Fara í efni

Sveitarstjórn

334. fundur 16. október 2013 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2013.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)  Fundargerð 3. fundar starfshóps um skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar, 30. september 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
b)  Fundargerð 3. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 30. september 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
c)   Fundargerð 4. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 7. október 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.   Útilistaverk á Borg.
Á fundi sveitarstjórnar þann 19. september s.l. var rætt um útilistaverk á Borg og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Halldór Ásgeirsson listamann. Oddviti og sveitarstjóri hafa hitt Halldór og liggja frammi á fundinum gögn um nýja útfærslu og staðsetningu á listaverkinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vinna áfram að framgangi verksins og vísar málinu til æskulýðs- og menningarmálanefndar til umsagnar.

 

  
4.       Erindi frá skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni þar sem óskað er eftir athugasemdum við lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, dagsettur 10. október 2013 þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarfélagsins við lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 
5.   Beiðni um styrk vegna starfseminnar Landsbyggðin lifi.
Fyrir liggur beiðni frá starfseminni Landsbyggðin lifi um styrk að fjárhæð kr. 100.000 til að sinna grunnstarfsemi samtakanna. Sveitarstjórn hafnar erindinu

 
6.   Sparidagar á Hótel Örk 2013.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 16. – 21.  febrúar 2014 og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.

 
7.   Skólaþjónusta í Árnesþingi.
Fyrir liggja gögn um sameiginlega skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar. Lagt er upp með að hafa skólaþjónustuna með velferðþjónustunni og yrði þá stofnuð Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings. Tillaga að skipuriti og starfslýsingum liggja fyrir og er áætlað að þjónustan geti tekið til starfa um áramót. Auglýsa þarf eftir þremur starfsmönnum, tveimur kennsluráðgjöfum, bæði fyrir leik- og grunnskóla og einum sálfræðingi sem gæti þá bæði sinnt velferðar- og skólaþjónustunni. Einnig er ljóst að breyta þurfi samningi um velferðarþjónustuna og endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaganna. Áætlaður kostnaður vegna skólaþjónustunnar er að fjárhæð  35 milljónir króna sem skiptist niður á sveitarfélögin í samræmi við fjölda nemenda í leik- og grunnskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og felur oddvita / sveitarstjóra að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórn beinir því til NOS að endurskoða fyrirliggjandi skipurit.

 
8.   Námur sveitarfélagsins í Seyðishólum.
Fyrir liggur að Árni Þorvaldsson hefur hætt með námu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði um frekari efnissölu að svo komnu máli úr þessari námu. Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað um móttöku á jarðvegsuppgreftri og gjaldtöku vegna þess.

 
9.   Staða fjárhagsáætlunar 2013.
Farið var yfir stöðu rekstrar fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði vinnufundur vegna fjárhagsáætlunar 2014 þann 4. nóvember n.k. kl. 10:00.

 

 

  
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  229. stjórnarfundar 01.10 2013.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 151. stjórnarfundar 27.09 2013. 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

Getum við bætt efni síðunnar?