Fara í efni

Skólanefnd

6. fundur 07. febrúar 2023 kl. 14:15 - 15:52 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Emilía R. Gilbertsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Umbótaáætlun vegna ytramats leikskóladeildar
Tímaáætlun komin fyrir öll atriði umbótaáætlnar, áætlunin er samþykkt og afgreidd frá skólanefnd.
2. Betri vinnutími leikskóla, fundur með Félagi Leikskólakennara
Stýrihópur um betri vinnutíma í leikskólum á vegum FL og SÍS boðuðu til fundar um betri vinnutíma í leikskólum. Á fundinum var reikniformúla fyrir hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks kynnt með það að markmiði að skoða stöðu leikskólans þegar kemur að styttingu vinnuviku.
3. Skólaþing
Rætt um framkvæmd skólaþings og mögulega ráðgjafa til að aðstoða við framkvæmd þess.
4. Yfirlit yfir stöðu Skólaþjónustunnar
Staða skólaþjónustu Árnessþings kynnt.
5. Fyrirspurn frá skóla varðandi gjaldtöku í leikskólum og frístund þegar lokað er vegna ófærðar
Fyrirspurnin lögð fram til umræðu. Ákveðið var samhljóða að skólagjöld verði ekki felld niður í leikskóla og frístund þegar lokað er vegna ófærðar. Æskilegt væri að semja verklagsreglur um gjaldtöku þegar lokað er vegna ófærðar.

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 7. mars 2023, kl.14:15-16:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:52.

Getum við bætt efni síðunnar?