Fara í efni

Skólanefnd

18. fundur 10. apríl 2024 kl. 08:30 - 09:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara boðaði forföll
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1. Sérkennsla – Ragnheiður Jónsdóttir verkefnastjóri sérkennslu er gestur fundarins undir þessum lið.
Ríflega helmingur nemenda á grunnskólastigi fær einhverja þjónustu hjá verkefnastjóra sérkennslu. Skólinn leggur mikið upp úr því að grípa snemma inn í og hjálpa nemendum sem fyrst. Mikið er unnið með stafakennslu og hljóðkerfismyndun en sú þjónusta nær til fjölda nemanda sem eru með einhverja lestrarerfiðleika.
Mikið er lagt upp úr stöðugri lestrarþjálfun og markvissri málörvun.
Unnið er stöðugt með samskipti og lausnaleit þegar kemur að hegðunarerfiðleikum. Þessi verkefni eru samvinnuverkefni allra sem að koma, þar á meðal umsjónakennara.
Nemendateymi og lausnateymi eru stofnuð til að vinna með flóknari mál. Þau teymi eru með þeim sem koma að þessum verkefnum, þar á meðal foreldrum.
Eins og staðan er í dag vantar fólk til að vinna að íslensku sem annað má en það er erfitt að komast yfir það. Einnig eru flóknar stuðningsáætlanir fyrir hendi sem erfitt er að komast yfir með núverandi mönnun. Unnið er að því að leysa það með því að fjölga sérkennurum.
Enn er erfitt að setja af stað samþætt mál þar sem að þau fá ekki þá þjónustu sem þarf hjá skólaþjónustunni sem ætti að taka yfir umsjón þegar það er gert. Mikil ánægja er með kennsluráðgjafa og sálfræðing skólaþjónustunnar en það þyrfti að fá meiri stuðning.
Mikilvægt er að skóla og velferðarþjónustan eigi í góðu samstarfi og samráði við skólana og skólastjórnendur sem fyrst.
2. Stundatöflu
Skólastjóri lagði fyrir skipulag skólaársins 2024-2025.
Unnið er því að manna næsta skólaár í samræmi við þarfir og fjölda nemenda. Gert er ráð fyrir að flestir kennarar haldi áfram hjá skólanum.
3. Skipting í kennslueiningar og kennslustofur
Unnið er að því að skipuleggja stofur fyrir næsta skólaár. Enn er þröngt um stjórnendur og áskoranir eru sérstaklega þegar kemur að því að finna rými til að sinna nemendum sem þurfa stuðning vegna hegðunar.
Mikilvægt er að finna lausnir á þessum málum sem fyrst. Nýta þarf þá fermetra sem eru fyrir hendi sem best og leita allra lausna sem eru til.
4. Önnur mál
a. Kennarar óska eftir upplýsingum um tryggingastöðu sína ef þau verða fyrir ofbeldi af höndum nemenda í starfi. Sveitarstjóri mun kanna tryggingastöðu kennara.
b. Stefnt er á endurskoðun samfélagsstefnu sveitarfélagsins sem rennur út 2024. Undir því verkefni er stefnt á að ræða framtíðarsýn í tengslum við skólamál.
c. Skólastjóri tók þátt í þingi um skólamál mánudaginn 9. apríl. Sem var mjög upplýsandi. Þar bar hæst að yfirvofandi kennaraskortur er í allri Evrópu. Skólastjórnendur í litlum skólum eru með hvað stystan starfsaldur vegna álags en þeir sem að hafa ílengst hafa fengið tækifæri til að taka sér hlé á starfstímanaum.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið 9:40

Getum við bætt efni síðunnar?