Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. desember 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. desember 2015 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 17. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. nóvember 2015.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram að nýju 17. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. nóvember 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Ungmennaráð.
Drög að samþykkt fyrir Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps lögð fram til seinni umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Fundargerð 6. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 8. desember 2015.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 6. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 8. desember 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Afmæli.
Húsnefnd Félagsheimilisins Borgar óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að sveitarfélagið greiði hráefniskostnað vegna afmælisveislu félagsheimilisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.
c) Fundargerð 15. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. desember 2015.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 15. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. desember 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Aðstaða í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir að keyptar verið nýjar dýnur í gangnamannakofann inn við Kerlingu og að einnig verði settar þakrennur á húsin til að brynna bæði mönnum og hrossum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.
d) 101. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. desember 2015.
Mál nr. 20, 21, 22 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 101. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. desember 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 20: 1512008 - Hamrar 3: Lónakotsbakkar: Deiliskipulag.
Fyrir liggur erindi Þorsteins Garðarssonar dags. 16. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa sumarhús á bökkum Hvítár í landi Hamra 3. Að mati sveitarstjórnar er forsenda þess að heimilt verði að byggja frístundahús að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingu nýrra frístundahúsa á landbúnaðarsvæðum og því þarf fyrst að óska eftir breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn vill benda á að ekki sé heimilt að byggja frístundahús nær árbakka en 50 m.
Mál nr. 21: 1512013 - Lyngborgir: Minniborg: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur beiðni um breytingu á deiliskipulagi Lyngborga sem felst í breytingu á hnitsetningu og þar með afmörkun og stærð þeirra. Þær lóðir sem breytast hafa ekki verið stofnaðar sem fasteignir. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem lóðirnar hafa ekki verið stofnaðar og breytingin hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en núverandi eigenda landsins.
Mál nr. 22: 1511009 - Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar.
Lögð fram að nýju tillaga að nýrri 24.400 m2 lóð úr landi Villingavatns 1 (lnr. 170831) sem mun fá nafnið Þverás 1. Sveitarstjórn frestar afreiðslu málsins.
Mál nr. 25: 1512002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-20.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 9. desember 2015.
e) Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 30. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 7. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 15. og 16. október 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2016 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2016 fá Samtökum um kvennaathvarf að fjárhæð kr. 150.000. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
4. Hæstaréttardómur nr. 776/2015, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar nr. 776/2015, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Kærður var úrskurður Héraðsdóms Suðurlands frá 6. nóvember s.l. þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms og er sóknaraðila, Sigurði Erni Sigurðssyni og Aðalheiði Jacobsen, gert að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi samtals 800.000 kr. í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
5. Vöktun Þingvallavatns 2016.
Fyrir liggur að verkefni um vöktun Þingvallavatns verði áfram á árinu 2016 og stendur sveitarfélaginu til að boða að taka þátt í verkefninu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Samningur við Hellarannsóknafélag Íslands.
Lögð fram að nýju drög að samningi við Hellarannsóknarfélag Íslands um faglega ráðgjöf varðandi lokun, verndun og nýtingu dropasteinshraunhella og gosmyndana á afrétti sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur Herði Óla að skrifa undir samninginn.
7. Skýrsla R3 Ráðgjafar um greiningu og úttekt á starfsemi Skiplags- og byggingarfulltrúa uppsveita og Tæknisviði uppsveita.
Lögð fram að nýju skýrsla R3 Ráðgjafar um greiningu og úttekt á starfsemi Skiplags- og byggingarfulltrúa uppsveita og Tæknisviði uppsveita. Oddvita falið að ræða við nágranna sveitarfélögin um niðurstöðu skýrslunnar.
8. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 6. janúar n.k. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 20. janúar 2016, kl. 9:00.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 168. stjórnarfundar 27.11 2015.
Bréf frá nokkrum stofnunum, dagsett 3. desember 2015 vegna ráðstefnunnar „Frítíminn er okkar fag“ ásamt stuttri samantekt um ráðstefnuna.
Bréf frá stjórn VAFRÍ, dagsett 27. nóvember 2015 um óhefðbundnar fráveitulausnir til verndar viðkæmum viðtökum.
Neistinn, fréttabréf styrktarfélags hjartveikra barna, 2. tbl. 12. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Velferð, málgagn og fréttabréf hjartaheilla, 2. tbl. 27. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00