Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Fundargerð 61. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. apríl 2017.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson, endurskoðandi Pwc og fór yfir reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. apríl 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. apríl 2017 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 10. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 10. apríl 2017.
Mál nr. 4a þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 10. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 10. apríl 2017.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4a: Önnur mál – gjaldskrá hússins.
Á fundi húsnefndar var rætt um leigu á félagsheimilinu til minni viðburða svo sem beinar útsendingar á íþróttaviðburðum, tónleikum og fleiru. Gjaldskrá hússins hljóðar upp á 5.000 kr. fyrir tímann og lágmarks leiga er 5 klst., samtals því 25.000 kr. húsaleiga fyrir svona viðburð. Húsnefndin beinir því til sveitarstjórnar að endurskoða gjaldskránna. Sveitarstjórn hafnar því að breyta gjaldskránni þar sem núverandi verð standi einungis undir þeim kostnaði sem til fellur við að leiga út húsið. Gjaldskráin stendur því óbreytt.
b) Fundargerð 131. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 6. apríl 2017.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 131. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 6. apríl 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 14: 1703096 - Villingavatn lnr. 170947: Stækkun lóðar og afmörkun: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda frístundahúsalóðarinnar Villingavatn lnr. 170947, dags. 26. mars 2017 um mögulega stækkun lóðarinnar um u.þ.b. 3.500 m2. Sveitarstjórn hafnar stækkun lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi gögn þar sem lóðin virðist fara yfir aðkomuveg að a.m.k. einni annarri lóð.
Mál nr. 15: 1703095 - Villingavatn lnr. 170954 (Einbúi 25): Endurnýjun bygginga á lóð: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Páls Enos, dags. 24. mars 2017 eiganda 2.432 m2 frístundahúsalóðar úr landi Villingavatns (lnr. 1709954) um heimild til að byggja 86 m2 frístundahús þar sem núverandi 37,4 m2 hús stendur. Í staðinn er gert ráð fyrir að fjarlægja tvö bátaskýli sem samtals eru 59 m2 og vera þar með 10 m2 geymslu. Byggingarmagn lóðarinnar eykst því ekki nema um 4 m2. Núverandi hús er innan við 20 m frá Þingvallavatni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að byggt verði nýtt 86 m2 frístundahús á þeim stað þar sem núverandi hús stendur ef húsið fer ekki nær vatni en nú er. Er þá gert ráð fyrir að tvö önnur hús verði fjarlægð sbr. ofangreint erindi. Er þetta með fyrirvara um að eftir er að taka afstöðu til þeirra teikninga sem lagðar verði fram sem og umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um þær.
Mál nr. 16: 1703087 - Nesjavallavirkjun lnr. 179025: Sumarvarmalosun á Mosfellsheiði: Eftirlitshola: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 23. mars 2017 um borun eftirlitsholu til að koma til móts við bókun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 1. mars 2017 í tengslum við framkvæmdaleyfi fyrir sumarlosun á heitu vatni. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem framkvæmdirnar eru í þjóðlendu utan við landssvæði Orku náttúrunnar og ekki liggur fyrir samþykki landeigenda fyrir framkvæmdunum.
Mál nr. 17: 1703090 - Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Uppbótahola: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 30. mars 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir borun á uppbótarholu á Nesjavöllum. Fram kemur að umsóknin sé í samræmi við aðal- og deiliskipulag svæðisins. Verður hún staðsett á borsvæði milli NJ-13 og NG-06. Sveitarstjórn frestar afreiðslu málsins þar til fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um hvort að framkvæmdin sé í samræmi við mat á umhverfisáhrifum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um samræmi við starfsleyfi.
Mál nr. 18: 1703085 - Eyvík lnr. 168240: Smáhýsi undir gistiþjónustu: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Kolbeins Reynissonar, dags. 29. mars 2017 um deiliskipulag fyrir allt að 5 smáhýsi til útleigu (ferðaþjónusta bænda) í landi Eyvíkur, sunnan bæjartorfu. Að mati sveitarstjórnar samræmist fyrirliggjandi tillaga gildandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða minniháttar gistiþjónustu á bújörð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27: 1703004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-51.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. mars 2017.
c) Fundargerð 42. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 6. apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 60. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. apríl 2017.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 60. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. apríl 2017.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Skipulag næsta skóla árs.
Fyrir liggur tillaga skólastjórnenda um tilraunaverkefni fyrir næstu tvö árin um breytingu á vali 8. – 10. bekkjar þar sem að lagt er til að valið verði fært úr stundaskránni í helgarsmiðjur. Við þessa breytingu styttist skólinn á hverjum degi sem verður til þess að það verði einungis einfaldur skólaakstur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu. Sveitarstjóra falið að vinna að útboði skólaaksturs í samræmi við tillöguna.
Mál nr. 2: Skóladagatal.
Fyrir liggur skóladagatal næsta skólaárs, 2017-2018 fyrir Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal.
4. Beiðni um styrk frá Söngkór Miðdalskirkju.
Fyrir liggur bréf frá formanni söngkórs Miðdalskirkju, dags. 3. apríl 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi kórsins og til rekstrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Söngkór Miðdalskirkju styrk að fjárhæð kr. 50.000.
5. Samningur um afritun verndaðra verka.
Fyrir liggur bréf framkvæmdarstjóra Fjölís, Helgu S. Harðardóttur, dags. 4. apríl 2017 þar sem ítrekað er að sveitarfélagið skrifi undir endurnýjun samnings um höfundarréttarvarins efnis sem Fjölís og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa unnið að. Erindinu frestað.
6. Bréf frá framkvæmdarstjóra Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. vegna aðalfundar félagsins þann 11. maí n.k.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður þann 11. maí n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.
7. Bréf frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir viðbrögðum forsvarsmanna sveitarfélagsins vegna áforma um leyfi til vindmælinga og rannsókna á svæði innan lögsögumarka sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf Katli Sigurjónssyni, dags. 31. mars 2017 vegna áforma um leyfi til vindmælinga og rannsókna á svæði innan lögsögumarka sveitarfélagsins. Oddvita falið að ræða við Ketil.
8. Erindi frá Borgarbyggð vegna sögu Borgarness í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness þann 22. mars 2017.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Borgarbyggð, dags. 10. apríl 2017 þar sem boðin er til kaups saga Borgarness í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness þann 22. mars 2017. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
9. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna málþings þar sem fjallað verður um innleiðingu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks í starfsemi sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. apríl 2017 þar sem sagt er frá málþingi þann 16. maí n.k. um innleiðingu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks í starfsemi sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
10. Tölvupóstur frá Hermanni Valssyni þar sem sveitarfélögum er boðin aðstoð við að finna heimagistingar sem hugsanlega ætti að skrá sem atvinnustarfsemi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hermanni Valssyni, dags. 10. apríl 2017 þar sem sveitarfélögum er boðin aðstoð við að finna heimagistingar sem hugsanlega ætti að skrá sem atvinnustarfsemi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
12. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál.
Sveitarstjórn leggur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt.
13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál.
Frumvarpið lagt fram.
14. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál.
Sveitarstjórn leggst gegn því að þingsályktunartillagan verði samþykkt.
15. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
16. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
17. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
18. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur ofl.), 333. mál.
Frumvarpið lagt fram.
19. Önnur mál.
a) Fundargerð 61. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. apríl 2017.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 61. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. apríl 2017.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Vinnufundur vegna frístundaheimilis.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. vísaði sveitarstjórn því til fræðslunefndar að koma með tillögur að reglum og fyrirkomulagi frístundaheimilis fyrir börn í 1. – 4. bekk fyrir næsta skólaár. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:
- Að rekið verði frístundaheimili mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:00 – 16:30 og á föstudögum frá 12:30 – 16:30 veturinn 2017 – 2018.
- Að skólinn reki frístundaheimili og beri ábyrgð á starfi þess í faglegu samstarfi við tómstunda- og félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins.
- Að fyrsta klukkustundin kostar 450.- kr (innifalin hressing) og hver klukkustund eftir það 300.- kr.
- Að systkinaafsláttur verði í boði; 25% afsláttur fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn.
- Að 20% afsláttur verði í boði fyrir einstæða foreldra.
- Að 20% afsláttur verði í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% afsláttur ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
- Að lágmarksfjöldi barna verði 3 börn á hverjum tíma til að frístundaheimili verði rekið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 518. stjórnarfundar 06.04 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 849. stjórnarfundar, 31.03 2017.
Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ þar sem greint er frá ályktun af Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.-7. Apríl 2017.
Bréf frá framkvæmdarstjóra HSK, Engilbert Olgeirssyni, dags. 6. apríl 2017 vegna 95. Héraðsþings Skarphéðins þann 11.mars s.l.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2016.
-liggur frammi á fundinum-.
Rarik, ársskýrsla 2016.
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga, helstu mál á vettvangi ESB og EFTA 2017.