Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. september 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. september 2017 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 63. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 40. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. september 2017.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 40. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. september 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Þjónustudagatal 2018.
Atvinnumálanefnd óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar fyrir að gefa út þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þjónustudagatal fyrir árið 2018 verði gefið út.
c) Fundargerð 140. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. september 2017.
Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 140. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 14. september 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: 1708055 - Hraunbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús.
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Finnbogasonar, dags. 21. ágúst um byggingarleyfi fyrir 237,2 m2 íbúðarhúsi á lóðinni Hraunbraut 10 á Borg. Óskað er eftir leyfi til að fara út fyrir byggingarreit nyrst á lóðinni, þannig að húsið verði í um 5 m fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 10 m. Að mati sveitarstjórnar er forsenda útgáfu byggingarleyfis að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Um óverulega breytingu að ræða og samþykkir sveitarstjórn samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
Mál nr. 2: 1709019 - Hallkelshólar 1 lnr. 168247: Hallkelshólar 17, 35, 48, 73, 74, 95 og 115: Stofnun lóða.
Fyrir liggur umsókn um stofnun 7 lóða úr landi Hallkelshóla lnr. 168247. Um er að ræða lóðirnar 17, 35, 48, 73, 74, 95 og 115. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðanna með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lands á hnitsetningu lóðarmarka. Sveitarstjórn hvetur til að unnið verði heildstætt deiliskipulag af svæðinu.
Mál nr. 3: 1501013 - Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dags. 4. október 2016 og gefinn frestur til 1. nóvember 2016 til að koma með athugasemdir. Eitt athugasemdarbréf barst og varðar afmörkun Ásabrautar 17 og 19. Nú liggur fyrir samkomulag í málinu og er tillagan því lögð fram að nýju með minniháttar breytingu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna með minniháttar breytingu í samræmi við ofangreint með fyrirvara um skriflega staðfestingu á samkomulaginu.
Mál nr. 4: 1709029 - Landgræðsluhús suður af stóra Björnsfelli: Byggingarleyfi: Fyrirspurn.
Fyrir liggur umsókn Jóhanns Kristjánssonar, dags. 25. júlí 2017 um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi í tengslum við landgræðsluverkefni a svæði suður af stóra Björnsfelli. Sveitarstjórn getur ekki tekið afstöðu til erindisins þar sem um er að ræða svæði innan þjóðlendu og ekki liggur fyrir afstaða Forsætisráðuneytisins sem fer með umráðarétt ríkisins um landið.
Mál nr. 5: 1708074 - Lundeyjarsund 10: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla.
Fyrir liggur umsókn Litamálunar ehf., dags. 28. ágúst 2017 um byggingarleyfi fyrir rúmlega 33 m2 geymslu úr timbri á lóðinni Lundeyjarsundi 10. Fram kemur að húsið er 7,5 m frá lóðarmörkum en fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar (Lundeyjarsund 12) á staðsetningu hússins. Sveitarstjórn hafnar því að byggingarleyfið verði veitt vegna nálægðar við lóðarmörk auk þess sem aukahús mega eingöngu vera 25 m2 að stærð skv. gildandi deiliskipulagi.
Mál nr. 6: 1709036 - Leyndarholt lnr. 224673: Deiliskipulag vegna nýbygginga: Fyrirspurn.
Fyrir liggur umsókn Eflu verkfræðistofu, dags. 6. september 2017, f.h. landeigenda, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja deiliskipulagsvinnu á landinu Leyndarholt lnr. 224673. Landið er 7,5 ha að stærð og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, skemmu og hesthús. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu með fyrirvara um að landið verði skráð sem lögbýli. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsingu deiliskipulags skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 16: 1709001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-62.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. september 2017.
d) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 4. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 23. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 13. september 2017.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 23. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 13. september 2017.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4: Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Fyrir liggja drög að endurnýjuðum reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
f) Fundargerð 182. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 4. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Oddviti kynnti stöðu mála vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
4. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 3. október 2017, kl. 9:00.
5. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 5. og 6. október n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.
6. Ljósleiðari.
Fyrir liggur bindandi samningur milli milli sveitarfélagsins og Mílu ehf. um lagningu ljósleiðara á öll heimili í sveitarfélaginu á tímabilinu 2017 - 2019. Unnið er að gerð samnings um verkefnið og er oddvita / sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. september s.l. var málinu frestað þar sem skortur var á upplýsingum sem nú eru komnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
8. Bréf frá Þorvaldi Garðarssyni f.h. samlags um Hólaskarðsveg þar sem óskað er eftir formlegu yfirráði yfir Hólaskarðsvegi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. september s.l. var málinu frestað þar sem skortur var á upplýsingum sem nú eru komnar. Skv. þinglýstu afsali frá 4. júní 1965 eru eigendur landsins undir veginum, Grímsnes- og Grafningshreppur og Sveitarfélagið Árborg. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að samlag um Hólaskarðsveg fái veginn til umráða skv. fyrirliggjandi erindi. Fyrirvari er gerður um staðfestingu Sveitarfélagsins Árborgar.
9. Framlög vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í sameiningarviðræðum.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 30. ágúst 2017 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 523. stjórnarfundar 07.09 og 08.09 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 852. stjórnarfundar, 01.09 2017.
Bréf frá Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 8. september 2017 um ritið „Vistgerðir Íslands“ ásamt ritinu.
-Ritið liggur frammi á fundinum-.