Skólanefnd
1. Tillögur að stuðningi til forráðamanna leikskólabarna á biðlista
Formaður fór yfir tillögur nefndarinnar að verklagi og upphæð. Umræður fóru fram um tillöguna og fyrirkomulagið. Samþykkt að senda tillöguna til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
2. Starfsáætlun Skólanefndar
Formaður kynnti drög að starfsáætlun fyrir skólanefnd. Áætlunin lýsir þeim verkefnum og áætlunum sem að nefndin tekur fyrir á hverju ári. Áætlunin rædd og löguð eftir rýni frá nefndarfólki. Áætlun lögð fyrir og samþykkt.
Guðmundur yfirgaf fundinn og Dagný tók við sem ritari.
3. Frumvarp til laga um inngildandi menntun
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf til Skólanefndar
Formaður sagði frá bréfi sem fulltrúum skólanefndar barst frá starfsmanni, í bréfinu koma fram atriði sem ekki eru á borði skólanefndar og er bréfinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið 9:40