Sveitarstjórn
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2014 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson, endurskoðandi Pwc og fór yfir reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. apríl 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. apríl 2015 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 44. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. apríl 2015.
Mál nr. 1 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 44. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. apríl 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Leikskólinn starfið og húsnæðið.
Í fundargerð fræðslunefndar var eftirfarandi bókað; „Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að skoða að taka matreiðslustofuna undir leikskólastarf þar sem að leikskólinn þarfnast meira rýmis til að geta aldursskipt leikskólastarfinu. 3 stofur þýðir að hægt sé að skipta leikskólastarfinu auðveldar upp í 3 aldurshópa og auðveldar þar af leiðandi allt starf í leikskólanum. Einnig þarf að tryggja að matreiðslustofa fá örugglega sitt rými annarsstaðar“. Sveitarstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir sveitarstjórn.
Mál nr. 5: Önnur mál.
c) Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða úrræði vegna 9 mánaða barna þar sem engar dagmæður eru í sveitarfélaginu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Sveitarstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir sveitarstjórn.
e) Sigmar kynnti hugmynd frá starfsmanni í leikskóladeild um að fá fullt af timbri og svæði til að hafa það á fyrir elstu börn leikskóladeildar til að vinna með (t.d. kofasmíði), óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarstjórn. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
b) Fundargerð 14. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. febrúar 2015.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 14. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. febrúar 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Opinn dagur 30. maí.
Atvinnumálanefnd óskar eftir að sveitarfélagið greiði kostnað af auglýsingum vegna opna dagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.
c) Fundargerð 15. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. apríl 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 20. stjórnarfundar, 13.04 2015.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 20. fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 14. apríl 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga.
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga lagður fram til kynningar hjá aðildarsveitarfélögum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn.
Til kynningar
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf., ársreikningur 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Samband íslenskra sveitarfélaga, ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf., ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45