Sigrún Hreiðarsdóttir verkefnastjóri eldra stigs
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar boðaði forföll
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Anna Katarzyna Wozniczka

1. Reglur um skólaakstur (Drög að reglum um skólaakstur í viðhengi)
Farið yfir reglur um skólaakstur. Rætt sérstaklega um öryggismál.
Drögin að reglum um skólaakstur send til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
2. Reglur um námsstyrki (Drög að reglum um námsstyrki í viðhengi)
Farið yfir reglur um námsstyrki til starfsfólks skólans. Skerpt á skilgreiningum og skilyrðum, bætt við greinum um viðbótarnám kennara og umsóknarferli.
Drögin með tillögum að breytingum send til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
3. Heimsókn í nágrannaskóla
Tillaga um að heimsækja annan skóla í nágreninu til að fá hugmyndir um skipulag skólarýmis rætt. Ekki búið að ákveða tíma fyrir heimsóknina og málinu frestað.
4. Önnur mál
Gengið var um Kerhólsskóla og skólarými skoðuð. Nefndin kom með tillögur að rými fyrir tvær skrifstofur fyrir skólastjórnendur. Núverandi skrifstofa skólastjóra verði nýtt sem skrifstofa fyrir verkefnastjóra yngra og eldar stigs. Tillaga að mögulegri staðsetning skrifstofu skólastjóra í horninu fyrir framan kaffistofu kennara. Skólinn þyrfti að hafa tvö rými þar sem nemendur geta slakað á og haft það huggulegt. Skólinn hefur fært góð rök fyrir þeirri þörf. Nefndin gerir tillögu að tveimur rýmum. Annarsvegar mætti gera „kofa“ undir stiganum á neðri hæð skólahússins og hins vegar í núverandi fundarherbergi skólans. Einnig er lagt til að færa tónlistarnám upp á sviðið í félagsheimilinu á Borg og nota það herbergi sem fundarherbergi fyrir skólann.

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 29.08.2023, kl.14:15-16:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:10.

Getum við bætt efni síðunnar?