Fara í efni

Sveitarstjórn

400. fundur 23. nóvember 2016 kl. 09:00 - 12:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 9. nóvember 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 9. nóvember 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 57. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 37. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. október 2016.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 37. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. október 2016.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Borg í sveit.
Fyrir liggur að umfang viðburðarins „Borg í sveit“ hefur aukist verulega milli ára. Atvinnumálanefnd óskar eftir að sveitarstjórn ráði starfsmann til að halda utan um viðburðinn og getur nefndin verið starfsmanninum innan handar sé þess óskað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að lausn málsins í samstarfi við nefndina.

Mál nr. 2: Þjónustudagatal 2017.
Atvinnumálanefnd óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar fyrir útgáfu viðburðardagatals líkt og gert var fyrir árin 2015 og 2016. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðburðardagatal fyrir árið 2017 verði gert.

  
c)      Fundargerð 38. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 121. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. nóvember 2016.

Mál nr. 9, 10 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 121. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. október 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1611010 - Nesjavellir lóðir 3 - 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn frá Eflu verkfræðistofu, dags. 26. október 2016, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, um breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Í breytingunni felst að suðurmörk lóða nr. 3-5 og 9-11 færast til norðurs og þær minnka miðað við gildandi deiliskipulag.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á stærð lóðanna í deiliskipulagi en telur að úr því að verið er að gera breytingu á svæðinu ætti að bæta við skilmálum hvað varðar fráveitu í samræmi við reglugerð nr. 650/2006. Einnig að skýra þurfi betur út hvort og þá með hvaða hætti standa megi að endurnýjun húsa á svæðinu m.t.t. fjarlægðar þeirra frá Þingvallavatni. Afgreiðslu málsins frestað.

Mál nr. 10: 1611019 - Laugarvatn 224243: Land Grímsnes- og Grafningshrepps: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur tillaga að lóðablaði sem sýnir land sem Grímsneshreppur keypti úr landi Laugarvatns árið 1917. Landið hefur aldrei verið stofnað en fyrir liggur kaupsamningur frá 1917 milli Böðvars Magnússonar og hreppsnefndar Grímsneshrepps. Skipulagsfulltrúa falið að útfæra nánar greinargerð með lóðablaði í samráði við skipulagsráðgjafa.

Mál nr. 16: 1610006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-41.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2016.

e)      Fundargerð 40. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 10. nóvember 2016.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 40. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 10. nóvember 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Fjárhagsáætlun 2016 – 1510041.
Fyrir liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 miðað við endurútreiknaða kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna byggða á stöðu mála þann 26. október s.l. Einnig liggur  fyrir að skipulagsnefnd hefur samþykkt að laun nefndarmanna hækki ekki í samræmi við nýorðnar breytingar á þingfararkaupi heldur haldi sama krónutala sér. Sveitarstjórn staðfestir endurskoðaða fjárhagsáætlun og laun skipulagsnefndar.

Mál nr. 2: Fjárhagsáætlun 2017 – 1610031.
Fyrir liggur áætlun næsta fjárhagsárs fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.  Hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps í embættinu er áætlaður 38.459.448 kr. fyrir árið 2017. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun og gert verður ráð fyrir þessum fjárhæðum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

f)       Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 12. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
g)      Fundargerð 27. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 10. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 1. fundar starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, 7. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Samningur um Laugarásjörðina.
Fyrir liggur samningur um umsjón Bláskógabyggðar á jörðinni Laugarás sem er í eigu uppsveitanna fjögurra, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur Gunnari Þorgeirssyni, oddvita að undirrita samninginn.

 
4.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kiðjabergi lóð 112, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. nóvember 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kiðjabergi lóð 112, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
5.        Bréf frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélagsins vegna áforma um að rannsaka og setja upp vindlund.
Fyrir liggur bréf frá Katli Sigurjónssyni, dagsett 15. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélagsins vegna áforma um að rannsaka og setja upp vindlund. Sveitarstjórn felur oddvita og / eða sveitarstjóra að vera í sambandi við Ketil.

 
6.        Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar á endurmati fasteignamats á eigninni Hestur lóð 168520.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 10. nóvember 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni, Hestur lóð 168250, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar á endurmati fasteignamats á eigninni Farbraut 17.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 10. nóvember 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Farbraut 17, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

  
8.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2017 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2017 fá Samtökum um kvennaathvarf að fjárhæð kr. 150.000.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Hæðarbrúnarvegar          nr. 3804 af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 17. nóvember 2016 til eigenda Hæðarbrúnar þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Hæðarbrúnarvegar nr. 3804 af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Fyrir drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Jafnframt liggja fyrir umsagnir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur undir athugsemdir og umsagnir samtakanna við reglugerðina.

 
11.    Vegaúttekt á Suðurlandi.
Oddviti kynnti niðurstöðu Ólafs Guðmundsonar vegna úttektar á vegakerfi í uppsveitum Árnessýslu, Flóahreppi og Ásahreppi. Haldinn var opinn fundur í Þingborg þann 17. október s.l. þar sem Ólafur kynnti niðurstöður sínar. Lagt fram til kynningar.

 
12.    Laun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar verði óbreytt, þ.e. frá 1. júní 2016 þar til Alþingi Íslands hefur fjallað um úrskurð Kjararáðs.

 
13.    Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2017.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2017.

 
 Útsvarshlutfall árið 2016 verði óbreytt 12,44%.

Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

 
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2017 eru eftirfarandi:

 
Tekjur einstaklinga                           Tekjur hjóna                                      Niðurfelling

Allt að 2.519.000                               Allt að 3.773.000                                           100%

Milli 2.519.001 – 2.926.000              Milli 3.773.001 – 4.345.000                           75%

Milli 2.926.001 – 3.388.000              Milli 4.345.001 – 4.917.000                           50%

Milli 3.388.001 – 3.773.000              Milli 4.917.001 – 5.500.000                           25%

                        
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

 
Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 9.180 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

 
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,2% af fasteignamati húss.

 
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 192.500.

 
Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:

 
Sorphirðugjald:

Ílátastæðir                   Grátunna                    Blátunna                     Græntunna

240 L ílát                    17.364 kr.                     7.532 kr.                        7.532 kr.

660 L ílát                    50.104 kr.                   23.054 kr.                      23.054 kr.

1.100 L ílát                 82.343 kr.                   37.265 kr.                      37.265 kr.

8.000 L ílát               211.877 kr.

3.000 L ílát               151.624 kr.

 

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       21.000 kr.

Frístundahúsnæði                  15.403 kr.

Lögbýli                                   10.269 kr.

Fyrirtæki                                23.698 kr.

 
Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3 m3 vikulega.

Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3         5.000 kr.

 
Vatnsveita, vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús. 

Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.

Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti.

Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 449.500.

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 667.650. 

Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000.

Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

 
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

 
Hitaveita, 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði hækkar úr kr. 2.382 í kr. 2.477.

B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 2.124 á mánuðií kr. 2.209.

C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 113,30 í kr. 117,80.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 7.431 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

            C1 Stærð mælis/hemils DN 15    1.181 kr.

            C2 Stærð mælis/hemils DN 20    1.688 kr.

            C3 Stærð mælis/hemils DN 25    2.087 kr.

            C4 Stærð mælis/hemils DN 32    2.488 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40    2.890 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50    3.955 kr.

D. Stofngjöld

            Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 630.555 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 240kr/m3.

Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 366.540 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 240kr/m3.

Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 630.555.

Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 94.100.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.720 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

E. Önnur gjöld

Lokunargjald verður kr. 17.680 og auka álestur kr. 8.320.

 
7.    Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.

 
8.    Gatnagerðargjöld, verði óbreytt.

 
9.    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:

 

Sund:                fullorðnir, 17-67 ára                                     börn 7-16 ára

Stakt skipti                            1.000 kr.                                   500 kr.

10 miða kort                        5.000 kr.                                  2.500 kr.

30 miða kort                      13.000 kr.                                  6.500 kr.

Árskort                                          35.000 kr.                                17.500 kr.

 

Börn 0-6 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund.

 
Þreksalur:

Stakt skipti                           1.800 kr.

10 miða kort                      11.000 kr.

30 miða kort                      21.000 kr.

Árskort                                           35.000 kr.

 

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              1.500 kr.

Barn – 60 mín.                           750 kr.

Hálfur dagur                        12.000 kr.

Heill dagur                          21.000 kr.

 

Sturta                                       600 kr.

Leiga á sundfatnaði                600 kr.

Leiga á handklæði                  600 kr.

 

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 17-67 ára             8.000 kr.

Börn, 11-16 ára                      3.500 kr.

Frítt er fyrir börn 10 ára og yngri með lögheimili í sveitarfélaginu.

 
10.  Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla, verði eftirfarandi:

4 klst. vistun                12.965 kr.

4,5 klst. vistun             14.587 kr.

5 klst. vistun                16.206 kr.

5,5 klst. vistun             17.828 kr.

6 klst. vistun                19.456 kr.

6,5 klst. vistun             21.069 kr.

7 klst. vistun                22.691 kr.

7,5 klst. vistun             24.311 kr.

8 klst. vistun                25.933 kr.

8,5 klst. vistun             27.554 kr.

9 klst. vistun                29.174 kr.

 
Systkinaafsláttur reiknast eingöngu af grunngjaldi og verður 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja og fjórða barn. Önnur afsláttakjör verða óbreytt.

 
11.  Gjaldskrá mötuneytis, verði eftirfarandi:

Stakur hádegisverður í leikskóladeild                        177 kr.

Hádegisverður pr. mánuð í leikskóladeild              3.382 kr.

Stök hressing í leikskóladeild                                       92 kr.

Hressing pr. mánuð í leikskóladeild                                    2.011 kr.

Hádegisverður fyrir grunnskóladeild                         317 kr.

Mjólk pr. mánuð í grunnskóladeild                            470 kr.

Ávextir og brauð pr. mánuð í grunnskóladeild       1.176 kr.

Hádegisverður, eldri borgara                                    410 kr.

Hádegisverður, kostgangara                                   1.080 kr.

 

 
12.     Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Borg, verði eftirfarandi:

 
Veislur:

Fermingar – afmæli, dagveislur               65.000 kr.         

Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur              85.000 kr.

Ættarmót, öll helgin                                140.000 kr.

Ættarmót, sólarhringur                            65.000 kr.

 
Fundir:

Kaffistofa                                          23.000 kr.      

Stóri salur                                         38.000 kr.

Allt húsið                                          53.000 kr.

Ráðstefnur, námskeið o.þ.h.             53.000 kr.

 
Annað:

Leiga fyrir innansveitarfólk            23.000 kr.

        
Leiga á húsi pr.klst                          5 .000 kr.  lágmarkstímar eru 5 klst.

Dansleikir                                         samningsatriði

Dúkaleiga, pr. dúk                           892 kr.

 

 
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2017.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

 
14.    Fjárhagsáætlun 2017-2020, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árið 2017 og fyrir árin 2018, 2019 og 2020 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 
15.    Staða fjárhagsáætlunar 2016.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2016 eftir fyrstu tíu mánuði ársins.

 
16.    Fulltrúi á fund Skipulagsnefndar þann 24. nóvember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fund Skipulagsnefndar þann 24. nóvember n.k.

 

 

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  250. stjórnarfundar 07.11 2016.
SASS.  Fundargerð aðalfundar 20. og 21. október 2016.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Fundargerð aðalfundar 20. október 2016.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð aðalfundar 21. október 2016.
Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, 1. tbl. 10. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?