Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.
b) Útgáfa bókarinnar Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. september 2014.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. september 2014 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 37. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. september 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) Fundargerð 17. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 20. ágúst 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 18. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 18. september 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Fulltrúi á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014.
Tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 8. október n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins og Ingibjörg Harðardóttir til vara.
4. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Samtökum orkusveitarfélaga, dags. 23. september 2014 þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna þann 10. október n.k. Fundarboðið lagt fram til kynningar.
5. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Jónasi Hallgrímssyni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Ástu Sachi Jónasdóttur. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
6. Erindi frá Pétri Sigurgunnarssyni vegna verkefnisins „Við stólum á þig“.+
Fyrir liggur bréf frá Pétri Sigurgunnarssyni, dagsett 15. september 2014 þar sem verið er að kanna hvort sveitarfélagið hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu „Við stólum á þig“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Bréf frá nemendum 1. – 4. bekkjar Kerhólsskóla.
Fyrir liggur bréf frá nemendum 1. – 4. bekkjar Kerhólsskóla, dagsett 26. september 2014 þar sem óskað er eftir að trén sem tekin voru af nýju skólalóðinni verði plantað í trjáreit skólans eða við kartöflgarðinn. Sveitarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkir samhljóða að verða við beiðni barnanna.
8. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.
9. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október n.k. Samþykkt er samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.
10. Önnur mál.
a) Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.
Fyrir liggja tillögur að samþykktum byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi. Málinu frestað til næsta fundar.
b) Útgáfa bókarinnar Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Fyrir liggur að bókin Grafningur og Grímsnes, byggðasaga mun koma úr prentun upp úr miðjum október. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða til útgáfufagnaðar þann 23. október n.k.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 818. stjórnarfundar, 12.09 2014.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:10