Fara í efni

Sveitarstjórn

392. fundur 22. júní 2016 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. júní 2016. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. júní 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 54. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. júní 2016.

Mál nr. 2 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 54. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 7. júní 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Kennslukvóti.
Fyrir liggur tillaga að kennslukvóta næsta skólaárs. Áætlað er að nemendafjöldi verði 46 börn, kennslukvótinn 213,3 og stöðugildi kennara 8,2. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kennslukvóta. Sveitarstjóra og skólastjóra falið að koma með tillögur að aðhaldsaðgerðum vegna rekstur skólans fyrir næsta skólaár á næsta fund sveitarstjórnar.

Mál nr. 4: 10. bekkur.
Skólaárið 2016-2017 er fyrsti veturinn þar sem Kerhólsskóli er heilstæður skóli upp í 10. bekk og því hefur ekki verið gert ráð fyrir unglingastigi á skólalóðinni. Fræðslunefnd óskar eftir að sveitarstjórn bæti úr því og setji upp skólahreystibraut og/eða hjólabrettaramp. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

b)     112. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. júní 2016.

Mál nr. 9, 10, 11 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 112. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 9. júní 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar; 


Mál nr. 9: 1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir baðaðstöðu á svæði umhverfis núverandi fjárhús og hlöðu á jörðinni Hæðarendi, sunnan frístundabyggðar við Selhól. Gert er ráð fyrir að breyta núverandi húsum í þjónustubyggingu í tengslum við starfsemina auk þess sem heimilt verð að byggja allt að 900 m2 til viðbótar. Aðgengi að svæðinu verður um núverandi veg frá Búrfellsvegi. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn Heilbrigðieftirlits Suðurlands dags. 19. maí 2016 og Vegagerðarinnar dags. 14. apríl 2016. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð við athugasemdum sem fram koma í umsögn Heilbrigðieftirlits Suðurlands.

Mál nr. 10: 1606012 - Nesjar 170896 (Hestvíkurvegur 24): Bátaskýli: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Páls Hjaltasonar dags. 25. maí 2016, f.h. eiganda Hestvíkurvegar 24 í landi Nesja um hvort að heimilt verði að reisa bátaskýli skv. meðfylgjandi teikningum. Samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar skulu mannvirki frístundahúsalóða ekki vera nær lóðarmörkum en 10 m. Þá eru einnig ákvæði í reglugerðinni um að ekki megi byggja nær ám og vötnum en 50 m. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er jafnframt gert ráð fyrir að ekki verði byggt nær Þingvallavatni en 100 m að jafnaði. Í ljósi þessa hafnar sveitarstjórn því að byggt verði bátaskýli í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Mál nr. 11: 1605055 - Lyngbrekka 2: Færsla byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Lyngbrekku 2 í landi Syðri-Brúar um hvort að heimilt verði að reisa frístundahús á púða sem stendur utan við byggingarreit lóðarinnar. Að mati sveitarstjórnar er forsenda þess að byggt verði á núverandi púða sú að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er slík breyting óveruleg og samþykkir samhljóða áðurnefnda breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.

Mál nr. 18: 1605004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-31.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. júní 2016.

c)      Fundargerð 36. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 9. júní 2016.
Gerð er athugsemd við upptalningu fundarmanna í fundargerðinni. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Tilnefning á fulltrúum í nefnd sem skoðar kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu.
Borist hefur svar frá öllum sveitarfélögum í Árnessýslu nema Bláskógabyggð um tilnefningu nefndar um sameingarmál. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að Gunnar Þorgeirsson og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins í nefndinni. Ingibjörg Harðardóttir greiðir atkvæði á móti.

 
4.        Beiðni um styrk frá mótsstjórn Landsmóts skáta vegna Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni.
Á fundi sveitarstjórnar þann 21. október s.l. var lagt fram bréf frá mótsstjórn Landsmóts skáta, dagsett 9. október 2015  þar sem óskað er eftir styrk vegna Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni. Varaoddvita var falið að ræða við mótsstjórn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk vegna Landsmóts skáta að fjárhæð kr. 800.000.

 
5.        Beiðni um styrk frá stjórn Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórn heimsmóts skáta vegna World Scout Moot 2017 á Íslandi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 21. október s.l. var lagt fram bréf frá stjórn Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórn heimsmóts skáta, dagsett 12. október 2015  þar sem óskað er eftir styrk vegna World Scout Moot 2017 á Íslandi. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk vegna World Scout Moot 2017 á Íslandi að fjárhæð kr. 1.200.000.

 
6.        Lántaka Héraðsnefndar og Brunavarna Árnessýslu.
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir samhljóða hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Héraðsnefndar Árnesinga bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Héraðsnefnd Árnesinga bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir samhljóða hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 74.000.000 kr. til 8 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggur fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á tankbifreiðum og slökkvistöð í Árnesi sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 
7.        Kjörskrá og kjörfundur.
Kjörskrá vegna kosninga til forseta Íslands er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 334 aðilar, 183 karlar og 151 kona. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní n.k. í samræmi við 27. gr. laga nr. 24/2000, sbr. lög nr. 36/1945. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 25. júní n.k.   

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður vegna kosninga til forseta Íslands þann 25. júní n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

 
8.        Tölvupóstur frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir athugasemdum við að gefið verði út rekstrarleyfi á nýja kennitölu vegna sameiningar þriggja fyrirtækja.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 16. júní 2016 þar sem óskað er eftir athugasemdum við að gefið verði út rekstrarleyfi á nýja kennitölu vegna sameiningar þriggja fyrirtækja. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu nýs rekstrarleyfis.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Viðeyjarsundi 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 15. júní 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Viðeyjarsundi 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt og óskar eftir að fá sent afrit af rekstrarleyfi þegar það verður gefið út.

 
10.    Tölvupóstur frá Þórunni B. Heimisdóttur f.h. Grifflu, bókaforlags þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að gefa út notendavæna rafvæna útgáfu af öllum Íslendingasögunum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Þórunni B. Heimisdóttur f.h. Grifflu, bókaforlags, dags. 13. júní 2016 þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að gefa út notendavæna rafvæna útgáfu af öllum Íslendingasögunum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Bréf frá framkvæmdastjórum Ferðafélags Íslands og Brúarsmiðjunnar þar sem óskað eftir samtali við nokkur sveitafélög um merkingar gönguleiða og upplýsingaskilti á Mosfellsheiði.
Fyrir liggur bréf frá frá framkvæmdastjórum Ferðafélags Íslands og Brúarsmiðjunnar, dagsett 2. júní 2016 þar sem óskað eftir samtali við nokkur sveitafélög um merkingar gönguleiða og upplýsingaskilti á Mosfellsheiði. Sveitarstjórn hafnar erindinu. 

 
12.    Bréf frá Jónu H. Guðmundsdóttur forstöðumanns Bataseturs þar sem óskað er eftir styrk vegna starfssemi Batasetursins.
Fyrir liggur bréf frá Jónu H. Guðmundsdóttur forstöðumanns Bataseturs, dagsett 1. júní 2016 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfssemi Batasetursins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
13.    Tölvupóstur frá Skipulagfulltrúa Mosfellsbæjar, Finni Birgissyni vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Skipulagfulltrúa Mosfellsbæjar, Finni Birgissyni, dags. 13. júní 2016 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingar.

 
14.    Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir ábendingum um breytingar á ákvæðum laga nr. 106/2000 um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 8. júní 2016 um þar sem óskað er eftir ábendingum um breytingar á ákvæðum laga nr. 106/2000 um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Erindið lagt fram.

 
15.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 – 2019, 765. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
16.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016 – 2019, 764. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 840. stjórnarfundar, 02.06 2016.
Háskólafélag Suðurlands ehf. Fundargerð 8. aðalfundar, 01.06 2016.
Háskólafélag Suðurlands ehf., ársreikningur 2015.
Varasjóður húsnæðismála. Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2015.
Byggðasafn Árnesinga, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?