Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. febrúar 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. febrúar 2015 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 85. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 26. febrúar 2015.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 85. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 26. febrúar 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 15: 1502077 - Brúnavegur 35: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting
Fyrir liggur erindi Sævars Péturssonar dags. 13. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir skiptingu lóðarinnar Brúnavegur 35 í landi Ásgarðs, Grímsnes- og Grafningshreppi, í tvær 0,5 ha lóðir. Í upphaflegu afsali lóðarinnar kemur fram að heimilt sé að byggja tvö hús á lóðinni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins á þann veg að lóðin Brúnavegur 35 verði skipt í tvær lóðir. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar skipulagsgögn liggja fyrir.
Mál nr. 16: 1502080 - Kiðjaberg lóð 78: Byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting
Fyrir liggur ósk um breytingu á afmörkun byggingarreitar á lóð nr. 78 í Kiðjabergi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breyting á byggingarreit lóðar nr. 78 verði hluti af endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Kiðjabergs sem er til meðferðar hjá sveitarfélaginu.
Mál nr. 17: 1502052 - Ljósafossskóli sundla 168930: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting
Fyrir liggur beiðni um að breyta sundlaugarhúsi í parhús, stærð hússins breytist ekki. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá grenndarkynningu, skv. ákvæðum 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem framkvæmdin sem sótt er um varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
Mál nr. 18:1502084 - Land starfsmannafélags Reykjavíkur: Úlfljótsvatn: Stækkun lóðar
Fyrir liggur erindi frá Úlfljótsvatni Frítímabyggð ehf./Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. febrúar 2015 ásamt lóðablaði sem sýnir afmörkun 2.678 fm skika úr landi Úlfljótsvatns lnr. 170830. Um er að ræða lóð undir rotþró fyrir hluta sumarhúsa sem eru innan svæðis Starfsmannafélags Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að sameina þessa spildu við lóð Starfsmannafélagsins (lnr. 170944) sem stækkar þá úr 42,1 ha í 42,36 ha. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leyfa stofnun lóðarinnar og sameiningu hennar við land Starfsmannafélags Reykjavíkur. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 19:1502082 - Hengill: Hjólaleið í afrétti Grafnings: Fyrirspurn
Fyrir liggur erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að merkja hjólaleið vestan við Hengil. Leiðin er innan þjóðlendu og liggur bæði í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfus. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa falið að leita samráðs við skipulagsfulltrúa Ölfus um málið.
Mál nr. 20:1502054 - Villingavatn 170953: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús.
Fyrir liggja breyttar teikningar á sumarhúsi þar sem hefur verið bætt við lagnarými í kjallara, húsið er óbreytt af öðru leyti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindið verði afgreitt og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Mál nr. 22: 1502001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-02
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2015.
b) Fundargerð 9. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. febrúar 2015.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 9. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. febrúar 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4: Annað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela samgöngunefnd að leggja fram drög að skýrari verklagsreglum varðandi klæðningu á heimreiðar og leggja fyrir sveitarstjórn.
Varðandi mál nr. 1, malbikun Búrfellsvegar þá vill sveitarstjórn taka undir bókun nefndarinnar að lýsa furðu sinni á að malbikun á Búrfellsvegi skuli ekki vera haldið áfram þar sem frá var horfið og klæðningu framhaldið frá Hæðarenda og til vesturs.
c) Fundargerð 42. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. febrúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Ráðgjafasamningur við Concello ehf.
Á fundi sveitarstjórnar þann 4. febrúar s.l. var málinu frestað þar sem sveitarstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn Concello um breytingar á samningnum. Umræddar breytingar á samningnum hafa verið gerðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.
4. Samstarfssamningur um notkun seyru til landgræðslu.
Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Landgræðslu ríkisins um notkun seyru til landgræðslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.
5. Bréf frá Félagsmiðstöðinni Borg þar sem óskað er eftir fjármunum til rekstrar félagsmiðstöðvarinnar.
Fyrir liggur bréf frá Herði Óla Guðmundssyni f.h. Félagsmiðstöðvarinnar Borg þar sem óskað er eftir framlagi að fjárhæð kr. 40.000 til reksturs á félagsmiðstöðinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðið framlag. Hörður Óli Guðmundsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
6. Beiðni um styrk frá Guðmundi Pálssyni til verkefnisins „Undraland við Úlfljótsvatnið blátt með augum Björgvins Magnússonar“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Guðmundi Pálssyni að fjárhæð kr. 250.000 til gerðar heimildarmyndar sem ber vinnuheitið „Undraland við Úlfljótsvatnið blátt, með augum Björgvins Magnússonar“. Verkefnið er meistaraprófsverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild Hgvísindasviðs Háskóla Íslands. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Bréf frá Jónu Heiðdísi Guðmundsdóttur þar sem vakin er athygli á verkefninu „Virknimiðstöð fyrir fólk með geðröskun á Suðurlandi“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónu Heiðdísi Guðmundsdóttur, dagsettur 26. febrúar 2015 þar sem vakin er athygli á verkefninu „Virknimiðstöð fyrir fólk með geðröskun á Suðurlandi“. Lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna stjórnsýslukæru Jóns Péturssonar.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 10. febrúar 2015 vegna stjórnsýslukæru frá Jóni Péturssyni. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að svara bréfi ráðuneytisins.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þórsstíg 29, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 19. febrúar 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þórsstíg 29, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir hluta eignarinnar þar sem það hefur verið mat sveitarstjórnar að heimilt sé að leigja út sumarhús í skipulögðum sumarhúsahverfum í heild sinni. Leiga á einstökum herbergjum eða hluta fasteignar fellur undir heimagistingu eða gistiheimili sem ekki er talin heimil í frístundahverfum.
10. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerhrauni 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 18. febrúar 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerhrauni 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
11. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Djúpahrauni 18, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 18. febrúar 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Djúpahrauni 18, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
12. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. febrúar 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
13. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. febrúar 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
14. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 338. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
15. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál.
Frumvarpið lagt fram.
16. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi ofl., EES-reglur), 503. mál.
Frumvarpið lagt fram.
17. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 162. stjórnarfundar 13.02 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 825. stjórnarfundar, 16.02 2015.
SÍBS blaðið, 1. tbl. 31. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:20