Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. desember 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. desember 2015 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 50. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 7. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 12. janúar 2016.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 7. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 12. janúar 2016.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Afmæli.
Í afmælisveislu Félagsheimilisins Borgar þann 27. febrúar n.k. mun Leikfélagið Borg frumsýna leikritið „Er á meðan er“. Húsnefnd Félagsheimilisins Borgar óskar eftir að sveitarstjórn styrki frumsýningu leikfélagsins svo hægt verði að bjóða afmælisgestum á leiksýninguna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja sýninguna að fjárhæð kr. 200.000.
c) Fundargerð 9. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. janúar 2016.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 9. fundargerð umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. janúar 2016.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Sorpmál.
Fyrir liggur að samningur sveitarfélagsins við Gámaþjónustuna rennur út í lok ágúst á þessu ári. Umhverfisnefnd leggur til að lögð verði áhersla á hagkvæmi og meiri flokkun í nýju útboði. Sveitarstjórn felur oddvita og varaoddvita að koma með nánari útfærslu fyrir sorpútboð á næsta fund.
d) Fundargerð 5. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. desember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 4. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. mars 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) 102. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 7. janúar 2016.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 102. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 7. janúar 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: 1512042 - Heiðarbraut 14: Lækjarbraut 2a: Breyting á heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn, dags. 27. desember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á heiti lóðarinnar Heiðarbraut 14 í Lækjarbraut 2a. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu.
Mál nr. 10: 1512043 - Kerið: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags sem nær til Kersins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Markmið deiliskipulagsins verður að móta ramma fyrir uppbyggingu og þróun áningarstaðarins. Að mati sveitarstjórnar samræmist sú uppbygging sem fyrirhuguð er á svæðinu ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags. Í aðalskipulaginu kemur eftirfarandi fram: Kerið í Grímsnesi (H1), Kerhóll í Grímsnesi (H2) og ósnortið hraun í Öndverðarnesi II (H3) verði vernduð sem einstakar landslagsgerðir og náttúrufyrirbæri. Öll mannvirkjagerð og jarðrask er með öllu bannað í grennd við náttúruminjarnar.
Mál nr. 11: 1512044 - Víkurbraut 10: Vatnsholt: Aukahús: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn, dags. 18. desember 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 40 m2 glerskála á lóðinni Víkurbraut 10 úr landi Vatnsholts. Forsenda leyfisins er að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á ákvæðum 2.3 og 2.4 í gildandi skipulagsskilmálum sem varða húsagerðir og húsastærðir til samræmis við það sem almennt tíðkast í frístundabyggðum í sveitarfélaginu. Felur það í sér að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03 og að heimilt verði að byggja allt að 40 m2 aukahús til viðbótar við sumarhús. Einnig að gerð verði breyting á ákvæðum hvað varðar lögun húsa á þann veg að hún verði frjáls.
Mál nr. 12: 1512045 - Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag.
Fyrir liggur lagfærð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis. Svæðið er um 48 ha að stærð og er í aðalskipulagi merkt F21a og að hluta 21b, með aðkomu frá Bústjórabraut. Í deiliskipulaginu er afmarkaðar 56 lóðir á bilinu 5.611 m2 til 11.350 m2. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2014 auk þess sem nú liggur fyrir úttekt Fornleifastofnunar á svæðinu. Afgreiðslu málsins frestað þar til ný umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Mál nr. 13: 1512041 - Skyggnisbraut 2 og 2a-c: Hæðarendi: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur beiðni um breytingu á skipulagi við Skyggnisbraut 2 og 2 a-c í landi Hæðarenda. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Afgreiðslu málsins er frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.
Mál nr. 14: 1512039 - Alifugla-, svína- og loðdýrabú: Fjarlægð bygginga að lóðamörkum.
Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 17. desember 2015 var óskað eftir því að skipulagsnefnd tæki til umræðu og marki stefnu um fjarlægð bygginga að lóðarmörkum fyrir alifugla, svína og loðdýrabú. Ljóst er að taka þarf tillit til margra umhverfisþátta þegar metið er hvaða fjarlægðarmörk skuli miðað við þegar tekin er ákvörðun um staðsetningu alifugla-, svína- og loðdýrabúa auk annarrar lyktarmengandi starfsemi. Skipulagsfulltrúa er falið að skoða hvaða reglur gilda um viðlíkja starfsemi í öðrum löndum og hvaða gögn þurfi að liggja fyrir við gerð skipulags.
Mál nr. 15: 1601002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-21.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2016.
g) Fundargerð 31. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 28. desember 2015.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 31. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 28. desember 2015.2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: 1510006 - Úttekt á starfsemi Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. og Tæknisviðs Uppsveita.
Farið var yfir þær tillögur sem fram koma í skýrslunni. Einnig lagt fram minnisblað sem unnið var af starfsmönnum Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita ásamt fulltrúa af Tæknisviði. Lagt er til að ganga til samninga við Héraðsskjalasafn Árnesinga um skönnun og flokkun eldri gagna og gera um það sérstakan verktakasamning. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Héraðsskjalasafn Árnesinga.
Stjórn byggðarsamlagsins samþykkir að beina því til aðildarsveitarstjórna að samþykkja að fella starfsemi Tæknisviðsins undir Skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita b.s. frá og með 1. janúar 2016. Eftir samrunann mun fjöldi stöðugilda verða 9. Ef öll aðildarsveitarfélögin samþykkja þessa tillögu er formanni falið að undirbúa breytingar á samþykktum og skipuriti, starfslýsingum og heildar fjárhagsáætlun fyrir nýja starfsemi. Einnig er samþykkt að hefja undirbúning á skilgreiningu á verkefnum er falla undir nýja starfsmenn sem auglýsa þarf eftir og auglýsa sem fyrst eftir nýjum starfsmönnum. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að fella starfsemi Tæknisviðs Uppsveita undir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. Ingibjörg Harðardóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
h) Fundargerð 13. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 15. desember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Samningur um yfirtöku á kaldavatnsveitu í landi Klausturhóla.
Fyrir liggur samningur um yfirtöku Grímsnes- og Grafningshrepps á kaldvatnsveitu í Klausturhól í landi Klausturhóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
4. Sparidagar á Hótel Örk 2016.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 28. febrúar – 4. mars 2016 og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.
5. Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Bréf frá Minjastofnun vegna umsagnar stofnunarinnar við deiliskipulagi í landi Miðengis, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun, dagsett 6. janúar 2016 vegna umsagnar við deiliskipulag í landi Miðengis (Álfabyggð), Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Samþykktir fyrir Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagðar fram að nýju til seinni umræðu samþykktir fyrir Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir og beinir því til Nemendaráðs og æskulýðs- og menningarmálanefndar að tilnefna fulltrúa á grundvelli samþykktanna. Skv. 10. gr. samþykktanna skipar sveitarstjórn Gerði Dýrfjörð sem starfsmann ráðsins.
8. Bréf frá forsvarsmönnum Advania vegna samruna Advania og Tölvumiðlunar.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum Advania, dagsett 18. desember 2015 þar sem greint er frá samruna Advania og Tölvumiðlunar. Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta vegna alþjóðlegrar gæðaúttektar Skátahreyfingarinnar 2015.
Fyrir liggur bréf frá Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta, dagsett 29. desember 2015 þar sem greint er frá alþjóðlegri gæðaúttekt á starfi Bandalags íslenskra skáta. Niðurstaða úttektarinnar er sú að BÍS er í hópi 10% bestu landa í úttektum á skátahreyfingum í heiminum og var BÍS hrósað sérstaklega fyrir heiðarlegt starf og gegnsæi í rekstri. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.
Fyrir liggur bréf frá sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjóni Bragasyni, dagsett 8. janúar 2016 þar sem kallað er eftir ábendingum frá sveitarfélögum um samræmda afmörkun lóða innan sveitarfélaganna vegna mannvirkja á vegum orkufyrirtækjanna. Bréfið lagt fram.
11. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu ásamt svarbréfi sveitarstjóra sem varða grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 6. janúar 2016 ásamt svarbréfi frá sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 12. janúar 2016 sem varða grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga. Bréf Innanríkisráðuneytisins lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf sveitarstjóra.
12. Svarbréf lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi í Kiðjabergi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsett 15. desember 2015 vegna breytinga á deiliskipulagi í Kiðjabergi. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
13. Svarbréf lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. til Yfirfasteignamatsnefndar vegna stjórnsýslukæru Björgvins Magnússonar um álagningu fasteignaskatta á Kiðjaberg 77, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, til Yfirfasteignamatsnefndar, dagsett 15. desember 2015 vegna stjórnsýslukæru Björgvins Magnússonar um álagningu fasteignaskatta á Kiðjaberg 77, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
14. Bréf frá Björgvini Magnússyni þar sem tilgreindar eru fjöldi áætlaðra gistinátta árið 2016 í Kiðjabergi 77.
Fyrir liggur bréf frá Björgvini Magnússyni, dagsett 17. desember 2015 þar sem tilgreindar eru fjöldi áætlaðra gistinátta árið 2016 í Kiðjabergi 77. Afgreiðslu málsins frestað þar til úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar liggur fyrir.
15. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010 – 2022.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010 – 2022. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingu.
16. Skert póstþjónusta í dreifbýli.
Fyrir liggur að þjónusta Íslandspósts mun skerðast í dreifbýli þann 1. mars n.k. og gjaldskrá hækkar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega skertri póstþjónustu í dreifbýli samhliða hækkun á gjaldskrá. Þessi ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við eflingu byggðar á landsbyggðinni.
17. Samkomulag um liðveislu og ferðaþjónustu á Sólheimum.
Fyrir liggur að samkomulag um liðveislu og ferðaþjónustu á Sólheimum rann út um áramótin. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela stjórn Bergrisans bs. að semja fyrir hönd sveitarfélagsins á grundvelli reglna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um umfang þjónustunnar.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 833. stjórnarfundar, 30.11 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 834. stjórnarfundar, 11.12 2015.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2014.
Ungmennafélagið Hvöt, ársreikningur 2014.
Bréf frá verkefnastjóra Hreyfiviku UMFÍ, Sabínu S. Halldórsdóttur, dagsett 21. desember 2015 vegna Hreyfiviku UMFÍ 2016.