Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
a) Torfastaðir – Arnarnes, lýsing skipulagsverkefnis.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2013 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 8. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. ágúst 2013.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 3, þá óskar fjallskilanefnd eftir að tekið verði inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2014 að endurnýja Selflatarrétt og jafnframt að breyta staðsetningu hennar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við landeigendur vegna breyttrar staðsetningar á Selflatarrétt. Fundargerðin staðfest.
b) Fundargerð 29. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. september 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
3. Erindi frá Steinunni Hannesdóttur og Guðmundi Inga Kristinssyni þar sem óskað er eftir rökstuðningi á höfnun skólastyrks utan lögheimilissveitarfélags.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar 2013 var erindi Steinunnar og Guðmundar Inga tekið fyrir og afgreitt. Fulltrúar sveitarstjórnar hafa auk þess átt fund með Steinunni og Guðmundi Inga þar sem þeim var gerð grein fyrir afgreiðslu sveitarstjórnar. Málinu er lokið af hálfu sveitarstjórnar.
4. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 3. og 4. október n.k. Samþykkt er samhljóða að allir aðalmenn í sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.
5. Erindi frá Hitaveitu Bjarkarborga þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um það yfirtaki/kaupi Hitaveitu Bjarkarborga.
Fyrir liggur bréf Sigurði B. Jóhannssyni f.h. Hitaveitu Bjarkarborga, dagsett 31. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um það yfirtaki eða kaupi Hitaveitu Bjarkarborga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra/oddvita og Berki Brynjarssyni að ræða við forsvaralmenn Bjarkarborga.
6. Útilistaverk á Borg.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna útlistaverks á Borg. Sveitarstjórn getur ekki fallist á staðsetningu listaverksins né útlit þess. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Halldór Ásgeirsson listamann.
7. Umsögn á stofnun lögbýlis í Ásgarði 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Steindóri Guðmundssyni f.h. Árna Baldurssonar um umsögn á stofnun lögbýlis að Ásgarði 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að mæla með stofnun lögbýlisins.
8. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Bístró-Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Bístró-Þrastarlundi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi fyrir Hótel Grímsborgir, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna breytingar á rekstarleyfi fyrir Grímsborgir ehf., Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á rekstrarleyfinu.
10. Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Búðasundi 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 6. september 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Búðasundi 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að eignin verði endurmetin.
11. Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Hesthaga, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 11. september 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Hesthaga, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að eignin verði endurmetin.
12. Erindi frá Æskulýðsvettvangnum um námskeiðið „Verndum þau“.
Fyrir liggur bréf frá Æskulýðsvettvangnum, dagsett 5. september 2013 þar sem verið er að kanna hvort sveitarfélagið hafi áhuga á að efna til „Verndum þau“ námskeið á þessu ári. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarfélagsins við umsögn Gámaþjónustunnar til Samkeppniseftirlitsins.
Fyrir liggur bréf frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett 13. september 2013 þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarfélagsins við umsögn Gámaþjónustunnar til Samkeppniseftirlitsins. Sveitarstjórn felur Berki Brynjarssyni að taka saman gögn um málið.
14. Tillaga að nýjum samþykktum SASS.
Fyrir liggja tillögur að nýjum samþykktum fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
15. Önnur mál
a) Torfastaðir – Arnarnes, lýsing skipulagsverkefnis.
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 27. maí 2013 var tekin fyrir lýsing skipulagsverkefnis vegna aðalskipulagsbreytingar á 20 ha spildu úr landi Torfastaða, milli þjóðvegar og Sogsins. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en gert var ráð fyrir að því yrði breytt í verslunar- og þjónustusvæði vegna uppbyggingar á gistihúsi/hóteli og smáhýsum til útleigum. Afgreiðslu málsins var frestað þar til fyrir lægu nánari upplýsingar um uppbyggingaráform og var sú afgreiðsla staðfest í sveitarstjórn 5. júní 2013. Nú hafa verið lögð fram ítarlegri gögn um mögulega uppbyggingu svæðisins, þ.e. afstöðuuppdrátt og drög að hönnun húsa, og er lýsing skipulagsverkefnis því lögð fram að nýju. Sveitarstjórn samþykkir fyrir liggjandi lýsingu skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og kynna lýsinguna.
Til kynningar
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla apríl til september 2013.
Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 14. stjórnarfundar, 28.08 2013.
Bréf frá Minjavernd Suðurlands, dagsett 15. ágúst 2013 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags í landi Litla-Háls, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vottunarstofan Tún. Fundargerð aðalfundar, 27.08 2013.
Vottunarstofan Tún. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins 2012.
Vottunarstofan Tún. Ársreikningur ársins 2012.
Fréttatilkynning ásamt skýrslu frá Landsnet, dagsett 9. september 2013 um þjóhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets.
Víðsjá, rit Blindrafélagsins 2. tbl 5. árg 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00