Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Íbúafundur.
b) Næsti fundur sveitarstjórnar.
c) Skólasel.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. júlí 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. júlí 2016 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 5. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) 114. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. júlí 2016.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17, 22 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 114. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. júlí 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 12: 1607005 - Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn hótels: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga frá Eflu, verkfræðistofu f.h. Hengils Fasteigna, tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Nesjavellir 209139 þar sem starfrækt er hótelið ION Luxury Adventure Hotel. Þá liggur einnig fyrir matslýsing vegna deiliskipulagsins. Hótelið er í dag rúmlega 2.300 m2 en tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að stækka það um allt að 1.500 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og matslýsingu, með fyrirvara um að gerð verði breyting á afmörkun aðliggjandi deiliskipulagssvæðis. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun matslýsingu til umsagnar auk þess að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands.
Mál nr. 13: 1607006 - Villingavatn 170831: Villingavatn 3: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn eigenda Villingavatns 1, dags. 5. júlí 2016 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 61,4 ha land úr jörðinni. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að stofnað verði nýtt lögbýli á landinu. Meðfylgjandi er lóðablað, dags. júní 2016 sem sýnir hnitsetta afmörkun landsins ásamt óundirrituðu samkomulagi milli landeigenda og ábúenda. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur undirritað samkomulag við ábúenda jarðarinnar og gögn hafi verið lagfærð.
Mál nr. 14: 1607010 - Kerið: Grímsnesi: Salernisaðstaða: Stöðuleyfi.
Fyrir liggur umsókn Kerfélagsins ehf., dags. 7. júlí 2016 um stöðuleyfi fyrir salerni á athafnasvæði við bílastæði við Kerið. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og tæknisviðs.
Mál nr. 15: 1606064 - Nesjavallarvirkjun: Stækkun á niðurrennslisveitu: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 22. júní 2016 um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar niðurrennslisveitu á Nesjavöllum. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla sem nýlega tók gildi. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Byggingarfulltrúi sér um að gefa út leyfi fyrir byggingarleyfisskyldum framkvæmdum.
Mál nr. 16: 1606070 - Stangarhylur: Náma E22a við Stangarlæk: Efnistaka: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Birgis Leós Ólafssonar, dags. 3. júní 2016, f.h. Magnúsar I. Jónssonar, um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu (Stangarhylsnámu) sem merkt er E22a í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Náman er á spildu úr landi Þóroddsstaða og liggur að Stangarlæk og Laugarvatnsvegi. Gert er ráð fyrir að taka megi allt að 149.900 m3 á 49.950 m2 svæði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 27. maí 2016 um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir áætlun um frágang á eldra námusvæði.
Mál nr. 17: 1604058 - Öndverðarnes 2 lóð 170114: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bílgeymsla.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir 222,1 m2 frístundahúsi á lóðinni Öndverðarnes 2 lóð 170114. Tillagan var kynnt með bréfi, dags. 30. maí 2016 með athugasemdafresti til 28. júní. Ein athugasemd barst með bréfi, dags. 26. júní 2016. Að mati sveitarstjórnar gefur innkomin athugasemd ekki tilefni til að umsókn um byggingarleyfi verði hafnað. Stærð frístundahússins er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um nýtingarhlutfall og þá er ekki talið að hæð hússins hafi neikvæð áhrif á aðliggjandi lóðir. Í athugasemd er nefnt hvort að ekki megi staðsetja húsið annarsstaðar á lóðinni en vegna nálægðar við Biskupstungnabraut er það ekki mögulegt.
Mál nr. 22: 1607011 - Hlið í frístundahúsahverfum.
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, þann 6. júlí 2016 var bókað að fela skipulags- og byggingarnefnd að koma með tillögu að reglum um hlið á öllu svæðinu.
Skipulagsnefnd felur starfsmönnum embættisins að koma með tillögur um hvernig tryggja megi aðgengi starfsmanna sveitarfélagsins að frístundahúsahverfum á svæðinu. Lagt fram til kynningar.
Mál nr. 23: 1606006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-33.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. júní 2016.
c) 115. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. ágúst 2016.
Mál nr. 11, 12, 13 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 115. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. ágúst 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 11: 1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi baðstaðar í landi Hæðarenda ásamt viðbrögðum umsækjenda við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við fyrirliggjandi svörum umsækjenda.
Mál nr. 12: 1607048 - Þórsstígur 27 lnr. 178826: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Þórsstígur 27 í landi Ásgarðs, dags. 16. júní 2016 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á skilmálum frístundabyggðar við götuna til samræmis við önnur hverfi í landi Ásgarðs. sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að skilmálum frístundahúsalóða við Þórsstíg verði breytt til samræmis við skilmála aðliggjandi lóða í landi Ásgarðs, þ.e. að nýtingarhlutfall lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03 og að heimilt verði að byggja allt að 40 m2 aukahús. Þessi breyting verður auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 13: 1512045 - Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 30. júní 2016 um deiliskipulag frístundabyggðarinnar Álfabyggð í landi Miðengis. Þar kemur fram að setja þarf skilmála sem taka mið af umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2014 um verndun innan svæðisins. Þá er lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi þar sem bætt hefur verið texta í greinargerð um að við staðsetningu húsa þurfi að hafa umsögn Umhverfisstofnunar í huga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna að nýju með breytingum á greinargerð til að koma til móts við umsögn Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 21: 1607002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-34.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2016.
d) Fundargerð 9. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 28. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.
4. Félagsmiðstöðin Borg.
Fyrir liggur minnisblað Ingibjargar Harðardóttur,sveitarstjóra um rekstur á Félagsmiðstöðinni Borg. Undanfarin ár hafa unglingar úr Bláskógabyggð stundað Félagsmiðstöðina Borg og í minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin leggi félagsmiðstöðinni til rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000 hvort. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Félagsmiðstöðina Borg um 300.000 kr.
5. Bréf frá stjórnendum Kerhólsskóla vegna aðgangs að Íþróttamiðstöðinni Borg.
Fyrir liggur bréf frá skólastjórnendum Kerhólsskóla um að starfsmenn Kerhólsskóla fái aðgang að Íþróttamiðstöðinni Borg á afsláttarkjörum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi fái 50% afslátt af útgefinni gjaldskrá.
6. Byggðaráðstefnan 2016.
Fyrir liggur að Byggðaráðstefnan 2016 verður haldin í Breiðdalsvík dagana 14. og 15. september n.k. Lagt fram til kynningar.
7. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 26. ágúst n.k. í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
8. Beiðni um styrk frá Halldóri Þorbjörnssyni vegna þátttöku hans á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Halldóri Þorbjörnssyni, dags. 21. júlí 2016 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna þátttöku hans á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi styrkbeiðni.
9. Tölvupóstur frá Tónsmiðju Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi með tónlistarkennslu barna í sveitarfélaginu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Tónsmiðju Suðurlands, dags. 18. ágúst 2016 þar sem sem óskað er eftir samstarfi með tónlistarkennslu barna í sveitarfélaginu. Óskað er eftir að námskeiðsgjöldin verði niðurgreidd líkt og hjá Tónlistarskóla Árnesinga. Þrjú börn í sveitarfélaginu stunda tónlistarnám í Tónsmiðju Suðurlands. Sveitarstjórn hafnar niðurgreiðslu tónlistarnám til Tónsmiðju Suðurlands þar sem nám í Tónsmiðjunni er styrkhæft í tómstundastyrk sem sveitarfélagið veitir börnum og unglingum sveitarfélagins.
10. Bréf frá formanni Velferðarvaktarinnar um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.
Fyrir liggur bréf frá formanni Velferðarvaktarinnar, Siv Friðleifsdóttur, dagsett 9. ágúst 2016 um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki. Sveitarstjórn tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í bréfinu að rétt sé að halda kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa í algjöru lágmarki. Í Kerhólsskóli hefur slíkt verið gert með því að í yngstu bekkjum eru ekki sendir út innkaupalistar heldur sér skólinn um innkaup á skólavörum og er kostnaði foreldra þannig haldið í algjöru lágmarki. Þrátt fyrir þetta er ljóst að enn er hægt að gera betur og hvetur sveitarstjórn skólastjórnendur til að beita sér fyrir samræmingu innkaupalista og að ávallt sé haft í huga að kostnaður vegna skólagagna verði eins lágur og nokkur er kostur.
11. Bréf frá framkvæmdarstjóra Bændasamtaka Íslands vegna ályktana Búnaðarþings 2016.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Bændasamtaka Íslands, Sigurði Eyþórssyni, dagsett 9. ágúst 2016 þar sem greint er frá ályktun af Búnaðarþingi 2016 vegna fjallskila. Jafnframt er óskað eftir svörum við nokkrum spurningum um framkvæmd fjallskila. Sveitarstjóra falið að svara spurningum Bændasamtakanna.
12. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Hlíð, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 22. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Hlíð, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
13. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Áslundi / Miðengi 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 6. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Áslundi / Miðengi 17, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
14. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Álftavík, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 6. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Álftavík, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
15. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Illagili 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 12. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Illagili 21, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
16. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. júlí 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið.
17. Bréf frá Ívari Pálssyni, hrl. f.h. eigenda að Lækjarbakka 9 þar sem mótmælt er endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C.
Fyrir liggur bréf frá Ívari Pálssyni hrl., f.h. eigenda að Lækjarbakka 9, dagsett 26. júlí 2016 þar sem mótmælt er endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C. Jafnframt liggur fyrir svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. Sveitarstjórn staðfestir svarbréf lögmanns sveitarfélagsins.
18. Bréf frá Birni Jónssyni hrl., eigenda Undirhlíðar 36, þar sem mótmælt er endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C.
Fyrir liggur bréf frá Birni Jónssyni hrl., eigenda Undirhlíðar 36, dagsett 26. júlí 2016 þar sem mótmælt er endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C. Jafnframt liggur fyrir svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. Sveitarstjórn staðfestir svarbréf lögmanns sveitarfélagsins.
19. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd vegna kæru eigenda Ásabrautar 26 á endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 19. júlí 2016 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru eigenda Ásabrautar 26 á endurálagningu fasteignaskatts úr flokki A í flokk C. Einnig liggur fyrir umsögn lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. Sveitarstjórn staðfestir umsögn lögmannsins.
20. Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála vegna kæru á útgáfu byggingarleyfa fyrir sumarhús í Kerbyggð.
Fyrir liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 9. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir gögnum og athugasemdum vegna kæru á útgáfu byggingarleyfa fyrir sumarhús í Kerbyggð. Einnig liggur fyrir bréf með athugsemdum og gögnum frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. Sveitarstjórn staðfestir bréf lögmannsins
21. Stefna vegna ferðaþjónustu fatlaðra einstaklinga á Sólheimum.
Fyrir liggur stefna frá Daníel Isebarn Ágústssyni hrl., f.h. sjö þjónustuþega á Sólheimum á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Er þess krafist að felldar verði úr gildi stjórnvaldsákvarðanir stefndu frá 24. júní 2016 um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins. Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu máls.
22. Beiðni Velferðarráðuneytisins um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.
Fyrir liggur beiðni frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 20. júlí 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum. Lagt fram til kynningar.
23. Beiðni Velferðarráðuneytisins um umsögn á frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir.
Fyrir liggur beiðni frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 20. júlí 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir. Lagt fram til kynningar.
24. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.
Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dagsett 18. ágúst 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál. Lagt fram til kynningar.
25. Minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiðsla á hvert minkaskott sem veitt er í sveitarfélaginu verði 4.500 kr.
26. Fulltrúi í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista í fjallskilanefnd, Kjartan Gunnar Jónsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar C-lista tilnefna Björn Snorrason sem aðalfulltrúa sinn í fjallskilanefnd og Guðrúnu S. Sigurðardóttur sem varafulltrúa út kjörtímabilið 2014 – 2018.
27. Önnur mál.
a) Íbúafundur.
Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. var samþykkt að halda íbúafund þann 14. júní 2016. Vegna þátttöku Íslendinga á EM var þeim fundi frestað og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að íbúafundur verði haldinn þriðjudaginn 27. september n.k. kl. 20:00 í Félagsheimilinu Borg.
b) Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar verði þann 7. september n.k. og hefjist kl. 11:00.
c) Skólasel.
Sveitarstjórn felur stjórnendum Kerhólsskóla að gera könnun meðal foreldra barna í 1. – 4. bekk um áhuga á þátttöku í skólaseli á miðvikudögum.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 173. stjórnarfundar 01.06 2016.
SASS. Fundargerð 510. stjórnarfundar 05.08 2016.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur og ársskýrsla 2015.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, ársskýrsla 2015.