Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. júní 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. júní 2016 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 113. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. júní 2016.
Mál nr. 1, 2, 3 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 113. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. júní 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: 1606060 - Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Hengils fasteigna ehf. dags. 16. júní 2016 um heimild til að stækka núverandi hótel um u.þ.b. 1.100 m2 til norðvesturs í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Að mati sveitarstjórnar er forsenda þess að hægt sé að veita leyfi fyrir stækkun hótelsins um rúma 1.000 m2 að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.
Mál nr. 2: 1606031 - Miðborgir: Frístundabyggð: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn félags lóðareigenda í Miðborgum í landi Miðengis dags. 10. maí 2016 um að skilmálum frístundabyggðarinnar verði breytt þannig að heimilt verði byggja 40 m2 aukahús í stað 25 m2 eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Þar sem tillaga um breytingu á skilmálum hverfisins var samþykkt á aðalfundi félags lóðareigenda telur sveitarstjórn að breytingin sé óveruleg og samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga þar sem fyrir liggur samþykkt aðalfundar sumarhúsafélagsins.
Mál nr. 3:1602016 - Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag.
Fyrir liggur lagfærð tillaga að deiliskipulagi 12 frístundahúsalóða á spildu úr landi Bíldsfells (Bíldsfell 6, land 5, lnr. 220399). Samkvæmt erindi hefur verið komið til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að lóð nr. 11 verði felld út og að fyrirhuguð borhola verði staðsett þannig að vatnsverndarsvæði hennar hafi ekki áhrif á aðliggjandi land. Þá þurfa nýjar umsagnir Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands einnig að liggja fyrir. Jafnframt þarf að gera breytingar á texta greinargerðar í samráði við skipulagsfulltrúa.
Mál nr. 18: 1606003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-32.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. júní 2016.
b) Fundargerð 37. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 23. júní 2016.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 37. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 23. júní 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: 1511069 – Farartæki.
Fyrir liggur í samþykktri fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2016 að gert var ráð fyrir kaupum á tveimur nýjum Toyota Hilux bílum. Búið er að panta bílana og er von á öðrum um næstu mánaðarmót og hinum um mánuði síðar. Heildarverð bílana er um 13 milljónir og er gert ráð fyrir að taka 70% lán hjá Ergo til 5 ára. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða lántöku vegna bifreiðakaupanna.
Mál nr. 2: 1511013 – Gjaldskrá.
Fyrir liggur tillaga að breyttri gjaldskrá byggðasamlagsins til að koma til móts við breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð varðandi tilkynntar framkvæmdir. Þá hafa verið gerðar minniháttar breytingar á rúmmetragjaldi íbúðarhúsa og þjónustuhúsnæði og tímagjaldi starfsmanna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá byggðasamlagsins.
c) Fundargerð 15. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 28. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 6. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 27. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 19. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 19. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð vorfundar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 19. maí 2016.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð vorfundar byggðasamlagsins Bergrisans bs., dags. 19. maí 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Þjónustusamningur sveitarfélaganna sem standa að Bergrisanum.
Fyrir liggur að samningur aðildarsveitarfélaganna sem standa að Bergrisanum rann út um síðastliðin áramót. Nýr samningur liggur jafnframt fyrir með fundargerðinni og er eina breytingin á fyrri samningi að samningurinn gildir út kjörtímabilið eða til desember 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita hann f.h. sveitafélagsins.
3. Kerhólsskóli
Á fundinn kom skólastjóri Kerhólsskóla, Jóna Björg Jónsdóttir og fór yfir stöðu mála hjá Kerhólsskóla fyrir skólaárið 2016 – 2017.
4. Umsókn um námsstyrk starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur ein umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla og umsókninni fylgir meðmæli skólastjóra Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja starfsmanninn til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna kostnaðar við skólagjöld og til bókakaupa.
5. Tölvupóstur frá eigendum Sogsbakka 2 vegna hliðamála við veginn að Sogsbökkum og Fljótsbakka.
Fyrir liggur tölvupóstur frá eigendum Sogsbakka 2, dags. 20. júní 2016 þar sem farið er fram á að hliðið inn á Sogsbakka norður verði fjarlægt. Ekki liggur fyrir heimild til að setja niður hlið við Sogsbakka. Samþykkt að fela skipulags og byggingarnefnd að koma með tillögu að reglum um hlið á öllu svæðinu. Nauðsynlegt er að hafa tryggt aðgengi vegna þjónustu sveitarfélagsins og öryggismála á sumarhúsasvæðum.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Brúnavegi 38, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. júní 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Brúnavegi 38, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt og óskar eftir að fá sent afrit af rekstrarleyfi þegar það verður gefið út.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kjarrbraut 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kjarrbraut 21, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt og óskar eftir að fá sent afrit af rekstrarleyfi þegar það verður gefið út.
8. Bréf frá Falcor ehf. þar sem kynntir er möguleikar á kvikmynduðu markaðsefni fyrir sveitarfélagið.
Fyrir liggur bréf frá Falcor ehf. þar sem sveitarfélaginu er boðin kynning á möguleikum á kvikmynduðu markaðsefni fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
9. Bréf frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2017.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 14. júní 2016 um árlegt endurmat allra fasteigna fyrir árið 2017. Fasteignamat eigna í sveitarfélaginu munu hækka um 5,3% og lóða um 5,9% á árinu 2017. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Rammaáætlun, verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Fyrir liggur að skila eigi inn athugasemdum við rammaáætlun, 3. áfanga, fyrir 3. ágúst n.k. Oddvita falið að taka saman athugasemdir ef einhverjar eru og senda til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 841. stjórnarfundar, 24.06 2016.
Leikfélagið Borg. Fundargerð aðalfundar, 17.05.2016.
Leikfélagið Borg, ársreikningur 2015.
Ríkislögreglustjóri, almannavarnardeild. Fundargerð frá vísindamannaráði almannavarna, 23.06 2016.
SÍBS blaðið, 2. tbl. 32. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
OR, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
OR, ársreikningur 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
OR, umhverfisskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.