Fara í efni

Sveitarstjórn

350. fundur 20. ágúst 2014 kl. 09:00 - 13:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Varaoddviti leitar afbrigða

a)     Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns.
b)     Veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. júlí 2014.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. júlí 2014 liggur frammi á fundinum. 

 
2.     Fundargerðir.

a)     74. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 31. júlí 2014.

Mál nr. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 12, 13, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 74. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 31. júlí 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Frkvl. Nesjavellir - niðurrennslisholur
Framkvæmdin samræmist deiliskipulagi svæðisins þar sem borholurnar verða innan svæðis sem skilgreint hefur verið fyrir viðbótar niðurrennslisholur. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.

Mál nr. 3: LB_Bíldsfell Tungan lnr. 191689 - ný spennist.lóð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun lóðar undir spennistöð í samræmi við fyrirliggjandi erindi þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Mál nr. 4: LB_Hagavík lnr. 170820 - ný 36,98 ha spilda (Tjarnarvík)
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun fyrirliggjandi spildu með fyrirvara um að í greinargerð uppdráttar sé vísað í samkomulag dags. 22. apríl 2014 varðandi kvaðir sem á landinu eru. 

Mál nr. 5: LB_Mýrarkot - lóð undir spennistöð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun lóðar undir spennistöð skv. fyrirliggjandi gögnum.

Mál nr. 6: LB_Nesjar lnr. 170904 (Stapavík)
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á stærð lóðarinnar Nesjar lnr. 170904 enda liggur fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

Mál nr. 7: LB_Úlfljótsvatn Straumnes lnr. 220711 - ný 3,6 ha spilda
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar.

Mál nr. 12: Ölfusvatn 7
Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu. Á fundi Skipulagsnefndar 21. október 2010 þegar fjallað var um lóðir á svæðinu var eftirfarandi bókað "Bent er á að ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir húsum á óbyggðum lóðum nema á grundvelli deiliskipulags". Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar að veita byggingarleyfi á svæðinu fyrr en deiliskipulag hefur tekið gildi.

Mál nr. 13: Ölfusvatn 8
Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu og þegar lóðin var stofnuð samþykkti skipulagsnefnd stofnunina með eftirfarandi fyrirvara "Bent er á að ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir húsum á óbyggðum lóðum nema á grundvelli deiliskipulags". Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar að veita byggingarleyfi á svæðinu fyrr en deiliskipulag hefur tekið gildi.

Mál nr. 19: Askbr. Grímsnes- og Grafn. - Ormsstaðir
Um óverulega breytingu er að ræða þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða á aðliggjandi lóðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: Ásgarður_Sogsbakki - öryggishlið
Sveitarstjórn hafnar afgreiðslu nefndarinnar og vísar til bókunar sveitarstjórnar í lið nr. 10.

Mál nr. 21: Dskbr. Borg - Hraunbraut 2a spennist.lóð
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að ræða við hagsmunaaðila um breytta staðsetningu.

Mál nr. 22: Dskbr. Nesjar_Illagil
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða að auglýsa fyrirliggjandi breytingar á skilmálum svæðisins skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda Nesja.

Mál nr. 23: Dskbr. Ormsstaðir - Vaðholt 2 og 2a
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  um leið og niðurstaða sveitarstjórnar varðandi breytingu á aðalskipulagi svæðisins hefur verið auglýst.

Mál nr. 24: Dskbr. Þrastarlundur
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 25: Kæra_Miðengi - Víðilundur
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

b)    Fundargerð 18. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 31. júlí 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

c)     Fundargerð 11. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. júlí 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

d)    Fundargerð 10. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 3. júní 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.   Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Ragnheiði K. L. Ólafsdóttur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Hinrik Ara Laufdal Ingólfsson. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 
4.   Minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna nýrrar réttar í Grafningi.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 13. ágúst 2014 vegna nýrrar réttar í Grafningi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hefja framkvæmdir við réttina og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.

 
5.   Minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna hitaveitu að Bakkavík og Hofsvík í Hraunborgum.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 19. júní 2014 um kostnað á lagningu hitaveitu að Bakkavík og Hofsvík í Hraunborgum. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa málinu til veitunefndar.

 
6.       Bréf frá formönnum sumarhúsafélaganna í Hesti og Kiðjabergi vegna lagningar hitaveitu í sumarhúsabyggðir Kiðjabergs og Hestlands ásamt minnisblaði frá Berki Brynjarssyni.
Fyrir liggur bréf frá formönnum sumarhúsafélaganna í Hesti og Kiðjabergi, dagsett 28. apríl 2014  þar sem óskað er eftir að hafinn verði unirbúniningur að lagning hitaveitu í sumarhúsabyggðir Kiðjabergs og Hestlands. Einnig liggur fyrir minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 6. júlí 2014 um kostnað vegna lagningu hitaveitunnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til veitunefndar. 

 
7.       Minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna endurvinnslu á seyru með kölkun.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 9. júlí 2014 þar sem farið er yfir möguleika á endurvinnslu á seyru með kölkun og sagt frá kynnisferð til Færeyja vegna málsins. Sveitarstjórn lýsir áhuga sínum á að skoða þennan möguleika með öðrum sveitarfélögum í Uppsveitum.

 
8.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Háuhlíð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Háuhlíð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 

9.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Öndverðarnesi 2 lóð 170146, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 11. ágúst 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Öndverðarnesi lóð 170146, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurmatið.

 
10.    Bréf frá Lögmönnum Sundagörðum vegna aðgangs að frístundabyggð við Sogsbakka.
Fyrir liggur bréf frá Jónasi Erni Jónassyni hdl. f.h. félags landeigenda á Sogsbökkum, dagsett 26. júlí 2014, þar sem óskað er eftir endurupptöku á samþykkt sveitarstjórnar, dags. 2. september 2013 þar sem heimilt er að setja niður hlið við aðkomu að Fljótsbakka. Þar sem fyrir liggur að ekki er samkomulag milli landeigenda á svæðinu felst sveitarfélagið ekki á að neitt hlið sé á svæðinu þar til samkomulag allra landeigenda hefur náðst um staðsetningu hliðs.

 
11.    Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem kynnt er niðurstaða skoðanakönnunar um sameiningu sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dagsett 26. júní 2014þar sem kynnt er niðurstaða skoðanakönnunar um sameiningu sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna nýrrar landbótaáætlunar.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 16. júlí 2014 þar sem kynnt er ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013 og að gera þurfi nýja landbótaáætlun í samræmi við relugerðina. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samstarfi við viðkomandi sauðfjárbændur.

 
13.    Bréf frá Umhverfisstofnun vegna aðkomu sveitarfélagsins að vöktunarverkefni um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 30. júní 2014 þar sem sveitarfélaginu er boðin aðkoma að vöktunarverkefni um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns. Með þátttöku í verkefninu mun sveitarfélagið verða að taka þátt í fjármögnun verkefnisins og þátttöku í verkefnastjórn. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum vegna kostnaðar sveitarfélagsins við verkefnið.


 
14.    Bréf frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu til sveitafélaga vegna refaveiða.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 10. júlí 2014 um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða ásamt samningi milli Umhverfisstofnunar og Grímsnes- og Grafningshrepps um refaveiðar árin 2014 - 2016. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 
15.    Málefni Kerhólsskóla.
Það er mikið fagnaðarefni að leik- og grunnskóli Kerhólsskóla sé að flytja í nýtt og stórglæsilegt skólahúsnæði. Það er sveitarstjórn verulegt áhyggjuefni að ekki sé búið að ráða fagmenntaðan leikskólakennara til starfa við leikskólann, þrátt fyrir auglýsingar um starfið. Sveitarstjóra er veitt heimild til að greiða götu ráðningar með bættum starfskjörum.

 
16.    Ljósleiðari.
Sveitarstjórn fagnar því þeim framkvæmdum sem Míla hefur staðið fyrir við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að boða forsvarsmenn Mílu á fund sveitarstjórnar.  Þar verði farið yfir áætlanir Mílu næstu þrjú ár hvað varðar aðgengi íbúa sveitarfélagsins að ljósleiðara

 17.    Önnur mál.

a)     Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 29. ágúst n.k. í Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigrún Jóna Jónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 
b)    Veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn felur veitunefnd ásamt Berki Brynjarssyni, Tæknisviði uppsveita, að vinna tillögu að 10 ára áætlun sveitarfélagsins er varðar uppbyggingu á heita- og kaldavatnsveitum sveitarfélagsins. Fyrstu drög skal legga fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. október n.k..

 

Til kynningar
ü  SASS.  Fundargerð  481. stjórnarfundar, 02.07 2014.
ü  SASS.  Fundargerð  482. Stjórnarfundar, 13.08 2014.
ü  SASS. Fundargerð aukaaðalfundar, 02.07 2014.
ü  Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 817. stjórnarfundar, 27.06 2014.
ü  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. júlí 2014 vegna málþings sveitarfélaga um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna.
ü  Bréf frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um ályktanir af 15. landsþingi sambandsins. 
ü  Bréf frá Seltjarnarnesbæ, dagsett 25. júní 2014 vegna útgáfu veglegs afmælisrits ásamt afmælisritinu.
-liggur frammi á fundinum-
ü  Skógrækt ríkisins, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-

     

                                        

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?