Fara í efni

Sveitarstjórn

343. fundur 19. mars 2014 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. mars 2014.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2014 liggur frammi á fundinum. 

      
2.       Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 27. mars n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
3.       Beiðni um styrk frá félaginu Eyðibýli – áhugamannafélag.
Fyrir liggur beiðni frá félaginu Eyðibýli - áhugamannafélag um styrk vegna verkefnisins Eyðibýli á Íslandi að fjárhæð kr. 100.000. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
4.       Erindi frá Suðurlandi FM – Útvarp Suðurlands.
Fyrir liggur erindi frá Suðurlandi FM – Útvarp Suðurlands þar sem sveitarfélaginu er býðst að koma með jákvæðar fréttir úr sveitarfélaginu tvisvar sinnum í mánuði, tilkynningar ofl. fyrir kr. 15.000 á mánuði. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
5.       Bréf frá Skipulagsstofnun vegna efnistöku í Seyðishólum.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 3. mars 2014, vegna efnistöku í Seyðishólum. Oddvita falið að ræða framhald málsins við skipulagsfulltrúa.

 
6.       Uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum lóða sem úthlutað er á árinu  2014 enda hefjist framkvæmdir inn árs frá úthlutun lóðar.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  233. stjórnarfundar 27.02 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 813. stjórnarfundar, 28.02 2014.
Niðurstaða könnunar á viðhorfi sunnlendinga til gjaldtöku á ferðamannastöðum á Suðurlandi.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014 þar sem sagt frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“ 2014, dagana 9. – 11. apríl n.k.
SÍBS blaðið, 1. tbl. 30. árg. 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?