Sveitarstjórn
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. ágúst 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Sorphirða í sveitarfélaginu.
Lögð er fram fundargerð samráðsfundar, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Gámaþjónustunnar hf vegna innleiðingar á nýju kerfi á sorphirðu í sveitarfélögunum. Rætt var fyrirkomulag á sorphirðunni, innleiðing hennar, opnunartími móttökusvæða og kynningarferli. Gert er ráð fyrir að móttökusvæðin taki til starfa með breyttum áherslum þann 1. október nk. og tunnuvæðing heimila verði lokið í framhaldi af því. Ákveðið hefur verið að haldinn verði kynningarfundur í Félagsheimilinu Borg þriðjudaginn 22. september nk. kl. 20:00 neð fulltrúum Gámaþjónustunnar til að kynna komandi breytingar.
3. Ferðaþjónusta fatlaðra.
Lagt er fram bréf Ólafs Gústafssonar lögmanns vegna kröfu að greiddur verði útlagður ferðakostnaður vegna fatlaðs einstaklings á Sólheimum. Sveitarstjórn hafnar beiðninni enda hafi umrædd ferð ekki verið samþykkt af hálfu Félagsmálanefndar og Félagsmálafulltrúa sveitarfélagins sem sé forsenda greiðsluskyldu. Sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins falið að svara erindinu og að leitað verði samráðs við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þessa máls og fyrirhugaðra flutninga á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna.
4. Makaskipti á landi á Borg.
Lögð eru fram drög að makaskiptaafsali milli sveitarfélagsins og Þrastar Sigurjónssonar á Stóru-Borg um makaskipti 14.313m2 spildu í eigu Þrastar og 7.206m2 spildu í eigu sveitarfélagsins sem liggja vestan við Biskupstungnabraut og sunnan við Skólabraut á Borg. Sveitarstjórn samþykkir makaskiptin og að greiða Þresti kr. 2.000.000 vegna mismunar á stærð spildanna og felur sveitarstjóra að ganga frá makaskiptasamningi á grundvelli draganna. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
5. Reiðvegur og göngubrú við Biskupstungnabraut á Borg.
Lagt er fram tilboð Minni-Borga ehf um að leggja reiðveg frá Borg að afleggjara að Björk og einnig setja upp göngubrú á leiðinni. Hljóðar tilboðið upp á kr. 2.370.000. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Minni-Borgir ehf um verkið og jafnframt að leitað verði eftir styrk frá Vegagerðinni við verkið. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
6. Fjallaskálar í sveitarfélaginu.
Lagt er fram bréf frá Kerhestum ehf þar sem gerðar eru fyrirspurnir varðandi fjallaskála í sveitarfélaginu og mögulega uppbyggingu þeirra. Í áætlunum sveitarfélagsins hefur verið gert ráð fyrir byggingu hesthúss í Kerlingu en ekki verið sérstök áform um aðra uppbyggingu fjallaskála í sveitarfélaginu enda um mjög kostnaðarsama uppbyggingu að ræða. Þrátt fyrir fyrirspurnir hefur ekki enn tekist að finna samstarfsaðila um uppbyggingu og rekstur húsanna. Sveitarstjórn fagnar frumkvæði Kerhesta varðandi ferðaþjónustu á hálendinu og felur sveitarstjóra að ræða við Kerhesta ehf. um áform þeirra um hálendisferðir fyrir ferðamenn. Sverrir Sigurjónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
7. Beiðni um styrk vegna Landskeppni Smalahundafélags Íslands .
Lögð fram beiðni frá Smalahundadeild Árnessýslu um styrk vegna Landskeppni Smalahundafélags Íslands í Miðengi. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 20.000.
8. Beiðni bænda í Haga um tengingu við kaldavatnsveitu sveitarfélagsins.
Lögð fram beiðni frá bændum í Haga að tengjast við kaldavatnsveitu sveitarfélagsins en tilraunir þeirra til að bora eftir köldu vatni hafa ekki borið árangur. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða málið við ábúendur í Haga og Heilbriðiseftirlit Suðurlands varðandi mögulegar lausnir á málinu.
9. Framkvæmdir við sorpmóttökusvæði á Seyðishólum.
Lögð er fram niðurstaða verðkönnunar í uppsteypu á stuðningsvegg á gámasvæði í Seyðishólum. Eftirfarandi tilboð bárust. Steinar Árnason, kr. 2.699.360, Eikahús ehf, kr. 2.990.250, Pálmar Sigurjónsson, kr. 4.274.700, Magnús Jónsson, kr. 3.157.080, Sigurjón Á, Hjartarson, kr. 4.224.600, Kristján Ó, Kristjánsson, kr. 4.978.400. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.196.800. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Steinar Árnason.
10. Til kynningar
a) Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna Valhallarbruna á Þingvöllum.
b) Bréf frá Landmælingum Íslands vegna könnunar á landupplýsingum.
c) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð 120. stjórnarfundar 20.08.2009.
d) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 174. stjórnarfundar 25.06.2009.
e) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 175. stjórnarfundar 24.08.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:20