Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. september 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 115. fundar Félagsmálanefndar 01.09.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. Jafnframt er lögð fram Árskýrsla Félagamálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa. Sveitarstjórn þakkar fyrir góða og greinargóða ársskýrslu.
3. Samningur um nemendur í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lagður er fram samningur til næstu þriggja skólaára um nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi sem ganga í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
4. Rekstarþjónustusamningur um þjónustu og viðhald tölvukerfa.
Lögð eru fram drög að samningu við TRS um rekstarþjónususamningu og þjónustu og viðhald tölvukerfa stofnana sveitarfélagins. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi á grundvelli draganna.
5. Sorpmál í sveitarfélaginu.
Lögð eru fram kynningargögn varðandi breytingar á sorphirðu í sveitarfélaginu. Jafnframt er lögð fram áskorun sem sveitarstjórar aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands hafa sent sveitarfélaginu Ölfusi um að endurskoða afstöðu sína gagnvart lokun á urðunarsvæði í Kirkjuferjuháleigu. Sveitarstjórn beinir því til sveitarfélagins Ölfus að leita allra leiða til að urðunarsvæði verði áfram starfrækt í Kirkjuferjuhjáleigu.
6. Fjármálaráðstefna sveitarfélagana.
Kynnt að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 1. og 2. október nk.
7. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Tekið er fyrir erindi frá SASS þar sem óskað er upplýsinga um fulltrúa á aðalfund samtakanna og stofnana þess sem fara fram þann 15. og 16. október nk. á Höfn í Hornafirði. Aðalmenn eru Ingvar Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson og til vara Jón G. Valgeirsson og Hildur Magnúsdóttir. Vegna Sorpstöðvar Suðurlands verður Ingvar Ingvarsson aðalmaður en Jón G. Valgeirsson til vara.
8. Sumarbústaður í landi Nesja.
Lögð er fram matsgerð og tilboð um kaup á sumarhúsi í landi Nesja. Sveitarstjórn telur að ekki séu ástæður til að taka tilboðinu og felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu.
9. Beiðni um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2009.
Lögð er fram beiðni frá Landsambandi Slökkviliðs- og Sjúkraflurningsmanna um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2009. Sveitarstjórn samþykkir að styrka verkefnið um kr. 20.000.
10. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður fundi sveitarstjórnar þann 1. og 15. október nk. vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna og ársþings SASS Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 8. október 2009, kl. 9:00.
11. Önnur mál.
a) Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar.
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélag um frumvarp til laga um sveitarstjórnakosningar. Sveitarstjórn tekur undir umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS um frumvarpið og telur að of stutt sé til kosninga til að bæta úr ákveðnum ágöllum á frumvarpinu, t.d. varðandi jafnræði kynjanna.
12. Til kynningar
a) Auglýsing um skilgreiningu línubrjótafjár í Árnessýslu.
b) Fundarboð vegna ráðstefnu um úrgangsmál 21.10.2009.
c) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 286. stjórnarfundar 02.09.2009.
d) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 115. stjórnarfundar 10.09.2009.
e) SASS. Fundargerð 426. stjórnarfundar 11.09.2009.
f) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð starfshóps að samkomulagi um framtíðarskipan úrgangsmála á Suðurlandi 04.09.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:45.