Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. apríl 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. apríl 2016 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 30. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 31. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 32. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) 109. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. apríl 2016.
Mál nr. 13, 14, 15 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 109. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. apríl 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 13: 1604023 - Neðan-Sogsvegar 14 lnr. 169341; Sumarhús; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 14, úr landi Norðurkots, dags. 12. apríl 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 127,9 m2 frístundahús á lóðinni. Lóðin er í þjóðskrá skráð 5 ha en skv. deiliskipulagi skiptist landið í tvo hluta sem samtals eru 3,18 ha. Á lóðinni er í dag hús sem er 54,1 m2 hús byggt 1960. Þar sem ekki er afmarkaður byggingarreitur á því svæði sem fyrirhugað er að reisa nýtt frístundahús telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi svæðisins áður en hægt er að veita leyfi fyrir nýju húsi.
Mál nr. 14: 1512045 - Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 48 ha svæðis úr landi Miðengis fyrir frístundabyggð sem kallast mun Álfabyggð. Tillagan var auglýst frá 25. febrúar til 8. apríl 2016 og bárust tvær athugasemdir sem báðar varða aðkomu að svæðinu. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum.
Mál nr. 15: 1604032 - Nesjavellir-Orkuver: Orkuvinnslusvæði: Breyting á deiliskipulagi.
Fyrir liggur umsókn frá Orku náttúrunnar, dags. 15. apríl 2016 um breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Breytingin er gerð í tengslum við framkvæmdir er varðar förgun affalsvatns frá virkjuninni og er m.a. afmarkaður er byggingarreitur fyrir alt að 70 m2 dæluhús norðan aðkomuvegar að borholustæði NJ-16 auk tilheyrandi lagna. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun.
Mál nr. 27: 1604003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-28.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2016.
e) Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 25. apríl 2016.
Mál nr. 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram aðalfundargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., dags. 25. apríl 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 5: Breyting á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingu.
f) Fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 19. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 18. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 4. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2015.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2015 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 11.337.647
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. -7.448.960
Eigið fé kr. 563.029.745
Skuldir kr. 993.029.477
Eignir kr. 1.556.059.221
Veltufé frá rekstri kr. 65.431.376
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 14. júní kl. 20:00.
4. Tilboð frá Forleifastofnun Íslands vegna áætlunar um yfirferð forleifaskráningar og hugmyndavinnu í tengslum við endurskoðun aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur tilboð frá Forleifastofnun Íslands vegna áætlunar um yfirferð forleifaskráningar og hugmyndavinnu í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Félagsheimilinu Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 26. apríl 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Félagsheimilinu Borg. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
6. Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna Íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2015.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 14. apríl 2016 vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2015. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2015 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 464. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við íbúaskránna.
7. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
8. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015 – 2018, 638. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir athugasemdir við tímamörk á umsagnarfrestur þingályktunartillögunnar sé einungis ein vika. Einnig er gerð athugasemd við að gildistaka tillögunnar er árið 2015 sem löngu er runnið sitt skeið. Sveitarstjórn vill koma því á framfæri að stóraukið verði við fjármuni til viðhalds og vetrarþjónustu á núverandi vegakerfi.
9. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga, 728. mál.
Frumvarpið lagt fram.
10. Erindi vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Fyrir liggja bréf frá Máflutningsstofu Reykjavíkur, dagsett 26. apríl 2016 f.h. 8 einstaklinga á Sólheimum þar sem krafist er ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins í allt að 120 ferðir á mánuði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins. Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu máls.
11. Sameining sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir að öll sveitarfélög í Árnessýslu tilnefni tvo fulltrúa hvert í nefnd sem skoða muni kosti og galla þess að sameina Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Stefnt yrði að fyrsta fundi sameiningarnefndar í byrjun september þar sem oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps muni boða til. Óskað er eftir tilnefningum fyrir lok ágúst.
12. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að júní fundirnir frestist um viku. Fundir sveitarstjórnar sumarið 2016 verða því miðvikudagana 18. maí, 8. júní, 22. júní, 6. júlí og 24. ágúst. Fundirnir hefjast allir kl. 9:00 f.h.
13. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 25. júlí til og með 12. ágúst 2016.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 171. stjórnarfundar 20.04 2016.
Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dagsett 20. apríl 2016 með tillögum sem samþykktar voru á 94. héraðsþingi HSK þann 12. mars s.l.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársskýrsla 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga, skýrsla skólaþings sveitarfélaga 2015.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf., ársreikningur 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
RARIK, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Byggðastofnun, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.