Sveitarstjórn
Varaoddviti leitar afbrigða
a) Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
b) Aðalfundarboð og málþing Landsambands landeigenda á Íslandi.
c) Bréf frá Minjastofnun vegna umsagnar stofnunarinnar við stækkun efnisnámu í landi Klausturhóla, Grímsnes- og Grafningshreppi.
d) Bréf frá Vottunarstofunni Tún ásamt fundargerð hluthafafundar.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. janúar 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. janúar 2015 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 83. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 29. janúar 2015.
Mál nr. 12, 15 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 83. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 29. janúar 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 12: Endurskoðað deiliskipulag – 151077
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um afmörkun byggingarreita á lóðum innan skipulagssvæðisins. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að afmarka byggingarreiti á öllum lóðum innan svæðisins. Guðmundur Ármannn Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 15: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. desember til 31. desember 2014.
Mál nr. 16: Landsskiplagsstefna 2015-2026 – 1501017
Lögð fram að nýju tilllaga Skipulagsstofnunar að Landskipulagsstefnu 2015-2026. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar þar sem skipulagsfulltrúa var falið að vinna drög að umsögn um landskipulagsstefnuna á grunni umræðna á fundinum og leggja fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
b) Fundargerð 5. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 29. janúar 2015.
Mál nr. 1, 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 5. fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), dags. 29. janúar 2015.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Drög að nýjum nýjum samþykktum fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samþykktirnar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mál nr. 2: Drög að nýju erindisbréfi fyrir NOS.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir erindisbréfið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mál nr. 3: Drög að nýju erindisbréfi Skólaþjónustu- og velferðarnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir erindisbréfið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mál nr. 4: Drög að starfslýsingu forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.
c) Fundargerð 10. fundar stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, 27. janúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
d) Fundargerð oddvita og sveitarstjóra í uppsveitum Árnessýslu, 14. janúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
3. Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Málið rætt og afgreiðslu frestað.
4. Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna tillögu að Landskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Á fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar s.l. var málinu frestað til næsta fundar til að sveitarstjórn gæti farið á kynningarfund um Landskipulagsstefnuna áður en umsögn verði gerð. Lögð er fram umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga og minnispunktar oddvita sveitarfélgsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.
5. Bréf frá Guðrúnu A. Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Náttúran er ehf., um rekstur miðlægs gagnasafns og upplýsingaveitu um endurvinnslu og sorphirðu.
Fyrir liggur bréf frá Guðrúnu A. Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Náttúran er ehf., dagsett 27. janúar 2015 þar sem óskað er eftir samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp um rekstur miðlægs gagnasafns og upplýsingaveitu um endurvinnslu og sorphirðu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Ráðgjafasamningur við Concello ehf.
Fyrir liggur ráðgjafasamningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Concello ehf. þar sem Concello kemur til með að annast ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu um vátryggingar, vátryggingaútboð, vátryggingasamninga og annarra verka sem varðar vátryggingar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Concello um breytingar á samningnum.
7. Bréf frá Ómari Smára Kristinssyni þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við Hjólabókina – 4. bók: Árnessýsla.
Fyrir liggur bréf frá Ómari Smára Kristinssyni, dagsett 19. janúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 75.000 vegna vinnu við Hjólabókina – 4. bók: Árnessýsla. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál.
Frumvarpið lagt fram.
9. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál.
Frumvarpið lagt fram.
10. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar ofl.), 426. mál.
Frumvarpið lagt fram.
11. Önnur mál.
a) Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Reykjavíkurborg um námsvist fyrir Rebekku Rut Oddsteinsdóttur utan lögheimilissveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
b) Aðalfundarboð og málþing Landsambands landeigenda á Íslandi.
Fyrir liggur bréf frá Landsambandi landeigenda á Íslandi þar sem boðað er til aðalfundar og málþings, föstudaginn 13. febrúar n.k. á Hótel Sögu. Lagt fram til kynningar.
c) Bréf frá Minjastofnun vegna umsagnar stofnunarinnar við stækkun efnisnámu í landi Klausturhóla, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun / Minjaverði Suðurlands, dagsett 16. janúar 2015 vegna umsagnarbeiðni stofnunarinnar við stækkun efnisnámu í landi Klausturhóla, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar
d) Bréf frá Vottunarstofunni Tún ásamt fundargerð hluthafafundar.
Fyrir liggur bréf frá Vottunarstofunni Tún, dagsett 16. janúar 2015 ásamt fundargerð hluthafafundar. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 235. stjórnarfundar 06.01 2015.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 237. stjórnarfundar 26.01 2015.
SASS. Fundargerð 489. stjórnarfundar 16.01 2015.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00