Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. desember 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. desember 2013 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 66. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 3. janúar 2014.
Mál nr. 2, 3, 4, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 66. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 3. janúar 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Erindi_Ásgarður_Skógarholt
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og telur ekki ástæðu til þess að breyta deiliskipulagi svæðisins þar sem það hafi fengið löglega málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Mál nr. 3: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 27. desember 2013.
Mál nr. 4: Úlfljótsvatn - lóðin Álftasel
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til skipulagsfulltrúi hefur fengið frekari upplýsingar um málið.
Mál nr. 11: Deiliskipulag Réttarland – Klausturhólum
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Mál nr. 12: Hlauphólar - deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsa þarf deiliskipulagið upp á nýtt þar sem of langur tími hefur liðið frá því að athugasemdafrestur fyrri auglýsingar rann út.
Mál nr. 13: Kiðjaberg - endursk. deiliskipulag
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fengið hefur verið álit lögfræðings um áframhald málsins.
Mál nr. 14: Villingavatn - Sandur, fjórar nýjar lóðir
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og metur svo að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggi fyrir í aðalskipulagi og er því ekki þörf á málsmeðferð skv. 40. gr. laganna.
b) Fundargerð 10. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
c) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 18. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram.
d) Fundargerð 2. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 17. og 18. október 2013.
Fundargerðin lögð fram.
e) Fundargerð 5. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 18. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram.
f) Fundargerð hluthafafundar Háskólafélags Suðurlands, 30. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram.
3. Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.
4. Lengri opnun í leikskóladeildar Kerhólsskóla.
Fyrir liggur beiðni frá Sigmari Ólafssyni, skólastjóra Kerhólsskóla um lengri opnun leikskóladeildar Kerhólsskóla, frá kl. 7:45 á morgnanna til kl. 16:15 á daginn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breytingin taki gildi þann 1. febrúar 2014 og gildi út skóla árið 2013-2014. En jafnframt að kannað verði með óskir foreldra um opnunartímann fyrir skólaárið 2014-2015.
5. Matarsmiðjan á Flúðum, framlenging samstarfssamnings.
Fyrir liggja drög að samningi um stuðning við Matarsmiðjuna á Flúðum. Um er að ræða sambærilegan samning og þann sem lauk í lok síðasta árs, nema gildistími þessa samnings er eitt ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
6. Umsögn á stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum II, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember s.l. var umsögn um stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum II frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Sveitarstjórn getur ekki mælt með stofnun eyðibýlis.
7. Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógbyggðar um styrk til að bjóða foreldrum upp á fræðslu eða kynningu á efni sem varðar uppeldi og menntun barna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500 á hvern nemanda úr Grímsnes- og Grafningshreppi.
8. Beiðni um styrk frá Sesseljuhúsi, umhverfissetri vegna uppbyggingar og framkvæmdar háskólanáms í Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum.
Fyrir liggur beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum að fjárhæð kr. 500.000 vegna stuðning við uppbyggingu og framkvæmdar háskólanáms í Sesseljuhúsi. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 250.000 og að auki vettvangsferð í boði sveitarfélagsins.
Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.
9. Bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Aðalheiðar Jacobsen og Sigurðar Arnar Sigurðssonar vegna lóða nr. 18 og 24 í Ásborgum.
Fyrir liggur bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Aðalheiðar Jacobsen og Sigurðar Arnar Sigurðssonar, dagsett 20. desember 2013 þar sem óskað er eftir riftun kaupsamninga að lóðum nr. 18 og 24 í Ásborgum. Sveitarstjórn vísar erindinu til lögmanns sveitarfélagsins Óskars Sigurðssonar hrl.
10. Afrit af bréfi frá Óskari Sigurðssyni hrl. f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps til Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar vegna lóða nr. 18 og 24 í Ásborgum.
Lagt fram afrit af svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, við bréfi frá frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Aðalheiðar Jacobsen og Sigurðar Arnar Sigurðssonar, dagsett 20. desember 2013 um riftun kaupsamninga að lóðum nr. 18 og 24 í Ásborgum. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
11. Bréf frá Veraldarvinum vegna sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2014.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Veraldarvinum, dagsettur 5. janúar 2014 um það hvort sveitarfélaginu vanti sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2014. Oddvita falið að skoða möguleika á að nýta sjálfboðaliða.
12. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.
13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.
14. Tölvupóstur frá skáksambandi Íslands og Skákakademíunni um Skákdag Íslands þann 26. janúar n.k.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Skáksambandi Íslands og Skákakademíunni, dagsettur 10. janúar 2014, þar sem sagt er frá Skákdegi Íslands þann 26. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa eitt sundlaugartaflasett að fjárhæð kr. 15.000.
15. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna skráðra skipulagsfulltrúa hjá Skipulagsstofnun í desember 2013 ásamt nýjum bæklingi „Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?“
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 18. desember 2013, ásamt nýjum bæklingi „Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?“. Lagt fram til kynningar.
16. Skýrsla starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma.
Fyrir liggur skýrsla starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma. Skýrslan var kynnt á fundi Héraðsnefndar þann 18. október s.l. Skýrslan er lögð fram til kynningar.
17. Niðurstaða í dómi Héraðsdóms Suðurlands frá 16. desember 2013 í máli nr. E-172/2013, Blikalón ehf. gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 16. desember 2013 í máli nr. E-172/2013, Blikalón ehf. gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem kaupsamningi er rift sem gerður var í október 2007 um lóð nr. 36 og lóð nr. 38 í Ásborgum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áfrýja málinu til Hæstaréttar og lögmanni sveitarfélagsins falið að gæta hagsmuna þess.
18. Bréf frá Jóni Þór Harðarsyni vegna stofnunar á lóðinni Sel 1, lóð 2 úr landi Sels 1.
Á fundi sveitarstjórnar þann 4. desember s.l. var frestað erindi frá Jóni Þór Harðarsyni þar sem óskað var eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á málinu. Um er að ræða einkaréttarlegan ágreining sem er óviðkomandi sveitarstjórn.
19. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd vegna kæru á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 10. janúar 2014 vegna kæru á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lagt fram.
20. Matsgjörð, Borgarbraut 20.
Fyrir liggur matsgjörð að Borgarbraut 20, dagsett 10. janúar 2014 frá Fasteignasölu lögmanna Suðurlands ehf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að setja eignina í söluferli.
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 159. stjórnarfundar 19.12 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 811. stjórnarfundar, 13.12 2013.
Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 15. stjórnarfundar, 09.12 2013.
Bréf frá Barnaverndarstofu, dagsett 8. janúar 2014 um PMTO meðferðarmenntun 2014 ásamt bæklingi.
Bautasteinn, fréttabréf Kirkjugarðasambands Íslands 1. tbl. 12. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðra 2. tbl. 23. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Byggingafræðingur, bæklingur frá Byggingafræðingafélagi Íslands.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:11