Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Erindi frá Emil Morávek.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. júní 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. júní 2017 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
b) Fundargerð 136. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. júní 2017.
Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22, 31 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 136. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. júní 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 18: 1705039 - Klausturhólar 2 lnr. 168966: Klausturhólar 2a og 2b: Stofnun lóða.
Lögð fram að nýju umsókn Björgvins Magnússonar, dags. 10. maí 2017 um skiptingu lóðarinnar Klausturhólar 2 lnr. 168966 í þrjá hluta. Nú er lagt fram lagfært lóðablað sem sýnir m.a. aðkomu að landinu auk þess sem fyrir liggur samþykki allra eigenda aðliggjandi lands. Landið er í dag 4,78 ha skv. mælingu og verða lóðirnar þrjár á bilinu 1,18 - 1,80 ha að stærð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skiptingu lóðarinnar en bendir á að ekki verður hægt að sækja um byggingarleyfi á nýjum lóðum nema á grundvelli deiliskipulags fyrir svæðið. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 19: 1706044 - Fljótsbakki 5 lnr. 179265 og Fljótsbakki 6 lnr. 179266: Breyting á lóðamörkum.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðanna að Fljótsbakka 5 og 6 úr landi Ásgarðs um breytingu á lóðarmörkum milli lóðanna til samræmis við meðfylgjandi lóðablað. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á lóðarmörkum i samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Mál nr. 20: 1706049 - Nesjar lnr. 170892 (Hestvíkurvegur nr.4): Breyting á stærð lóðar.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Nesjar lnr. 170892, dags. 15. júní 2017 um breytingu á skráningu lóðarinnar. Er lóðin skráð 2.500 m2 en verður skv. nýju lóðablaði 13.492 m2 auk þess sem hún fær heitið Hestvíkurvegur 4. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytta afmörkun lóðarinnar, með fyrirvara um samþykki eigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu landamarka.
Mál nr. 21: 1512043 - Kerið í Grímsnesi: Deiliskipulag.
Fyrir liggja drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir Kerið ásamt lóðablaði sem sýnir afmörkun landsins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að stækka núverandi bílastæði í átt að þjóðvegi auk þess sem afmarkaðir eru tveir byggingarreitir fyrir starfsmannaaðstöðu, salerni og þjónustuhús. Samkvæmt fyrirliggjandi lóðablaði er land Kersins 23.84 ha. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar um fyrirliggjandi tillögu.
Mál nr. 22: 1607005 - Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn hótels: Deiliskipulag.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðar ION hótels á Nesjavöllum með lnr. 209139. Fyrirhugað er að byggja við núverandi hótel og bæta við um 22 herbergjum þannig að þau verði um 64 talsins. Núverandi hótel er um 2.300 m2 að stærð en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 3.830 m2. Tillagan var auglýst 23. mars 2017 með athugasemdafresti til 5. maí. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skipulagsstofnunar. Óskað var eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar að ósk Skipulagsstofnunar en hún hefur ekki borist enn. Að mati sveitarstjórnar er ekki tækt að bíða lengur eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar þar sem óskað var eftir umsögn 29. mars sl. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið óbreytt frá auglýstri tillögu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 31: 1706042 - Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við afmörkun lóða orku- og veitufyrirtækja innan þjóðlendna.
Fyrir liggja drög að leiðarvísi fyrir sveitarfélög við afmörkun lóða fyrir orku- og veitufyrirtæki. Hefur leiðarvísirinn verið unnin af sambandi íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við forsætisráðuneytið auk þess sem fulltrúar frá Samtökum orkusveitarfélaga, Þjóðskrá og Skipulagsstofnun hafa komið að vinnunni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að leiðarvísi og mælir með að farið verði í að útbúa lóðablöð fyrir virkjanir innan svæðisins í samræmi við þau.
Mál nr. 32: 1706001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-56.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 7. júní 2017.
c) Fundargerð 22. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 20. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 15. júní 2017.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 15. júní 2017.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Nýtt húsnæði við Fljótsmörk 2 í Hveragerði.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings þarf að fara úr húsnæðinu sem þau hafa til leigu í dag og liggur fyrir leigusamningur að nýju húsnæði við Fljótsmörk 2 í Hveragerði. Jafnframt liggur fyrir tillaga að breytingum og áætlun um kostnað við breytingar á húsnæðinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna breytinganna.
3. Endurskoðun Aðalskiplags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að breyttu aðalskipulagi sem unnið hefur verið að í samvinnu við landeigendur og hagsmunaðila. Einnig lögð fram drög að breyttri greinargerð með skipulaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, í samstarfi við hönnuði, að senda drögin til umsagnaraðila til umsagnar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
4. Skólaakstur.
Fyrir liggja niðurstöður verðtilboðs í skólaakstur skólaárin 2017 – 2021. Tilboð bárust frá Pálmari K. Sigurjónssyni ehf. í leið 1, 271 kr/km og leið 2, 317 kr/km og biðtíma. 3.842 kr/klst, frá Hauki Þór Kristinssyni í leið 1, 273 kr/km og leið 2, 373 kr/km og biðtíma 3.500 kr/klst og frá Guðmundi Jóhannessyni í leið 1, 277 kr/km og leið 2, 305 kr/km og biðtíma 3.500 kr/klst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðendur fyrir hvora leið fyrir sig, Pálmar Sigurjónsson ehf. vegna leiðar 1 og Guðmund Jóhannesson vegna leiðar 2.
5. Bréf frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir viðbrögðum forsvarsmanna sveitarfélagsins vegna áforma um leyfi til vindmælinga og rannsókna á svæði innan lögsögumarka sveitarfélagsins.
Á fundi sveitarstjórnar þann 5.apríl s.l. var erindi Ketils frestað fram yfir íbúafund þann 20.júní s.l. og á fundi sveitarstjórnar þann 21. júní s.l. var oddvita og sveitarstjóra falið að gera samkomulag við Ketil um vindmælingar á Mosfellsheiði. Jafnframt leggur oddviti fram drög að að viljayfirlýsingu sveitarstjórnar vegna vindmælinganna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur oddvita að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.
6. Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.
Lögð fram til seinni umræðu ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Úlfljótsskála, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. júní 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Úlfljótsskála, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
8. Bréf frá ríkisskattstjóra, Steinþóri Haraldssyni vegna álagningarskrár 2017.
Fyrir liggur bréf frá ríkisskattstjóra, Steinþóri Haraldssyni, dagsett 27. júní 2017 þar sem kynnt er að álagningarskráin muni liggja frammi að Vegskálum 1, Hellu í 14 daga frá og með 29. júní s.l. Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá forstjóra Íbúðarlánasjóðs, Hermanni Jónassyni þar sem sagt er frá sérstökum lánakjörum fyrir sveitarfélög vegna kaupa á húsnæði í félagslegum tilgangi.
Fyrir liggur bréf frá forstjóra Íbúðarlánasjóðs, Hermanni Jónassyni, dagsett 28. júní 2017 þar sem sagt er frá sérstökum lánakjörum fyrir sveitarfélög vegna kaupa á húsnæði í félagslegum tilgangi. Fjöldi eigna íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu eru þrjár. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Afrit af bréfi frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kerengi til stjórnar Brunavarna Árnessýslu um forvarna- og brunavarnaáætlanir fyrir sumarhúsasvæðið í Kerengi.
Fyrir liggur bréf frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kerengi til stjórnar Brunavarna Árnessýslu, dagsett 1. júní 2017 þar sem kallað er eftir forvarna- og brunavarnaáætlanir fyrir sumarhúsasvæðið í Kerengi með tilliti til gróðurs og húsbygginga. Bréfið lagt fram til kynningar.
11. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Bláskógabyggðar ásamt umhverfisskýrslu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2017 þar sem kynnt er tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagið.
12. Önnur mál.
a) Erindi frá Emil Morávek.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Emil Morávek f.h. framleiðslufyrirtækisins Gullslottið ehf., dags. 4. júlí 2017 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að taka upp hluta kvikmyndarinnar „Kona fer í stríð“ á Mosfellsheiði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við myndatökurnar svo framarlega sem gengið verði vel um svæðið.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 521. stjórnarfundar 21.06 2017.
Háskólafélag Suðurlands, skýrsla stjórnar og framkvæmdarstjóra um starfsemi ársins 2016.
Skýrsla fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum.
Háskólafélag Suðurlands ehf., ársreikningur 2016.
-liggur frammi á fundinum-.
Eramus, aðferðafræði jarðmenntunar. Verkefni með þátttöku aðila frá Króatíu, Íslandi, Póllandi og Portúgal.
-liggur frammi á fundinum-.