Fara í efni

Sveitarstjórn

351. fundur 03. september 2014 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Starfsmenn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Jón Örn Ingileifsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. ágúst 2014.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. ágúst 2014 liggur frammi á fundinum. 

 
2.     Fundargerðir.

a)     75. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 28. ágúst 2014.

Mál nr. 4, 6, 10, 13, 14 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 75. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 28. ágúst 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Afréttur - Uxahryggjavegur Skáli
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Mál nr. 6: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. júní til 27. ágúst 2014.

Mál nr. 10: Lækjarbrekka 36
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða / með þremur atkvæðum að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að byggingarreitur stækkar til að koma megi fyrir húsi á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og tryggt þarf að vera að byggingareitur verði a.m.k. 10 m frá lóðarmörkum.

Mál nr. 13: Dskbr. Þórisstaðir – Lyngmói
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar breytingu á skilmálunum svæðisins.

Mál nr. 14: Minna-Mosfell, aðgengi að landi
Á lóðablaði lands með lnr. 220557 kemur skýrt fram að þinglýst kvöð er á landinu um aðgengi að aðliggjandi spildum.

Mál nr. 16: Landsskipulagsstefna 2015-2016
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

b)    Fundargerð 19. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 28. ágúst 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.   Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Reykjavíkurborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Alexander Jafet Rúnarsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.

 
4.   Tölvupóstur frá Guðmundi Þorvaldssyni vegna nýrrar réttar í Grafningi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðmundi Þorvaldssyni, dags. 21. ágúst 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir við nýjar réttir í Grafningi. Vegna breytinga á réttarstæði í Grafningi sem samþykkt var á seinasta fundi sveitarstjórnar samþykkir sveitarstjórn að fresta fyrirhugðum framkvæmdum og varðandi framtíðar réttarstæði í Grafningi og Grímsnesi vísast til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem fyrirhugað er að gera í vetur.

5.   Tölvupóstur frá Laufey G. Vattar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á reikningi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Laufey G. Vattar, dags. 27. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að reikningur vegna leigu á Félagsheimilinu Borg vegna brúðkaups á árinu 2013 verði felldur niður. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.   Bréf frá Jóni Péturssyni vegna sölu sumarhúsalóða í landi Ásgarðs.
Fyrir liggur bréf frá Jóni Péturssyni, dagsett 26. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið áriti ekki gögn frá Búgarði ehf. vegna útgáfu og sölu á sumarhúsalóðum í landi Ásgarðs á meðan ekki er farið að skipulagsskilmálum á svæðinu. Sveitarstjórn vísar málinu til skipulagsfulltrúa

 
7.       Tölvupóstur frá Skúla Sæland þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna fyrirhugaðs átthaganámskeiðs.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Skúla Sæland, dags. 1. september 2014 þar sem óskað er eftir fjárstyrk að fjárhæð kr. 50.000 til að halda átthagnámskeið í samstarfi við Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
8.   Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ræddar voru breytingar á tómstundastyrk Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjóra falið að koma með endurskoðaðar reglur á næsta fund sveitarstjórnar að teknu tilliti til umræðna á fundinum. 


9.   Erindi frá Ólafi Laufdal vegna auglýsingaskiltis.
Fyrir liggur erindi frá Ólafi Laufdal, dagsett 19. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að auglýsingaskilti fái að standa í landi sveitarfélagsins við Ásborgir. Í ljósi umfangs skiltisins er erindinu hafnað.

 
10.    Staða fjárhagsáætlunar 2014.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2014 eftir fyrstu átta mánuði ársins. Samkvæmt yfirlitinu er rekstur sveitarsjóðs innan ramma fjárhagsáætlunar.

 
11.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 18. september kl. 9:00 þar sem Klausturhólaréttir eru á fundartíma sveitarstjórnar.

  

Til kynningar
ü  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. júlí 2014 vegna XXVII. landsþings Sambandsins.
ü  Tölvupóstur frá Sambandi sunnlenskra kvenna, dags. 25. ágúst 2014 um tillögu af 86. ársfundi Sambandsins.
ü  Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-
ü  Mannvirkjastofnun, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-

 

                                        

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?