Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. febrúar 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. febrúar 2016 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 29. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. janúar 2016.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram að nýju 29. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. janúar 2016.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4: Sveitamarkaður 2016.
Atvinnumálanefnd óskar eftir að sveitarstjórn afli þeirra leyfa og trygginga sem þarf til að sveitamarkaður á Borg geti orðið að veruleika. Þátttaka rekstraraðila mun liggja fyrir þann 1. apríl n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðni atvinnumálanefndar að því gefnu að næg þátttaka liggi fyrir.
b) Fundargerð 51. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) 104. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. febrúar 2016.
Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 104. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 11. febrúar 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: 1511009 - Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur lagfært lóðablað sem sýnir 24.400 m2 lóð í landi Villingavatns lnr. 170831. Fram kemur að fyrirhugað er að skipuleggja frístundabyggð á lóðinni og sýnd er aðkoma að svæðinu sem fer um núverandi frístundabyggð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Bent er á að forsenda uppbyggingar frístundabyggðar er að unnið verði deiliskipulag af svæðinu.
Mál nr. 2: 1602005 - Klausturhólar 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn um leyfi til að byggja við sumarhús á tveimur hæðum úr timbri, 79,6 m2 og 118 m3. Heildarstærð verður 131,4 m2 og 258 m3. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef engar athugasemdir berast að þá er málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 3: 1602019 - Hamrar 3: Landnotkun breytt í frístundasvæði: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Þorsteins Garðarssonar, dags. 15. janúar 2016, f.h. landeigenda Hamra 3, um að breyta landnotkun aðalskipulags úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Sveitarstjórn vísar umfjöllun um breytingu á aðalskipulagi svæðisins í vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 4: 1512008 - Hamrar 3: Lónakotsbakkar: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem kallast Lónakot í landi Hamra 3. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús (fjölskylduhús) og tjaldsvæði.
Mál nr. 5: 1508010 - Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 5.000 m2 lóðar fyrir frístundabyggð úr spildu sem heitir Tjarnarvík við Þingvallavatn. Tillagan var auglýst 22. október 2015 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með breytingum til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Mál nr. 6: 1512041 - Skyggnisbraut 2 og 2a-c: Hæðarendi: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Skyggnisbraut 2b úr landi Hæðarenda, dags. 28. janúar 2016 þar sem óskað er eftir að lóðinni verði breytt í verslunar- og þjónustulóð þar sem vera má með gistihús. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn hafnar því að lóðinni verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu né að heimilt verði að vera með gistihús á lóðinni. Lóðin er hluti af deiliskipulögðu frístundahúsahverfi þó svo að mistök hafi verið gerð í afmörkun svæðisins í aðalskipulagi og ekki er heimilt að vera með gistihús í slíkum hverfum.
Mál nr. 7: 1602018 - Stangarbraut 19 lnr. 202453: Öndverðarnes: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram fyrirspurn Guðnýjar Kristínar Ólafsdóttur, dags. 1. febrúar 2016 um hvort að heimilt verði að stækka núverandi hús á lóðinni Stangarbraut 19 úr 136,5 m2 í 234,4 m2. Lóðin er 6.300 m2 og skv. skilmálum svæðisins miðast byggingarmagn við nýtingarhlutfallið 0.03 og með þessari stækkun fer nýtingarhlutfallið í 0.037. Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi fyrirspurn þar sem það er í ósamræmi við byggingarskilmála svæðisins. Jafnframt hafnar sveitarstjórn því að skilmálum svæðisins verði breytt þar sem það væri í ósamræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags.
Mál nr. 8: 1602015 - Nesjavellir 170825: Nesjavellir spennistöð: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Rarik ohf., dags. 27. janúar 2016 um stofnun 56 m2 lóðar úr landi Nesjavalla lnr. 170825. Meðfylgjandi er lóðablað, dags. 27. janúar 2016 sem sýnir afmörkun lóðarinnar. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 8. febrúar 2016 þar sem staðfest er samráð varðandi staðsetningu lóðarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.
Mál nr. 9: 1602016 - Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Guðmundar H. Grétarsson um deiliskipulag 9,4 ha spildu úr landi Bíldsfells. Jafnframt liggur fyrir deiliskipulagstillaga Landforms ehf. dags. 26. janúar 2016 sem sýnir 12 lóðir. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.
Mál nr. 21: 1602001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-23.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2016.
3. Bréf frá stjórn Skálholtsstaðar þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hljóðkerfi fyrir kirkjuna.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Skálholtsstaðar, dagsett 30. janúar 2016 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hljóðkerfi fyrir kirkjuna. Sveitarstjórn vísar erindinu til Laugaráslæknishéraðs.
4. Bréf frá Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á staðsetningu ökutækjaleigu.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngustofu, dagsett 10. febrúar 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á staðsetningu ökutækjaleigu í Ásborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfið verði veitt.
5. Bréf frá Minjastofnun Íslands vegna umsagnar stofnunarinnar við deiliskipulagi í Tjarnarvík, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 4. febrúar 2016 vegna umsagnar við deiliskipulag í Tjarnarvík, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Umboðsmanni barna þar sem skorað er á sveitarfélög að virða Barnasáttmálan í störfum sínum.
Fyrir liggur bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 4. febrúar 2016 þar sem skorað er á sveitarfélög að virða Barnasáttmálan í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Ályktun frá stjórn Heimilis og skóla um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Heimilis og skóla, dagsett 11. febrúar 2016 þar sem fram kemur ályktun stjórnar samtakanna um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Bréfið lagt fram til kynningar.
8. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
9. Fyrirkomulag stjórnunar Kerhólsskóla.
Fyrir liggur skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar sem unnin var fyrir sveitarstjórn um æskilegt fyrirkommulag stjórnunar í Kerhólsskóla og mat á gæðum hennar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
10. Kynning á nýju skipulagi SASS.
Fyrir liggur samantekt þar sem kynnt er nýtt skipulag innan SASS, tilgangur og markmið þeirra skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið. Lagt fram til kynningar.
11. Kynningarefni frá samráðsfundi starfshóps um Ísland ljóstengt með forsvarsmönnum landshlutasamtaka.
Fyrir liggur samantekt frá samráðsfundi starfshóps um Ísland ljóstengt með forsvarsmönnum landshlutasamtaka. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 169. stjórnarfundar 22.01 2016.
SASS. Fundargerð 504. stjórnarfundar 15.01 2016.