Fara í efni

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag

5. fundur 04. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir Heils- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepp
  • Hallbjörn Valgeir Rúnarsson formaður æskulýðs og menningarmálanefndar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fyrir hönd Ungmennafélagsins Hvatar
  • Elín Lára Sigurðardóttir fulltrúi eldri borgara
  • Björn Kristinn Pálmarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir

1. Kvittað á fundargerðir síðustu funda
2. Upplýsingar um verkefni sem eru í gangi hjá heilsueflandi uppsveitum
   a. Fyrirlestrar í samvinnu við Árborg
   b. Er að koma nemi sem gerir könnun
   c. Eldri borgarar hittast í Skálholti
   d. Fella- og fjallaverkefni í sumar
     i. Ákveðið að nota Hengilsvæðið í okkar sveitarfélagi
     ii. Fá fleiri kort af hengilsvæði til að setja í sundlaug
     iii. Senda ábendingu til ON um að gera „krakkafréttakort“ af svæðinu til að gera
     það aðgengilegra fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa úr hefbundnum kortum

3. Nýjar teikningar af Borgarsvæðinu – ábendingar frá nefndinni
   a. Hafa einhvern stað utandyra þar sem hægt er að vera með viðburði
   b. Spurning hvort það er hægt að hafa yfirbyggt hjólasvæði
   c. Væri gott að vera með áhaldageymslu við íþróttasvæðið.

4. Viðurkenningar
Nefndin er sammála um að Hjálparsveitin Tintron eigi skilið viðurkenningu fyrir að
eiga frumkvæði að því að bjóða samfélaginu upp á ýmsa viðburði.

5. Fundaráætlun og föst verkefni á fundum
   a. Febrúar - viðurkenningar
   b. Maí – sumarið
   c. Ágúst – veturinn og nýtt þema
   d. Október - fjárhagsáætlun

6. Gátlisti – Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi
Spurning hvort að það á að setja inn einhverja heilsuhvatningu eftir mánuðum eða tímabilum
s.s. vetrarfrí, aðventa
   a. GÁsa setur link á Heilsuveru á heimasíðu.
   b. GÁsa sendir Halla Valla (sem starfsmanni skóla- og velferðarþjónustu) spurningar
   varðandi kynningu á þjónustu skóla- og velferðarþjónustu

7. Önnur mál
a. Athuga að útfæra að göngustígar í yndisskógi tengist tjaldsvæðinu
b. Göngustígakort af Borgarsvæðinu, jafnvel „krakkakort af yndisskógi

Getum við bætt efni síðunnar?