Fara í efni

Sveitarstjórn

391. fundur 08. júní 2016 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. maí 2016.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. maí 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 34. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 18. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 16. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 10. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. maí 2016.
Sveitarstjórn þakkar nemendum Kerhólsskóla góðar ábendingar um það sem betur má fara í umgengni við gámastöðina í Seyðishólum. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     111. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. maí 2016.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 111. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. maí 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1501016 - Þrastahólar 2-10: Búrfell: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar sem nær til lóðanna við Þrastahóla 2, 4, 6, 8 og 10. Í breytingunni felst breytt hnitsetning á vesturhluta lóðanna til samræmis við aðliggjandi lóðir úr landi Ásgarðs.

Þar sem engar athugasemdir bárust á kynningartíma samþykkir sveitarstjórn samhljóða breytinguna.

Mál nr. 2: 1605042 - Öndverðarnes 2 lóð 170099: Nýtt smáhýsi á lóð: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Öndverðarnes 2, lnr. 170099, dags. 5. maí 2016 um hvort heimilt verði að setja niður smáhýsi á lóðinni. Ef umrætt hús verður stærra en smáhýsi skv. lið g. í grein 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með s.br. þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins og leita eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá vegi.

Mál nr. 3: 1605043 - Ásborgir 6-12 og 36-48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Grímsborga ehf., dags. 11. maí 2016 um breytingu á deiliskipulag Ásborga sem felst í að lóðir nr. 36, 38, 40, 42, 44, 46 og 48 verði sameinaðar í eina 38.875 m2 lóð og að byggingarreitur verði 50 m frá þjóðvegi. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiningu lóða nr. 6, 8, 10 og 12 í 18.588 m2 lóð. Er gert ráð fyrir að á þessum lóðum verði heimilt að byggja fleiri en eitt gistihús á þessum lóðum. Að mati sveitarstjórnar eru skipulagsskilmálar fyrir sameinaðar lóðir ekki nægjanlega skýrir og er erindinu því hafnað.

Mál nr. 4: 1605049 - Nesjavellir 209139: Hótellóð: Stækkun lóðar: Umsókn.
Fyrir liggur umsókn frá Eflu Suðurlandi, dags. 20. maí 2016 ásamt uppdrætti sem sýnir stækkun lóðarinnar Nesjavellir lrn. 209139 úr 17.061,5 m2 í 18.543,5 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki landeigenda. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 5: 5. 1604058 - Öndverðarnes 2 lóð 170114: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bílgeymsla.
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með risi og bílskúr úr timbri. Heildarstærð er 222,1 m2 og 669 m3. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðahöfum. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Mál nr. 15: 1605001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-30.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. maí 2016.

e)      Fundargerð 5. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 25. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 8. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 27. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Klausturhólum A-Götu 20, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 26. apríl 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Klausturhólum A-Götu 20, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt og óskar eftir að fá sent afrit af rekstrarleyfi þegar það verður gefið út.

 
 4.        Tölvupóstur frá Jörgen Má Ágústssyni vegna meistararitgerðar um bótaákvæði skipulagslaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jörgen Má Ágústssyni, dags. 1. júní 2016 þar sem boðin er til kaups meistararitgerð hans um bótaákvæði skipulagslaga. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
5.        Tölvupóstur frá Einari Skúlasyni vegna Wapp – Walking app, smáforrit fyrir snjallsíma.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Einari Skúlasyni, dagsett 1. júní 2016 þar sem kynnt er smáforritið Wapp – Walking app. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.        Stefna vegna Illagils 21, Lárus Helgason gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur stefna frá Sveini Guðmundssyni hrl. f.h. eigenda Illagils 21, dagsett 10. maí 2016 þar sem krafist er að felld verði úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar frá 16. júní 2015 um að fjarlægja jarðvegsmön af lóðinni við Illagil 21. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
7.        Greinargerð varnaraðila í Héraðsdómsmál nr. V-2/2016, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl f.h. sveitarfélagsins í  Héraðsdómsmál nr. V-2/2016, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Greinargerðin lögð fram.

 
8.        Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um timbur og timburvörur, 785. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
9.        Bréf frá Veritas Lögmönnum f.h. forsvarsmanna Kerhrauns sumarhúsafélags þar sem krafist er afstöðu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps til veghalds gömlu Biskupstungnabrautar.
Fyrir liggur bréf frá Veritas Lögmönnum f.h. forsvarsmanna Kerhrauns sumarhúsafélags, dagsett 27. maí 2016 þar sem krafist er afstöðu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps til veghalds gömlu Biskupstungnabrautar. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
10.    Náma sveitarfélagsins í Seyðishólum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að efnistökuáætlun verði unnin fyrir Seyðishóla þar sem tekið verði tillit til núverandi stöðu og áætlun um frágang á eldra efnistökusvæði.

 
11.    Lagning á ljósleiðararöri.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja ljósleiðararör samhliða framkvæmdum RARIK frá Jórukleif að hreppamörkum. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins er kr. 800.000.

  


Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 172. stjórnarfundar 25.05 2016.
SASS.  Fundargerð  509. stjórnarfundar 18.05 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 839. stjórnarfundar, 27.05 2016.
Landskerfi bókasafna hf. Fundargerð aðalfundar, 10.05.2016.
Landskerfi bókasafna hf., ársreikningur 2015.

Getum við bætt efni síðunnar?