Fara í efni

Sveitarstjórn

402. fundur 21. desember 2016 kl. 09:00 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. desember 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. desember 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 16. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. ágúst 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 17. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 123. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. desember 2016.

Mál nr. 10, 11, 12 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 123. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. desember 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1610042 - Hvítárbraut 30: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Hvítárbraut 30, dags. 27. október 2016 um leyfi til að rífa núverandi sumarhús, byggt árið 1986 og byggja nýtt. Núverandi hús er 67,8 m2 en nýtt hús er 157,3 m2. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 11: 1611066 - Þóroddsstaðir 7 lnr 196933: Breyttur þakhalli: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Þóroddsstaðir lóð 7 lnr. 196933, dags. 22. nóvember 2016 um hvort að heimilt verði að byggja hús með 10 gráðu þakhalla, en gildandi skilmálar gera ráð fyrir lágmarksþakhalla upp á 15 gráður. Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að leyft verði að byggja hús með 10 gráðu halla að deiliskipulagi svæðisins verði breytt. Er slík breyting að mati nefndarinnar óveruleg. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breyta deiliskipulagi svæðisins með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins og landeigenda.

Mál nr. 12: 1608018 - Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga sem nær til lóða 44, 46 og 48. Tillagan var auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember auk þess sem hún var kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan svæðisins. Tvö athugasemdabréf bárust. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn lögfræðings sveitarfélagsins um innkomnar athugasemdir liggur fyrir.

Mál nr. 18: 1611005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-43.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. nóvember 2016.

d)       Fundargerð 41. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 8. desember 2016.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 41. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 8. desember 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Breyting á heiti byggðasamlagsins – 1612011.
Fyrir liggur tillaga um að breyta heiti byggðasamlagsins úr Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. í Umhverfis-og tæknisvið Uppsveita bs. Jafnframt er gerð tillaga um að breyta léni embættisins úr www.sbf.is í www.utu.is og póstföngum starfsmanna úr nafn@sudurland.is í nafn@utu.is. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýtt heiti embættisins, breytt lén og að póstföngum verði breytt.

e)      Fundargerð 21. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 12. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 22. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 21. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Viðauki við samning um endurskoðun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Fyrir liggur viðauki til þriggja ára við samning PricewaterhouseCoopers ehf. og Grímsnes- og Grafningshrepps um endurskoðun sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

 
4.    Minnisblað um söfnun seyru – útboð.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 9. nóvember 2016 vegna söfnunar á seyru og sameiginlegs útboðs í uppsveitunum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í útboðinu.

 
5.    Minnisblað um stöðu ljósleiðaramála.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 14. desember 2016 um stöðu mála á ljósleiðarvæðingu sveitarfélagsins. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 
6.        Bréf frá forsvarsmönnum Þroskahjálpar um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum Þroskahjálpar, dagsett 7. desember 2016 um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Álftavatni 1a, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. desember 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Álftavatni 1a, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir tímabundið áfengisleyfi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 15. desember 2016 um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir tímabundið áfengisleyfi í hlöðunni að Efri-Brú, dagana 18. febrúar og 19. febrúar 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
10.    Bréf frá formanni fulltrúaráðs Sólheima, Pétri Sveinbjarnarsyni vegna ályktunar fulltrúaráðs Sólheima þann 7. desember s.l.
Fyrir liggur bréf frá formanni fulltrúaráðs Sólheima, Pétri Sveinbjarnarsyni, dagsett 13. desember 2016 vegna ályktunar fulltrúaráðs Sólheima þann 7. desember s.l. Fulltrúaráð lýsir yfir áhyggjum sínum að samningaviðræður við fulltrúa Bergrisans bs. gangi lítið sem ekkert þá 16 mánuði sem samningaviðræður hafi staðið yfir. Sveitarstjórn hvetur fulltrúaráð Sólheima til að sýna samningsvilja til að ganga frá nýjum þjónustusamningi við Bergrisann bs. Guðmundur Ármann Pétursson vék af fundi undir þessum lið.

 
11.    Stefna Grímsnes- og Grafningshrepps á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu vegna ólögmætrar skerðingar á fjárframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Fyrir liggur stefna frá Óskari Sigurðssyni hrl., f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu vegna ólögmætrar skerðingar á fjárframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Stefnan lögð fram til kynningar.

 
12.    Sparidagar á Hótel Örk og Unaðsdagar á Fosshótel Stykkishólmi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á Sparidaga í Hótel Örk eða Unaðsdaga á Fosshótel Stykkishólmi.

 
13.    Tölvupóstur frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, Kjartani Þorkelssyni vegna fjárveitinga til embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi 2017.
Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með að skv. fjárlögum ársins 2017 eru lögð niður fjárframlög til eflingar löggæslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, m.t.t öryggis íbúa og ferðamanna. Um er að ræða lækkun sem nemur 102 milljónum króna sem samsvarar ríflega 10% heildar fjárheimilda lögreglunnar á Suðurlandi. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er mjög stórt og víðfeðmt. Þar eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins í byggð og óbyggð. Til grundvallar þessara fjárheimilda frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar, og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvoru tveggja, almennt öryggi íbúa umdæmisins og vegfarenda. Bókunin verður send á alla þingmenn Suðurlands, fjárlaganefnd og Innanríkisráðuneyti.

 
14.    Afrit af bréfi til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Fyrir liggur afrit af bréfi til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. desember 2016 um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
15.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann            4. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 18. janúar 2017, kl. 9:00.

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 176. stjórnarfundar 02.12 2016.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð 4. stjórnarfundar, 05.12 2016.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.12 2016 í tengslum við álit Persónuverndar í máli nr. 1203/2015 og vinnslu persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor.
Neistinn, 2. tbl. 14. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?