Sveitarstjórn
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. júní 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 114. fundar Félagsmálanefndar 02.06.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
3. Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2009.
Sveitarstjórn ræðir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2009 í tengslum við endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Rætt er sérstaklega um hitaveitu frá Vaðnesi að Borg og lagðir fram minnispunktar varðandi lagnaleiðir og kostnað vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að ljúka lagningu hitaveitulagnar að Borg og sveitarstjóra falið að leita samþykkis landeiganda að fara með lögnina eftir gömlu lagnaleiðinni og jafnframt að leita eftir lántöku hjá lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmdanna. Sveitarstjóra jafnframt falið að láta bjóða út verkið og ganga til samninga vegna þess. Hildur Magnúsdóttir víkur sæti við afgreiðslu málsins.
Að öðru leyti verður endarleg framkvæmdaáætlun lögð fram við endurskoðaða fjárhagsáætlun sem gert er ráð fyrir að verði afgreidd á næsta fundi sveitarstjórnar.
4. Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga allt að fjárhæð kr. 50.000.000 vegna framkvæmda við heitavatnsveitu.
5. Breytingar á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga.
Lagður er fram samningur um Héraðsnefnd Árnesinga og þær breytingar sem voru gerðar á honum á aukafundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 12. maí sl. Sveitarstjórn samþykkir gerðar breytingar.
6. Sumarhúsalóðir við Heiðarbraut.
Lögð fram beiðni um upplýsingar um eiganda lóðar við Heiðarbraut og að dómum vegna eignarréttarmála vegna lóðanna verði getið í lóðaskrá (skipulagsgögnum). Sveitarstjórn getur ekki upplýst um eiganda lóðarinnar enda hún ekki skráð inn í fasteignskrá og sveitarfélagið heldur ekki sérstakar skrár um skráð eignarréttindi. Skipulagsfulltrúa er kunnugt um dóma hæstaréttar er varðar umrætt landsvæði.
7. Lagfæring reiðstígs við Biskupstungnabraut.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í lagfæringu reiðstígs við Biskupstugnabraut. Eftirfarandi tilboð bárust. Ólafur Jónsson, kr. 2.910.000 og Sigurður K. Jónsson, kr. 3.950.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ólaf Jónsson. Sigurður K. Jónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
8. Samningur um sorphirðu.
Lagður er fram samningur um sorphirðu milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar og Gámaþjónustunnar hf.
9. Umsögn til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013.
Lögð er fram beiðni frá Umhverfisnefnd Alþingis um umsögn um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Jafnframt liggur frammi álit SASS á áætlunni. Sveitarstjórn tekur undir álit SASS.
10. Álagning gatnagerðargjalda á Borg.
Farið er yfir gatnagerðargjöld sem nauðsynlegt er að leggja á óbyggðar lóðir á Borg. Sveitarstjórn samþykkir að leggja á gatnagerðargjöld á óbyggðar lóðir en veita heimild til að dreifa greiðslum í allt að eitt ár. Ingvar Ingvarson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
11. Beiðni um styrk við Tónsmiðju Suðurlands.
Lögð er fram beiðni frá Tónsmiðju Suðurlands um styrk og gera samning um tónlistarkennslu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
12. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 27. júlí til og með 7. ágúst 2009.
13. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Þannig verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi 2. júlí og fyrsti fundur eftir sumarleyfi 20. ágúst.
14. Til kynningar
a) Bréf frá Samgönguráðuneyti um rafrænar kosningar.
b) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna kynningar á aðgerðaráætlun um framkvæmd verndunar vatnasviðs vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns og breytinga á reglugerð.
c) Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Fundargerð 285. stjórnarfundar 03.06.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10.35.