Fara í efni

Sveitarstjórn

347. fundur 21. maí 2014 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Ingibjörgu Harðardóttur
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gunnar Þorgeirsson

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. maí  2014.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7.maí 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir:

a. Fundargerð Skóla og velferðarnefndar Árnesþings dags. 4. apríl.
Fundargerðin staðfest.

b. Fundargerð Skóla og velferðarnefndar Árnesþings dags. 14. maí.
Fundargerðin staðfest, vegna liðar 2 í fundargerðinni er lögð fram markmið skólaþjónustunnar. Sveitarstjórn samþykkir hana fyrir sitt leiti.

c. Fundargerð fræðslunefndar dags. 6. maí.
Fundargeðin staðfest. Varðandi lið 4 í fundargerðinni þar sem því er beint til sveitarstjórnar að haldið verði skólaþing annað hvert ár og því bætt inn í skólastefnu sveitarfélagsins. Samþykkir sveitarstjórn að beina því til nýrrar sveitarstjórnar að taka skólastefnuna til endurskoðunar á hausti komandi með þessa ábendingu í huga.

d. Fundargerð aðalfundar Skipulags og byggingarfulltrúa uppsveita dags. 7. maí.
Fyrir liggur fundargerð ásamt ársreikningi embættisins vegna ársins 2013. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina ásamt ársreikningi samhljóða.

 

3. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.
Fyrir liggur kjörskrá vegna komandi sveitarstjórnarkosninga ásamt leiðbeiningum frá Þjóðskrá Íslands dags.14. maí. Á kjörskrá eru 319 einstaklingar. Sveitarstjórn felur oddvita að árita kjörskránna.

 

4.Styrktarbeiðni frá Leikfélagi Sólheima dags. 14. maí.
  Fyrir liggur beiðni frá Leikfélagi Sólheima um styrk vegna leiksýningar í Þjóðleikhúsinu. Sveitarstjórn     lítur svo á að með samningi um liðveislu og aksturs vegna íbúa Sólheima sé þessum útgjöldum mætt,  sveitarstjórn hafnar því erindinu og vísar í fyrrgreint samkomulag. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
5. Kostnaðaráætlun Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings vegna 2014.
Fyrir liggur endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna Skóla og velferðaþjónustu Árnesþings frá Hveragerðisbæ. Tekið hefur verið tillit til nemendafjölda á svæðinu og er hlutfall Grímsnes og Grafningshrepps 4,63% af heildar kostnaði verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

 
6. Kauptilboð í húseignina Borgarbraut 20.
Fyrir liggur kauptilboð í húseignina að Borgarbraut 20 frá Birgir Leó Ólafssyni fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags. Sveitarstjórn hafnar  samhljóða fyrirliggjandi tilboði.

 
7. Erindi Sigurðar Karls Jónssonar og Birnu Jónsdóttur dags. 11. maí.
Fyrir liggur erindi frá Sigurði Karli Jónssyni og Birnu Jónsdóttur þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði mótframlag vegna barns í leikskóla  á Selfossi þar sem þau hafa flutt lögheimili sitt að Hæðarenda. Farið er fram á viðmiðunargjald Sambands íslenskra sveitarfélaga með einu barni. Sveitarstjórn hafnar samhljóða erindinu þar sem pláss er á leikskóla sveitarfélagsins.

 
8. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál.
Frumvarpið lagt fram.

 
9. Þjónustusamningur Sérdeildar suðurlands.
Fyrir liggur þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar annarsvegar og Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu og Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings hinsvegar. Samningurinn felur í sér aðkomu að Setrinu í Sunnulækjarskóla. Sveitarstjórn  samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

 

  

 
10. Ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga. 
Lagður fram til kynningar.

 

 Til kynningar

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Umhverfisskýrsla kerfisáætlunar Landsnets.
-liggur frammi á fundinum-.
Ársskýrsla Rauða kross Íslands liggur frammi á fundinum.
Fundargerð SASS dags. 13. maí.
Ársskýrsla Byggðarsafns Árnesinga liggur frammi á fundinum.

 

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?