Fara í efni

Skólanefnd

17. fundur 12. mars 2024 kl. 08:30 - 09:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1. Tillögur að stuðningi til forráðamanna leikskólabarna á biðlista
Formaður fór yfir tillögur nefndarinnar að verklagi og upphæð. Umræður fóru fram um tillöguna og fyrirkomulagið. Samþykkt að senda tillöguna til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
2. Starfsáætlun Skólanefndar
Formaður kynnti drög að starfsáætlun fyrir skólanefnd. Áætlunin lýsir þeim verkefnum og áætlunum sem að nefndin tekur fyrir á hverju ári. Áætlunin rædd og löguð eftir rýni frá nefndarfólki. Áætlun lögð fyrir og samþykkt.

Guðmundur yfirgaf fundinn og Dagný tók við sem ritari.

3. Frumvarp til laga um inngildandi menntun
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf til Skólanefndar
Formaður sagði frá bréfi sem fulltrúum skólanefndar barst frá starfsmanni, í bréfinu koma fram atriði sem ekki eru á borði skólanefndar og er bréfinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið 9:40

Getum við bætt efni síðunnar?