Fara í efni

Sveitarstjórn

415. fundur 16. ágúst 2017 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Opnun tilboða í verkið „Ljósleiðaratenging í Grímsnes- og Grafningshreppi“.

 

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júlí 2017.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júlí 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerð 137. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 6. júlí 2017.

Mál nr. 20, 21 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 137. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 6. júlí 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 20: 1705014 - Sturluholt lnr. 189339: Tilfærsla á lóðum og nafnabreyting: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á landi Sturluholts. Í breytingunni felst að lóð sem kallast Sturluholt færist til vesturs og breytist heiti hennar í Fögrubrekku. Tillagan var auglýst 24. maí sl. með athugasemdafresti til 6. júlí. Er tillagan lögð fram með þeirri breytingu á hámarksmænishæð verður 6 m í stað 5,5 m og heiti lóðarinnar Sturluholt breytist í Stekkjardal. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu deiliskipulagsins en getur ekki fallist á nöfn einstakra lóða og leggur til að lóðirnar fái götuheiti. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með skipulagsráðgjöfum.

Mál nr. 21: 1706011 - Sogsbakki 26: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús.
Lögð fram fyrirspurn eigenda Sogsbakka 26, dags. 21. júní 2017 um hvort fyrirhugað frístundahús á lóðinni megi fara lítillega út fyrir byggingarreit, í átt að þjóðvegi. Með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga telur Sveitarstjórn að um svo óverulegt frávik frá skipulagi sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp og innsýn. Er því ekki gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti leyfi fyrir húsinu.

Mál nr. 22: 1706004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-57.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 21. júní 2017.

 
3.        Þjóðskrá Íslands.
Sveitarstjórn ítrekar áðursent erindi frá 8. mars 2017 þar sem gerð er athugasemd við skráningu einstaklinga „óstaðsettir í hús“, þar sem þeir einstaklingar hafa ekki átt lögheimili í sveitarfélaginu áður.

 
4.        Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um umsögn á drögum að breytingum á reglugerð er varða fjármál sveitarfélaga.
Fyrir liggur beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um umsögn á drögum að breytingum á reglugerð er varða fjármál sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 
5.        Tölvupóstur frá Jafnréttisstofu vegna landsfundar jafnréttisnefnda.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jafnréttisstofu, dags. 4. ágúst 2017 þar sem sagt er frá landsfundi jafnréttisnefnda þann 15. september n.k. Lagt fram til kynningar.

 
6.        Tölvupóstur frá Víði Reynissyni lögreglufulltrúa almannavarna þar sem lagt er til að haldnar verði almannavarnavikur í hverju sveitarfélagi á Suðurlandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Víði Reynissyni lögreglufulltrúa almannavarna, dags. 25. júlí 2017 þar sem lagt er til að haldnar verði almannavarnavikur í hverju sveitarfélagi á Suðurlandi. Lagt er til að almannavarnavika Grímsnes- og Grafningshrepps verði 4. til 8. desember 2017. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi dagsetningu og þátttöku sína.

 
7.        Bréf frá Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands vegna fasteignamats 2018.
Fyrir liggur bréf frá Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dagsett 12. júlí 2017 um árlegt endurmat allra fasteigna fyrir árið 2018. Fasteignamat eigna í sveitarfélaginu munu hækka um 17,0% og lóða um 23,3% á árinu 2018. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Tölvupóstur frá Hrafni Jökulssyni vegna söfnunarinnar „Vinátta í verki“ landssöfnun vegna hamfaranna á Grænlandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hrafni Jökulssyni, dags. 17. júlí 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna söfnunarinnar „Vinátta í verki“ landssöfnun vegna hamfaranna á Grænlandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000,- til söfnunarinnar.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV að Hótel Borealis á Brúarholti.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. júlí 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV að Hótel Borealis á Brúarholti. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Silfru restaurant, Ion Hótel á Nesjavöllum.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. júlí 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Silfru restaurant, Ion Hótel á Nesjavöllum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
11.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Lambholt 8.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Lambholt 8, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Hestur lóð 126.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Hestur lóð 126, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
13.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Ásabraut 42.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Ásabraut 42, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
14.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Skipasund 24.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Skipasund 24, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
15.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Réttarholtsbraut 12.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Réttarholtsbraut 12, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
16.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Kambsbraut 1.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Kambsbraut 1, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

  
17.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Kiðjaberg 137.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Kiðjaberg 137, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
18.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Efri- Markarbraut 5.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Efri-Markarbraut 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
19.    Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E-3/2017 Bergur Hauksson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 14. júlí s.l. í máli nr. E-3/2017, Bergur Hauksson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem farið fram á að endurálagning fasteignaskatts á Ásabraut 26 verði felld niður. Niðurstaða dómsins er að Grímsnes- og Grafningshreppur er sýknaður af öllum kröfum stefnda og að stefndi greiði sveitarfélaginu 1.682.680 kr. í málskostnað.

 
20.    Námsgögn fyrir grunnskólanemendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að námsgögn fyrir grunnskólanemendur verði án endurgjalds.

 
21.    Önnur mál.

a)      Opnun tilboða í verkið „Ljósleiðaratenging í Grímsnes- og Grafningshreppi“.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dags. 15. ágúst 2017 um opnun tilboða í ljósleiðaratengingu í Grímsnes- og Grafningshrepp. Opnunin fór fram hjá Ríkiskaupum þann15. ágúst 2017 og óskað eftir tilboðum í tveimur liðum. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í annan liðinn, þ.e. frá Mílu ehf. að fjárhæð kr. 85.314.110,- og frá Fjarskiptum hf. að fjárhæð kr. 269.972.190,-. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 150.700.000 kr. 

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 180. stjórnarfundar 10.08 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 851. stjórnarfundar, 30.06 2017.
Skógræktin, ársrit 2016.
-liggur frammi á fundinum-.
 SÍBS blaðið, 2. tbl. 33. árg. 2017.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðra, 1. tbl. 27. árg. 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?