Sveitarstjórn
1. Kosning oddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar oddvita. Gunnar Þorgeirsson hlaut 3 atkvæði og 2 atkvæði auð, er því Gunnar Þorgeirsson rétt kjörinn oddviti út kjörtímabilið.
2. Kosning varaoddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar varaoddvita. Hörður Óli Guðmundsson hlaut 3 atkvæði og 2 atkvæði auð, er því Hörður Óli Guðmundsson rétt kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.
3. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Ráðningarsamningur sveitarstjóra lagður fram til staðfestingar og samþykktur með þremur atkvæðum. Fulltrúar K lista sitja hjá við afgreiðslu málsins. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu málsins en Björn Kristinn Pálmarsson tók sæti sem varamaður.
4. Laun sveitarstjórnarmanna og nefndarlaun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:
Almennar nefndir fá kr. 8.000 fyrir hvern fund en formaður kr. 16.000.
Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
Kjörstjórn fær kr. 8.000 fyrir hvern fund en formaður kr. 16.000.
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt aksturdagbók.
Laun sveitarstjórnar verði 8% af þingfararkaupi og ekki greitt sérstaklega fyrir aðra auka fundi. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur.
Sveitarstjórn samþykkir með þremur atkvæðum að starfshlutfall oddvita verður 75% og varaoddvita 30%. Laun miðast við hlutfall launa sveitarstjóra. Fulltrúar K-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
5. Skipun í nefndir:
a) Kjörstjórn. Til vara
Guðmundur Jóhannesson, formaður Ragna Björnsdóttir
Linda Sverrisdóttir Helga Haraldsdóttir
Birgir Thomsen Kristín Konráðsdóttir
b) Fræðslunefnd. Til vara
Guðný Tómasdóttir, formaður Benedikt Gústavsson
Ása Valdís Árnadóttir Björn Kristinn Pálmarsson
Pétur Thomsen Hólmfríður Árnadóttir
c) Húsnefnd félagsheimilisins Borg. Til vara
Guðmundur Jónsson Pálmar Karl Sigurjónsson
Ágúst Gunnarsson Karl Þorkelsson
d) Æskulýðs og menningarmálanefnd. Til vara
Hugrún Gréta Sigurðardóttir, formaður Auður Gunnarsdóttir
Steinar Sigurjónsson Antonía Helga Guðmundsdóttir
Karl Þorkelsson Ólafur Ingi Kjartansson
e) Umhverfisnefnd. Til vara
Hörður Óli Guðmundsson, formaður Hildur Magnúsdóttir
Ragna Björnsdóttir Þorkell Gunnarsson
Eva Guðbjartsdóttir Pétur Thomsen
f) Atvinnumálanefnd. Til vara
Ása Valdís Árnadóttir, formaður Steinar Sigurjónsson
Hildur Magnúsdóttir Árni Þorvaldsson
Karl Þorkelsson Jón Örn Ingileifsson
g) Samgöngunefnd. Til vara
Birgir Leó Ólafsson, formaður Björn Kristinn Pálmarsson
Ása Valdís Árnadóttir Guðmundur Jóhannesson
Jón Örn Ingileifsson Ágúst Gunnarsson
h) Fjallskilanefnd. Til vara
Auður Gunnarsdóttir, formaður Þorbjörn Jósep Reynisson
Benedikt Gústavsson Antonía Helga Guðmundsdóttir
Kjartan Gunnar Jónsson Björn Snorrason
Sigrún Jóna Jónsdóttir Hannes Gísli Ingólfsson
Ingólfur Oddgeir Jónsson Guðrún Sigurhjartardóttir
i) Veitunefnd. Til vara
Birgir Leó Ólafsson, formaður Árni Þorvaldsson
Hörður Óli Guðmundsson Þorkell Gunnarsson
Jón Örn Ingileifsson Karl Þorkelsson
j) Fulltrúi í Skipulagsnefnd Uppsveita. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Ingibjörg Harðardóttir
k) Fulltrúi í Skólaþjónustu- og
velferðarnefnd Árnesþings. Til vara:
Hörður Óli Guðmundsson Björn Kristinn Pálmarsson
l) Fulltrúar í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
Guðmundur Ármann Pétursson Sigrún Jóna Jónsdóttir
m) Fulltrúi í Almannavarnarnefnd
Árnessýslu. Til vara:
Ingibjörg Harðardóttir Gunnar Þorgeirsson
n) Fulltrúi í Oddvitanefnd
Uppsveita Árnessýslu. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
o) Fulltrúi á landsþing
Sambands íslenskra sveitarfélaga. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
p) Fulltrúar á aðalfund SASS. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
Guðmundur Ármann Pétursson Sigrún Jóna Jónsdóttir
q) Fulltrúar á aðalfund
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
Guðmundur Ármann Pétursson Sigrún Jóna Jónsdóttir
r) Fulltrúi á aðalfund
Sorpstöðvar Suðurlands. Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
s) Fulltrúi á aðalfund
Eignarhaldsfélags Suðurlands. Til vara:
Ingibjörg Harðardóttir Hörður Óli Guðmundsson
6. Fundartími sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fundartími sveitarstjórnar verði fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 9.00.
7. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt er samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 20. ágúst 2014.
8. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 28. júlí til og með 15. ágúst 2014.
9. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. maí 2014.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. maí 2014 liggur frammi á fundinum.
10. Fundargerðir.
a) 72. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 22. maí 2014.
Mál nr. 1, 4 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 72. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 22. maí 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: 170907 Nesjar við Hestvík
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga enda er nýtingarhlutfall lóðar nú undir 0,03.
Mál nr. 4: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. apríl til 21. maí 2014.
Mál nr. 14: DSK Öndverðarnesi - Hlíðarhólsbraut
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum sem lagðar voru fram til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.
b) Fundargerð 9. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. maí 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
c) Fundargerð Oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 22. maí 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11. Kennslukvóti grunnskóladeildar Kerhólsskóla.
Á fundinn mætti Sigmar Ólafsson, skólastjóri Kerhólsskóla og ræddi um viðbótar kennslukvóta vegna skólaársins 2014/2015. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar.
12. Málefni leik- og grunnskóla.
Undir þessum lið sat Sigmar Ólafsson og fór yfir málefni leik- og grunnskóla. Samþykkt er að taka málefnið fyrir aftur á næsta fundi.
13. Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. 16 umsóknir bárust og var leitað umsagnar samgöngunefndar. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og hús í hverfinu. Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2014, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000.
Félag lóðareigenda í landi Minna-Mosfells kr. 70.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi FSNN kr. 265.000
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi kr. 70.000
Félag sumarhúsabyggðar við Ásabraut kr. 100.000
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut kr. 75.000
Landeigendur Nesi v/Apavatn kr. 70.000
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi kr. 70.000
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi kr. 70.000
Félag landeigenda í Vaðnesi kr. 70.000
Sumarhúsafélagið Hestvík kr. 150.000
Öndverðanes ehf kr. 265.000
Félag lóðareigenda í Miðborgum kr. 100.000
Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda kr. 200.000
Félag land- og frístundahúsaeigenda við A og B götu úr Norðurkotslandi kr. 200.000
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð kr. 25.000
14. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V í Hótel Borealis, Efri-Brú, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V í Hótel Borealis, Efri-Brúi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
15. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Lundi, Þórsstíg 30, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Lundi, Þórsstíg 30, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
16. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Þjónustumiðstöð Hraunborga, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Þjónustumiðstöð Hraunborga, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
17. Samkomulag um klæðningu á heimreiðina að Bíldsfelli.*
Fyrir liggur samkomulag milli Grímsnes- og Grafningshrepps og ábúenda á Bíldsfelli vegna klæðningar á heimreiðina að Bíldsfelli. Sveitarstjórn staðfestir með þremur atkvæðum fyrir liggjandi samkomulag. Fulltrúar K-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn beinir því til samgöngunefndar að auglýsa eftir umsóknum vegna klæðningar á heimreiðar sem styrktar verða á næstu fjórum árum.
18. Bréf frá Vegagerðinni vegna úthlutunar úr styrkvegasjóði.+
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni, dagsett 27. maí 2014 þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið hafi fengið styrk úr styrkvegasjóði að fjárhæð kr. 500.000 til viðhalds á vegslóðanum með Skefilfjöllum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja fram mótframlag að fjárhæð kr. 200.000 til viðhalds á vegslóðanum.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 155. stjórnarfundar 14.03 2014.
Bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 28. maí 2014 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags Kerbyggðar í landi Klausturhóla, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samband íslenskra sveitarfélaga, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Samtök um kvennaathvarf, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:55