Sveitarstjórn
1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn mættu Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi og Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðingur. Farið var yfir þau áhersluatriði sem breyta þarf við endurskoðun aðalskipulagsins. Sveitarstjóra / oddvita falið að ganga til samninga við Pétur H. Jónsson.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. apríl 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. apríl 2015 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) 87. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 30. mars 2015.
Mál nr. 10, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 87. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 30. mars 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 10: 1503044 - Nesjavallavirkjun: Borun vinnsluholu: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dagsett 18. mars 2015 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir borun vinnsluholu á Nesjavöllum til að mæta gufurýrnun virkjunarinnar. Í framkvæmdinni felst að boruð verður ný hola ofan við Nesjalaugagil þar sem holutoppur holu NJ-13 er nú.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við fyrirliggjandi erindi, með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Mál nr. 11: 1503063 - Markabraut 1 169744: Markabraut 2: Stofnun lóðar.
Fyrir liggja lóðablöð sem sýna skiptingu sumarhúsalóðarinnar Markabraut 1 í Vaðnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi, í tvennt. Lóðin er í dag 36.600 fm samkvæmt fasteignaskrá en eftir skiptin verður önnur 21.000 fm og hin 15.000 fm. Núverandi hús verður hluti af stærri lóðinni. Gert er ráð fyrir að hinn hlutinn verði sameinaður lóðinni Vaðnesvegur 2 (lnr. 169743)
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að ný spilda verði sameinuð aðliggjandi lóð.
Mál nr. 12: 1503045 - Hamrar 1 168249: Hamrar 3: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur erindi Þorsteins Garðarssonar dagsett 20. mars 2015, f.h. eigenda Hamra 1 (lnr. 168429) þar sem óskað er eftir samþykki fyrir skiptingu jarðarinnar í Hamra 1 og Hamra 3. Þá er jafnframt óskað eftir heimild til að gera landamerkjaskurð milli Hamra 1 og Hamra 3 (frá hniti 10 að hniti 11) og gera veg á mörkum frá Sólheimum að núverandi vegslóða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skiptingu og heldur ekki við fyrirhugaða veglagningu, þegar fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Sólheima. Sveitarstjórn vill beina því til landeigenda að hugað verði að vegtengingu við landið með framtíðarnýtingu þess í huga.
Mál nr. 13: 1503046 - Nesjavallavirkjun 170925: Nesjavellir lóðir 170930, 212495 og 170926: Samruni lóða.
Fyrir liggur erindi Eflu verkfræðistofu dagsett 20. mars 2015, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir að lóðir með lnr. 212495, 170930 og 170925 verði sameinaðar lóðinni Nesjavallavirkjun lnr. 170925. Þá er einnig verið að lagfæra stærð lóðarinnar Nesjavallavirkjun. Tvær lóðanna eru skráð sem lóðir fyrir frístundabyggð ein sem einbýlishúsalóð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stærð iðnaðarlóðar Nesjavallavirkjun verði lagfærð en hafnar að sumarhúsalóðirnar tvær og lóð undir starfsmannahús verði sameinaðar iðnaðarlóð virkjunarinnar. Að mati sveitarstjórnar samræmist nýting sumarhúsa og íbúðarhúss ekki landnotkun iðnaðarsvæðis.
Mál nr. 14: 1501004 - Frístundabyggð Hagavík reitur B: Deiliskipulag.
Fyrir liggur auglýst tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á svæði úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan nær til reits B samkvæmt þinglýstum skiptum fyrir land Hagavíkur. Innan svæðisins eru tvö eldri frístundahús auk bátaskýlis. Í tillögunni er afmörkuð 0,9 ha lóð utan um annað frístundahúsið og 0,2 ha lóð utan um bátaskýlið. Þá er afmörkuð ný 0,9 ha lóð fyrir nýtt frístundahús. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar. Ein athugasemd barst auk þess sem fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Fyrir liggur að sátt er um að lagfæra gögn til samræmis við innkomna athugasemd.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með breytingum til samræmis við innkomna athugasemd og til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þegar lagfæringar hafa verið gerðar verði deiliskipulagið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
b) Fundargerð 23. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 30. mars 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 4. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 7. apríl 2015.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 4. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 7. apríl 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Ásýnd hússins.
Húsnefnd félagsheimilisins Borgar leggur það til við sveitarstjórn að gerð verði verðkönnun í glugga og Steni klæðningu fyrir húsið. Jafnframt óskar nefndin eftir að fá að koma að litavali klæðningarinnar. Sveitarstjórn felur Tæknisviði Uppsveita að leita tilboða í samræmi við tillögu nefndarinnar.
4. Siðareglur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Samkvæmt 29. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur sem ná til allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar. Lagður er fram bæklingur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gerð siðareglna og hlutverk siðanefnda. Sveitarstjóra er falið að gera drög að siðareglum fyrir sveitarfélagið og leggja fyrir sveitarstjórn.
5. Stefna vegna lóða nr. 18 og 24 í Ásborgum.*
Fyrir liggur stefna á hendur sveitarfélaginu vegna riftunar á kaupsamningi lóða nr. 18 og 24 í Ásborgum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 827. stjórnarfundar, 27.03 2015.
Aðalfundarboð Klausturhóls, félags sumarhúsaeigenda, mánudaginn 27. apríl 2015.
Bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 26. mars 2015 vegna umsagnar stofnunarinnar við breytingu á deiliskipulagi í landi Hagavíkur B, Grímsnes- og Grafningshreppi.ü RARIK, ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15