Fara í efni

Skólanefnd

20. fundur 06. júní 2024 kl. 08:30 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1. Mönnun og stjórnun skólans
Breytingar eru að verða á stjórnun skólans þar sem að Jóna Björg er að hverfa til annarra starfa. Stefnt er að því að Sigrún taki við af Jónu næsta vetur og að ráðið verði í stöðuna hennar eða sambærilega fyrir það tímabil. Mikilvægt er að mönnun sé vel skipulögð. Umsóknir hafa borist í tvær af þremur stöðum sem auglýstar hafa verið þess utan.
Umsóknarfrestur er til 9. júní.
Skólanefnt þakkar fyrir Jónu Björgu fyrir góð störf undanfarin tæpan áratug. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
2. Stefna um símanotkun í skólanum
Í framhaldi af skólapúlsi og niðurstöðum hans er lagt til að stefna verði mótuð um símanotkun í skólum. Formaður leitaði til Heilsulausna til að fá ráðleggingar. Lagt er til að farið verði í vinnu með nemendum í haust til að efla eftirfylgni með þeim áherslum sem hafa verið við líði. Slík umræða gæti verið hluti af undirbúningi fyrir skólaþing í haust.
Lagt er til að leitað verði til sérfræðings um aðstoð við frekari innleiðingu á stafrænum tækjum t.d. Ipad.
3. Skóla og velferðaþjónusta
Fulltrúi kennara fer yfir óánægjur með skóla og velferðaþjónustuna. Þeir eru að lenda í því að fara með erindi ítrekað inn á nemendaverndaráðsfundi. Velferðarþjónustan hefur á fundum sagst ætla að fara í ákveðin mál en á næstu fundum hefur ekkert gerst í þeim málum. Óskað er eftir því að hægt sé að gera árlega þjónustukönnun. Kennarar óska eftir skýrari sýn á það hvert hlutverk þeirra sem vinna innan þjónustunnar er til að þeir séu ekki með óraunhæfar væntingar gagnvart henni. Skólanefnt telur afar mikilvægt að samtal skólaþjónustunnar og skólastjórnenda fari fram. Mikilvægt er að þessu máli verði fylgt eftir þannig að allir sem að koma hafi góðan skilning á sínu hlutverki og því hvernig þessum málum verði hagað til frambúðar. Skólanefnd leggur til að rætt verði við BOFS um þessi mál ef ekki verður komin viðunandi lausn við upphaf næsta skólaárs.
4. Breytingar á skóladagatali
Lagt er til að starfsdagur leikskólans þann 27. september verði færður til 20. september.
Skólanefnd gerir enga athugasemd við það.
5. Greinargerð frá skólanum vegna húsnæðis
Stjórnendur skólans tóku saman greinargerð vegna húsnæðismála skólans í framhaldi af beiðni þar um. Lagður var fram langur listi sem farið var yfir á fundinum. Ljóst er að það þarf að nýta rými í skólanum á annan hátt. Lagt er til að haldin verði fundur með skólastjórnendum og öðrum sem koma að nýtingu húsnæðis fyrir næsta vetur og til framtíðar. Mikilvægt er að þessi fundur verði haldin fyrir júnílok. Æskilegt er að fulltrúar meiri og minnihluta komi að þessari vinnu frá upphagi. Sveitarstjóri tekur að sér að boða þennan fund sem fyrst.
6. Næsti fundur
Næsti fundur verður boðaður samkvæmt lið 5. Næsti fundur samkvæmt áætlun verður 19. ágúst klukkan 8:15.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?