Skólanefnd
1. Skólaforðun – forvarnar og aðgerðaráætlun
Skóla- og velferðarþjónustan sendi nefndinni til kynningar sameiginleg forvarnar- og aðgerðaáætlun vegna ófullnægjandi skólasóknar grunnskóla í Árnesþingi.
Skólastjórnendur Kerhólsskóla gera athugasemd við að í 1. þrepi viðbragðsáætlunar þurfi að fara út fyrir skólann með málið. Betra væri að 1. þrep væri afgreitt að öllu leiti innanhús.
Skólanefnd fagnar þessari vinnu og að samræming sé í viðmiðum og áætlunum í Árnesþingi til að takast á við skólaforðun.
2. Drög að reglum um námsvist utan lögheimilis G&G og tillaga að umsóknareyðublaði
Formaður vekur máls á óskýru orðalagi í 1. grein og mælir með endurskoðun hennar. Sveitarstjóri ætlar að skoða það fyrir fund sveitarstjórnar. Ekki voru gerðrar aðrar athugasemdir við drögin.
3. Breyting á starfsdegi leikskóladeildar
Vegna útsjónarsemi deildarstjóra í Leikskóladeild þarf ekki að fjölga starfsdögum í Leikskóladeild út af vinnu við þróunarverkefnið „Snemmtæk íhlutun í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi“ eins og áður hafði verið samþykkt.
Skólanefnd samþykkir að færa starfsdaginn sem ákveðin var 10. mars til 19. febrúar.
4. Dagsetning næsta fundar
Næsti fundur verður haldinn 14. janúar klukkan 14:15 í fundarsal sveitarstjórnar.
Önnur mál
Rætt var um námskeiðið „Tengjumst í leik“ sem skólaþjónustan ætlaði að halda í haust en ekki náðist næg þátttaka. Efni námskeiðsins er mjög áhugavert. En líklega er það of yfirgripsmikið og stórt í sniðum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:55.