Fara í efni

Sveitarstjórn

412. fundur 07. júní 2017 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. maí 2017.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. maí 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 134. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. maí 2017.

Mál nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 134. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. maí 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: 1705045 - Veitubraut 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir 29,9 m2 aukahúsi á lóðinni Veitubraut 1 úr landi Vaðness. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Á lóðinni, sem er 5.441 m2 að stærð hefur verið reist 94,8 m2 frístundahús. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að byggingarleyfið verði veitt  með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 4: 1705027 - Brúarholt II: Umsókn um byggingarleyfi: hesthús og hlaða – breyting.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi sem felur í sér breytingu á íbúðarhúsi á landi Brúarholts II lnr. 196050 í 13 herbergja gistihús og breytingu á fjósi og hlöðu í 205 manna veitingaaðstöðu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á notkun húsanna og telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

Mál nr. 5: 1705012 - Nesjar (170882): Tilkynningarskyld framkvæmd: Gróðurhús.
Fyrir liggur umsókn um byggingu 40 m2 gróðurhúsi á landinu Nesjar 170882, sem er 35.000 m2 að stærð. Á lóðinni hefur þegar verið byggt 88,3 m2 sumarhús og tvær geymslur 19,4 m2 og 64,8 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.

 
Mál nr. 6: 1704046 - Nesjavallavirkjun lnr. 170925: NN-1, 2 og 9: Niðurrennsli: Framkvæmdaleyfi.
Lögð fram að nýju umsókn Orku náttúrunnar, dags. 12. apríl 2017 um framkvæmdaleyfi vegna prófanna á niðurrennsli í gamlar niðurrennslisholur, þ.e. NN-1, 2 og 9, til ársloka 2018. Meðan á prófunum stendur verða lagðar yfirborðslagnir að holunum. Meðfylgjandi er greinargerð, dags. 12. apríl 2107. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennsli í samræmi við umsókn.

Mál nr. 7: 1705039 - Klausturhólar 2 lnr. 168966: Klausturhólar 2a og 2b: Stofnun lóða.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Klausturhóla 2 lnr. 168966, dags. 10. maí 2017 um skiptingu lóðarinnar í þrjá hluta. Lóðin í heild mælist um 4,8 ha. Sveitarstjórn hafnar breytingunni á grundvelli bókunar skipulagsnefndar.

Mál nr. 20: 1705001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-54.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 10. maí 2017.

b)     Fundargerð 21. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 17. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 10. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 4. maí 2017.

Mál nr. 9a þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 10. fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs., 4. maí 2017.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9a: Önnur mál – fjallskilasamþykkt endurskoðun.
Lagt er til að sveitarfélög austan vatna skipi einn fulltrúa í nefnd um endurskoðun fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna nr. 711/2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í nefndinni.

 
3.        Tölvupóstur frá Þorsteini Tryggva Mássyni, héraðsskjalaverði með athugasemdum við drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Þorsteini Tryggva Mássyni, héraðsskjalaverði, dags. 31. maí 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin í Árnessýslu sendi sameiginlegar athugasemdir við drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Jafnframt eru lögð fram drög að athugasemdum til Þjóðskjalasafns Íslands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi athugasemdir.

 
4.        Tölvupóstur frá Ólafi Guðmundssyni f.h. Bíldsfells ehf. þar sem óskað er eftir köldu vatni fyrir sumarhúsabyggð í landi Bíldsfells (Tungu).
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Guðmundssyni, f.h Bíldsfells ehf., dags. 22. maí 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi kalt vatn í sumarhúsbyggðina í landi Bíldsfells (Tungu). Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. 

 
5.        Tölvupóstur frá Sigurði Sigursveinssyni, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands vegna aðalfundar Háskólafélags Suðurlands þann 21. júní n.k.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Sigursveinssyni, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands, dags. 2. júní 2017 þar sem tilkynnt er um aðalfundur Háskólafélagsins verði haldinn þann 21. júní n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Gunnar Þorgeirsson til vara.

 
6.        Bréf frá Hermanni Jónassyni, forstjóra Íbúðarlánasjóðs vegna húsnæðisáætlana sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf forstjórastjóra Íbúðarlánasjóðs, Hermanni Jónassyni, dags. 24. maí 2017 þar sem sagt er frá húsnæðisáætlunum sveitarfélaga og þau hvött til að hefjast handa við gerð þeirra. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytingar á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“
Fyrir liggur bréf frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 30. maí 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytinga á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“. Erindið lagt fram.

 
8.        Afrit af bréfi frá Birni Jónssyni hrl. til Þjóðskrár Íslands vegna álagningar fasteignagjalda á Undirhlíð 36.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Birni Jónssyni hrl til Þjóðskrár Íslands, dags. 18. maí 2017 þar sem krafist er að Þjóðskrá Íslands breyti ákvörðun Grímsnes- og Grafningshrepps um álagningu fasteignaskatts á Undirhlíð 36. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Hæstaréttardómur nr. 768/2016, Grímsnes- og Grafningshreppur og Velferðarþjónusta Árnesþings gegn Eddu Guðmundsdóttur, Ingólfi Andrasyni, Leifi Þór Ragnarssyni, Lovísu Maríu Erlendsdóttur, Rúnari Þór Birgissyni, Sigurði Gíslasyni og Úlfhildi Stefánsdóttur.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar frá 1. júní s.l. í máli nr. 768/2016, Grímsnes- og Grafningshreppur og Velferðarþjónusta Árnesþings gegn Eddu Guðmundsdóttur, Ingólfi Andrasyni, Leifi Þór Ragnarssyni, Lovísu Maríu Erlendsdóttur, Rúnari Þór Birgissyni, Sigurði Gíslasyni og Úlfhildi Stefánsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og fulltrúa sveitarfélagsins í Velferðarnefnd að funda með lögmönnum sveitarfélagsins og lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 
10.    Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E-292/2016 Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 1. júní s.l. í máli nr. E-292/2016, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem farið fram á riftun kaupsamninga á lóðum nr. 18 og 24 í Ásborgum. Grímsnes- og Grafningshreppur er sýknaður af öllum kröfum stefnenda og að stefnendur greiði sveitarfélaginu 1.100.000 kr. í málskostnað.

 
11.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
12.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um landgræðslu, 406. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
Sveitarstjórn vísar málinu til Skipulagsnefndar Uppsveita.

 
15.    Lántaka Brunavarna Árnessýslu.
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 44.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2024 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma sem lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri slökkvibifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 179. stjórnarfundar 12.05 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 850. stjórnarfundar, 19.05 2017.
Landskerfi bókasafna hf. Fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnar, 24.05.2017.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um tillögur að reglugerðarbreytingum vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, ársskýrsla 2016.
Varasjóður húsnæðismála. Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016.
Skógræktarritið 2017, 1. tbl.
-liggur frammi á fundinum-.
Bautasteinn, fréttabréf Kirkjugarðasambands Íslands 1. tbl. 22. árg. 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?