Sveitarstjórn
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2013.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2013 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi Pwc og útskýrði reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
2. Skipan fulltrúa í kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að varafulltrúar C-lista í kjörstjórn, Árni Þorvaldsson og Hannes G. Ingólfsson hafa beðist lausnar frá störfum. Fulltrúar C-lista tilnefna Lindu Sverrisdóttur og Halldór Bjarna Maríasson sem varafulltrúa sína í kjörstjórn út kjörtímabilið 2010-2014.
Einnig liggur fyrir að aðalfulltrúi K-lista í kjörstjórn, Þórunn Drífa Oddsdóttir gefur ekki kost á sér í kjörstjórn. Fulltrúar K-lista tilnefna Kristínu Konráðsdóttur sem aðalfulltrúa sinn í kjörstjórn og Birgir Thomsen sem varafulltrúa sinn út kjörtímabilið 2010-2014.
3. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. apríl 2014.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. apríl 2014 liggur frammi á fundinum.
4. Fundargerðir.
a) Fundargerð 34. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. apríl 2014.
Fundargerðin lögð fram. Í dagskrárlið 1, skóladagatal 2014/2015, er lagt til að skóladagar næsta skólaárs verði 178. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Í dagskrárlið 2, kennslukvóti og starfsmannaskipulag, leggur skólastjóri Kerhólsskóla til að kennslukvóti næsta skólaárs verði 160,4 stund og stöðugildin 6,2. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Fundargerðin staðfest.
b) Fundargerð vorfundar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, 2. apríl 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 1. fundar samráðsfundar um Matarsmiðjuna á Flúðum, 11. apríl 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Glæsibæ, Víðibrekku 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Glæsibæ, Víðibrekku 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Hostel Úlfljótsvatn / Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Hostel Úlfljótsvatn / Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) Öldubyggð 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Öldubyggð 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
8. Beiðni um styrk frá Samkór uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Samkór uppsveita Árnessýslu vegna tónleika kórsins á Íslendingaslóðir í Vesturheimi. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000 til verkefnisins. Hörður Óli Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
9. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni þar sem þakkað er fyrir móttökur ofl. á 92. héraðsþingi HSK sem haldið var í Félagsheimilinu Borg þann 8. mars s.l.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Héraðssambandsins Skarphéðins, Engilbert Olgeirssyni, dagsett 31. mars 2014 þar sem þakkaðar eru góðar móttökur og fleira á 92. héraðsþingi HSK sem haldið var í Félagsheimilinu Borg þann 8. mars s.l. Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum er varðar fjárhagsáætlun 2013 og fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 31. mars 2014 þar sem óskað er eftir upplýsingum er varðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir fjárhagsaárið 2013 og farið yfir fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara eftirlitsnefndinni.
11. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna framlaga sjóðsins á árinu 2014.
Fyrir liggur bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 2. apríl 2014 þar sem greint er frá framlögum sjóðsins á árinu 2014. Framlag Grímsnes- og Grafningshrepps frá Jöfnunarsjóði er að fjárhæð kr. 0. Bréfið lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd vegna úrskurðar nefndarinnar á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 4. mars 2014 vegna úrskurðar á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
13. Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna Íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2013.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 4. apríl 2014 vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2013. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2013 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 416. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
14. Minnisblað frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar um umferðartakmarkanir innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar um umferðartakmarkanir innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Málinu frestað til næsta fundar.
15. Beiðni Umhverfisstofnunar um umsögn á drögum áætlunar til þriggja ára um refaveiðar.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um umsögn á drögum áætlunar til þriggja ára um refaveiðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.
16. Beiðni Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem óskað er eftir athugasemdum við umræðuskjal vegna framtíðarfyrirkomulags alþjónustu.
Fyrir liggur beiðni frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem óskað er eftir athugasemdum við umræðuskjal vegna framtíðarfyrirkomulags alþjónustu. Lagt fram til kynningar.
17. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um eflingu tónlistarnáms (nám óháð búsetu), 414. mál.
Frumvarpið lagt fram.
18. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál.
Frumvarpið lagt fram.
19. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 – 2016, 495. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.
20. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skipulagslög (bótaákvæði ofl.), 512. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 478. stjórnarfundar 24.03 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 815. stjórnarfundar, 10.04 2014.
SASS, niðurstaða könnunar um húsnæðismál á Suðurlandi.
Aðalfundarboð Veiðifélags Árnesinga, föstudaginn 25. apríl 2014.
Aðalfundarboð Klausturhóls, félags sumarhúsaeigenda, þriðjudaginn 29. apríl 2014.
Bréf frá UMFÍ, dagsett 14. apríl 2014 um ályktun ungmenna frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“.
Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dagsett 31. mars 2014 með tillögum sem samþykktar voru á 92. héraðsþingi HSK þann 8. mars s.l.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Rarik, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:05