Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag
1. Heilsueflandi samfélag – stýrihópur
Gunnar Gunnarsson kynnti verkfnið fyrir fulltrúum og hvernig var valið í stýrihópinn. Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Hann lagði þó áherslu á að við myndum skapa þetta saman með íbúum í sveitarfélaginu.
Hvert ár hefur sitt þema og kemur yfirleitt í þessari röð:
- Hreyfing og útivera
- Næring
- Geðrækt, líðan og félagsleg virkni
- Heilbrigðir lifnaðarhættir, öryggi og sjálfbærni
Gunnar lagði til að ráðist yrði í þarfagreiningu áður en næstu skref yrðu ákveðin þar sem leitað yrði til íbúa sveitarfélagsins um hugmyndir að verkefnum fyrir ýmsa hópa.
Nokkuð var rætt um framkvæmd og útfærslu á þarfagreiningu. Ákveðið var að í stað kynningarfunda með nefndum, félagasamtökum og íbúum þá geri Gunnar 5-10 mín. kynningarvídeó þar sem verkefnið „Heilsueflandi samfélag“ sé stuttlega kynnt og síðan þarfagreiningin opnuð. Höfða til fólks: „Þú getur haft áhrif!“ og þetta eru „Mótandi tímar“. Athuga að deila þarfagreiningunni með stýrihópnum áður en hún er send út.
Niðurstöður þarfagreiningarinnar verður síðan flokkuð af stýrihópnum (og kostnaðarmetin) og síðan mætti nota Survey Monkey eða biðja íbúa að greiða hugmyndum/verkefnum atkvæði sitt með fésbókarkosningu. Sú skoðanakönnun getur verið leiðbeinandi fyrir stýrihópinn og sveitarstjórn við val á verkefnum.
Vakin var athygli á að í þarfagreininguna þarf að bæta við hópnum fatlaðir vegna þess að þeir eru stór hluti af samfélaginu í GOGG.
Umræða var um hvort að fyrirtæki eða stofnanir gætu tekið þátt í þarfagreiningunni. Þetta á sérstaklega við grunn- og leikskólann og Sólheima en mögulega líka einhver önnur fyrirtæki. Guðrún Ása fer með fyrirspurn til grunn- og leikskólans.