Sveitarstjórn
1. Tjarnholtsmýri 15.
Á fundi sveitarstjórnar þann 5. febrúar s.l. var frestað afgreiðslu um breytingu á skráningu eignar úr sumarbústað í íbúðarhús í Tjarnholtsmýri 15. Á fundinn mætti Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Uppsveita bs. og fór yfir málið. Sveitarstjórn hafnar beiðni um breytingu á skráningu sumarhúss í íbúðarhús þar sem hún telur nauðsynlegt að taka skipulag Tjarnholtsmýrarsvæðisins fyrir í heild sinni.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. febrúar 2014.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. febrúar 2014 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerð 32. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. febrúar 2014.
Fundargerðin lögð fram. Í dagskrárlið 5a, bréf frá nemendum í 8. bekk þar sem þau óska eftir að vera áfram í Kerhólsskóla. Sveitarstjórn fagnar áhuga nemenda á að vera út skólaskyldu í heimabyggð. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að gera breytingu á núverandi fyrirkomulagi.
Fundargerðin staðfest.
4. Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.
5. Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni Styrktarsjóðs Sólheima um styrk vegna uppbyggingar atvinnumála að Sólheimum og áframhaldandi uppbyggingu félagsaðstöðu íbúa. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6. Beiðni um styrk frá FRÆ, fræðsla og forvarnir.
Fyrir liggur beiðni frá Fræðslu og forvörnum (FRÆ) um styrk í formi auglýsingar vegna útgáfu fræðslu- og kynningarefnis til eflingar á forvörnum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Bréf frá Inkasso ehf. þar sem óskað er eftir samstarfi í innheimtu.
Fyrir liggur bréf frá Inkasso ehf, dagsett 31. janúar 2014, þar sem óskað er eftir samstarfi í innheimtu. Nýbúið er að endurnýja samning sveitarfélagsins við Motus/Lögheimtuna. Sveitarstjórn hafnar ósk Inkasso ehf. um samstarf í innheimtu.
8. Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna könnunar á húsnæðismálum á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 12. febrúar 2014, vegna könnunar á húsnæðismálum á Suðurlandi. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
9. Svarbréf frá Sigurði Jónssyni hrl. f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps til Reynis Karlssonar vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Sigurði Jónssyni hrl, við bréfi frá Reyni Karlssyni hrl. f.h. Hannesar G. Ingólfssonar, dagsett 18. febrúar 2014 vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 154. stjórnarfundar 24.01 2014.
SASS. Fundargerð 476. stjórnarfundar 31.01 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 812. stjórnarfundar, 31.01 2014.
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands þann 13. mars 2014.*
Bréf frá íslensku UNESCO-nefndinni og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þar sem vakin er athygli á viðburðum í vikunni 21. – 28. febrúar n.k. í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins.
Landsnet. Skýrsla um loftlínur og jarðstrengi, kostnaðarsamanburður 220 kv – fimm tilfelli.
Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, unnin af Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15