Sveitarstjórn
1.Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 12.308.212
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. -7.705.552
Eigið fé kr. 561.079.693
Skuldir kr. 1035.494.852
Eignir kr. 1.596.574.544
Veltufé frá rekstri kr. 88.260.267
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 20. júní kl. 19:30.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. apríl 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. apríl 2017 liggur frammi á fundinum.
Fundargerðir.
a)Fundargerð 132. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 19. apríl 2017.
Mál nr. 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 132. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 19. apríl 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 17: 1704046 - Nesjavallavirkjun lnr. 170925: NN-1, 2 og 9: Niðurrennsli: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 12. apríl 2017 um framkvæmdaleyfi vegna prófanna á niðurrennsli í gamlar niðurrennslisholur, þ.e. NN-1, 2 og 9, til ársloka 2018. Meðan á prófunum stendur verða lagðar yfirborðslagnir að holunum. Einnig liggur fyrir greinargerð, dags. 12. apríl 2107. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um hvort að framkvæmdin sé í samræmi við mat á umhverfisáhrifum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um samræmi við starfsleyfi.
b) Fundargerð 43. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 19. apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 18. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 25. apríl 2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samningur um afritun verndaðra verka.
Á fundi sveitarstjórnar þann 19. apríl s.l. var málinu frestað. Samningurinn lagður fram að nýju og samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.
Beiðni um styrk frá Batasetri Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Jónu H. Guðmundsdóttur forstöðumanns Bataseturs, dagsett 20. apríl 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfssemi Batasetursins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk til rekstursins að fjárhæð kr. 94.000.
Bréf frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp möstur til mælinga á vindaðstæðum.
Fyrir liggur bréf Katli Sigurjónssyni, dags. 28. apríl 2017 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp allt að þrjú möstur til mælinga á vindaðstæðum innan ákveðins svæðis sem skilgreint er á uppdrætti er fylgir bréfinu. Afgreiðslu málsins frestað fram yfir íbúafund um aðalskipulag sveitarfélagsins þann 20. júní n.k.
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.
Fyrir liggur umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál. Lagt fram til kynningar.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál. Þingsályktunartillagan lögð fram.
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.
Frumvarpið lagt fram.
Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Fundir sveitarstjórnar sumarið 2017 verða því miðvikudagana 17. maí, 7. júní, 21. júní, 5. júlí og 16. ágúst. Fundirnir hefjast allir kl. 9:00 f.h.
Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 24. júlí til og með 11. ágúst 2017.
Erindi frá Elísabetu Tómasdóttur.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Elísabetu Tómasdóttur, dags. 30. apríl 2017 þar sem óskað er eftir að sumarhús í hennar eigu verði ekki skattlagt í flokki C eins og gert er við hús sem auglýst eru til útleigu. Umsókn um heimagistingu er í ferli fyrir umrætt hús. Sveitarstjórn getur ekki fallist á að breyta álagningu fasteignaskatts af þessari eign þar sem eignin er auglýst opinberlega til útleigu.
Til kynningar
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga frá vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum starfsskýrsla 2013-2016
-liggur frammi á fundinum-.