Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. mars 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. mars 2017 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 59. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. febrúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 129. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. mars 2017.
Mál nr. 26, 27 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 129. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 9. mars 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 26: 1702013 - Villingavatn: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn Stefáns Kristjánssonar, dags. 6. febrúar 2017 um leyfi til að byggja 74 m2 við sumarhús á lóð úr landi Villingavatns með lnr. 170947. Heildarstærð eftir stækkun er 165 m2 og 508,8 m3. Samkvæmt fasteignaskrá er lóðin 3.926 m2 og er þar skráð 86,5 m2 sumarhús, 10,6 m2 geymsla og 25,6 m2 bátaskúr. Að mati sveitarstjórnar er umsóknin ekki í samræmi við almennar reglur sem gilda um stærðir frístundahúsa í sveitarfélaginu. Almennt hefur verið miðað við að nýtingarhlutfall lóða sé 0.03, með þeirri undantekningu að á vissum svæðum hefur verið miðað við að á lóðum sem eru minni en 0.5 ha geti byggingarmagn lóðar verið allt að 120 m2. Á lóðinni eru þegar skráð mannvirki sem eru samtals um 123 m2. Umsókn er hafnað.
Mál nr. 27: 1702041 - Útleiga á íbúðar- og sumarhúsum: Starfsreglur.
Lögð fram til kynningar drög að starfsreglum varðandi veitingu leyfa til gistireksturs. Málinu frestað.
Mál nr. 28: 1702004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-49.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. mars 2017.
c) Fundargerð 10. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 6. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 24. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 20. febrúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Tjaldstæðið á Borg.
Fyrir liggja tvær umsóknir um reksturinn á Tjaldstæðinu á Borg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Guðmund Jónsson.
4. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 24. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem tilgreint er að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 24. mars n.k. Eins og áður hafði verið samþykkt verður Gunnar Þorgeirsson, oddviti fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara. Bréfið lagt fram.
5. Bréf frá Forsætisráðuneytinu vegna fundar sem ráðuneytið hyggst halda á Gömlu Borg þann 29. maí n.k. um málefni þjóðlendna.
Fyrir liggur bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 3. mars 2017 þar kynnt er að ráðuneytið hyggst halda fund um málefni þjóðlendna á Gömlu Borg, mánudaginn 29. maí n.k. kl. 9:00. Bréfið lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi vegna aðalfundar félagsins.
Fyrir liggur bréf frá Landsambandi landeigenda á Íslandi þar sem boðað er til aðalfundar og málþings, fimmtudaginn 23. mars n.k. á Hótel Sögu. Lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur f.h. vinnuhóps um stofnun Ungmennaráðs Suðurlands, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í ráðið og veiti umsögn um erindisbréf fyrir ráðið.
Fyrir liggur bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur f.h. vinnuhóps um stofnun Ungmennaráðs Suðurlands, dagsett 27. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í ráðið og veiti umsögn um erindisbréf fyrir ráðið. Sveitarstjórn felur Ungmennaráði Grímsnes- og Grafningshrepps að taka erindisbréfið fyrir og tilnefna sér fulltrúa og varafulltrúa. Umsögn og tilnefningu skal skila til sveitarstjóra.
8. Beiðni um styrk frá nemendum í 4. bekk Menntaskólans að Laugarvatni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá nemendum í 4. bekk Menntaskólans að Laugarvatni vegna útskriftarferðar þeirra. Um er að ræða áheitahlaup þar sem skólameistari Menntaskólans, Halldór Páll Halldórsson verður dreginn í Sulky hestvagni uppsveitahringinn eða um það bil 64 km. Áætlað er að áheitahlaupið verði þann 6. apríl n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 30.000 sem felst í að logo sveitarfélagsins verði á vestum sem hlauparar munu klæðast.
9. Úrskurður Úrskurðarnefndar um skólagöngu fósturbarna milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Reykjavíkurborgar.
Fyrir liggur Úrskurður Úrskurðarnefndar um skólagöngu fósturbarna milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Reykjavíkurborgar. Ágreiningur var á milli sveitafélaganna um hvaða greiðslu Reykjavíkurborg skildi greiða til Grímsnes- og Grafningshrepps vegna barns utan lögheimilissveitarfélags. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
10. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Klausturhólum 10, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. febrúar 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Klausturhólum 10, Grímsnes- og Grafningshreppi. Þann 13. mars 2017 barst sveitarfélaginu tölvupóstur frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem greint var frá því að umsóknin hefði verið dregin til baka.
11. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Öldubyggð 13, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 5. september 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Öldubyggð 13, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
12. Bréf frá Þjóðskrá Íslands um breytt fasteignamat í Kiðjabergi lóð 74.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 3. mars 2017 þar sem tilkynnt er um breytt fasteignamat í Kiðjabergi lóð 74. Bréfið lagt fram til kynningar.
13. Bréf frá Orkustofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Nesjavöllum.
Fyrir liggur bréf frá Orkustofnun, dagsett 2. mars 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við umsókn Orku náttúrunnar um nýtingarleyfi á jarðhita á Nesjavöllum. Sveitarstjóra og oddvita falið að afla frekari gagna og senda umsögn til Orkustofnunar.
14. Tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytingar á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10. mars 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytinga á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“. Erindið lagt fram.
15. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ofl. (smásala áfengis), 106. mál.
Frumvarpið lagt fram.
16. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 847. stjórnarfundar, 24.02 2017.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2016.