Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Breytingar í Þjóðskrá í sveitarfélaginu.
b) Nýjar samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu.
c) Næsti fundur sveitarstjórnar.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. nóvember 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 18. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.11.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Drög að fundargerð Leik- og Grunskólaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps 26.11.2009.
Fundargerðin lögð fram.
c) Fundargerð Húsnefndar Félagsheimilisins 30.11.2009.
Fundargerðin lögð fram.
3. Samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu-seinni umræða-.
Lögð fram samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt og gjaldskrá vegna ársins 2010 fyrir sorphirðu sorpeyðingu.
4. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010.
Lögð er fram tillaga að álagningu gjalda og gjaldskrármál vegna 2010 en umræðu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
- Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,50% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verður óbreyttur frá fyrra ári.
Afslættir vegna fasteignagjalda 2010 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum
|
Tekjuviðmiðun |
|
|
Einstaklingar |
Frá |
Að |
afsláttur |
|
0 |
1.800.416 |
100 % |
|
1.800.416 |
1.985.288 |
80% |
|
1.985.289 |
2.185.149 |
50% |
Hjón |
|
|
|
|
0 |
2.526.579 |
100% |
|
2.526.580 |
2.729.771 |
80% |
|
2.729.772 |
3.079.528 |
50% |
|
|
|
|
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
- Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 4.950 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Holræsagjald í þéttbýlinu Borg og í Ásborgum verður 0,1% af fasteignamati húss.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðamörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 60.000.
- Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:
Sorphirðugjald:
Ílátastæðir Grátunna Blátunna
240 L ílát 10.729 kr. 4.653 kr.
660 L ílát 30.959 kr. 14.246 kr.
1.100 L ílát 50.881 kr. 23.026 kr.
Grátunna: Hirðing á 14 daga fresti.
Blátunna: Hirðing á 42 daga fresti.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðarhúsnæði 11.734 kr.
Frístundahúsnæði 5.592 kr.
Lögbýli 4.301 kr.
Smærri fyrirtæki 8.603 kr.
Stærri fyrirtæki 8.603
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m3 án gjaldtöku. Gjaldtakan er að lágmarki 0,25 m3 og hleypur á 0,25 m3 eftir það.
Móttökugjald á einn m3 4.000 kr.
- Vatnsskattur verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 30.000 á sumarhús og kr. 30.000 á íbúðarhús en lágmarksálagning verði kr. 12.000 á sumarhús og íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða óbreytt kr. 271.522
Tengigjöld á íbúðarhús í þéttbýlinu Borg verða þau sömu og annarsstaðar og er fellt niður undantekningarákvæði vegna Borgarsvæðisins. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 444.755. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 12.000.
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
5. 5. gr. A, B, C og D-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði lækkar úr kr. 1.702 í kr. 1.655.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.285 á mánuðií kr. 1.414
C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 71,56 í kr. 78,72.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 4.965 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald og gjald á hvern lengdarmeter heimæðar frá stofnæð tekur breytingum 1. janúar 2010 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2009.
Að öðru leyti breytist gjaldskrá hitaveitunnar ekki nema regla, um að innifalið í stofngjaldi hitaveitu sé 25m heimæð, fellur niður.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2010.
6. Lóðaleiga 1% af lóðamati.
7. Leikskólagjöld og gjöld fyrir fæði í leik- og grunnskóla verða óbreytt.
8. Gjaldskrá í Íþróttamiðstöð hækkar þannig að almennt gjald hækkar út kr. 370 í kr. 400
og börn á aldrinum 7-16 ára greiði kr. 200.
9. Gjaldskrá vegna hundahalds.
Handsömunargjald kr. 10.000.
Geymslugjald kr. 2.000 á dag.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar
5. Laun yfirstjórnar sveitarfélagsins og nefndarlaun.
Sveitarstjórn samþykkir að laun yfirstjórnar sveitarfélagsins og nefndarlaun taki ekki hækkunum til loka kjörtímabilsins.
6. Fjárhagsáætlun 2010, fyrri umræða.
Lögð voru fram drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2010. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.
7. Stjórnsýsluskýrsla KPMG.
Lögð var fram stjórnsýsluskýrsla KPMG til sveitarstjóra vegna endurskoðunar 2009. Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar KPMG og mun verða tekið tillit til þeirra.
8. Styrkir til sumarhúsafélaga.
Ræddir voru möguleikar á að útvíkka reglur um styrki til sumarhúsafélaga en til þessa hafa styrkir eingöngu verið bundir við sumarhúsavegi. Sveitarstjórn samþykkir að reglur sveitarfélagis verði útvíkkaðir þannig að sumarhúsfélög geti einnig sótt um styrki til lagningu göngustíga og til að koma upp aðstöðu fyrir sorpílát í sumarhúsahverfum. Af þessum sökum er fyrirhugað að veita meiri fjármunum til þessa verkefnis í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Málinu vísað til Umhverfis- og samgöngunefndar til nánari útfærslu á úthlutunarreglum.
9. Beiðni um styrk frá HSK.
Lögð var fram beiðni um styrk frá HSK vegna verkefna á árinu 2010. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 15.000 styrk.
10. Beiðni um styrk vegna myndasýningar og útgáfu uppsveitadagatals.
Lögð var fram beiðni um styrk frá Menningarmiðluninni ehf vegna myndasýningar „Grímsnesið góða“ og útgáfu uppsveitadagatals. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 10.000 styrk.
11. Beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2010.
Lögð var fram beiðni um styrk frá Stígamótum fyrir árið 2010. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 10.000 styrk.
12. Beiðni Landgræðslu ríkisins um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið.
Lögð var fram beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna verkefnisins Bændur græða landið fyrir árið 2010 að fjárhæð kr. 25.000. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 25.000 styrk.
13. Beiðni Alþingis um umsögn við tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun
2009-2013.
Lögð var fram beiðni Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttáruverndaráætlun 2009-2013.
14. Deiliskipulag á Borg.
Lagt fram tilboð frá Oddi Hermannssyni, landslagsarkitekt hjá Landform um gerð deiliskipulags á Borg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Odd á grundvelli tilboðsins.
15. Beiðni um samstarf við Veraldarvini.
Lögð var fram erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað er eftir samstarfi á árinu 2010. Sveitarstjóra falið að ræða við Veraldarvini um möguleika á samstarfi vegna verkefna á vegum sveitarfélagsins.
16. Tilfærsla á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Lögð fram gögn og upplýsingar frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi vinnu við tilfærslu á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við Félagsmálastjóra að boða til fundar í janúar með sveitarfélögunum á starfssvæði félagsmálastjóra um tilflutninginn.
17. Forkaupsréttur á hlutafé í Vottunarstofunni Túns ehf.
Lagt fram erindi frá Vottunarstofunni Túni ehf um hvort sveitarfélagið myndi nýta sér forskaupsrétt að hlutafé sem Vottunarstofan Tún leysti til sín út þrotabúi Baugs Group hf. Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
18. Beiðni um hitaveitu í frístundabyggð í landi Vatnsholts.
Lögð var fram beiðni frá sumarhúsa- og landeigendum úr landi Vatnsholts um að sveitarfélagið leggi hitaveitu í svæðið og eftir atvikum athugi að nýta hitavatnsholu í Haga. Sveitarstjórn hefur ekki áform að svo stöddu um að leggja hitaveitu í land Vatnsholts, hvorki frá eigin veitum eða frá Haga.
19. Erindi frá SVFR vegna Sogs.
Lagt fram erindi frá SVFR um að samningsbundið leiguverð vegna veiðiréttar sveitarfélagsins við Sogið myndi ekki hækka vegna árins 2010. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
20. Brennuleyfi.
Lögð var fram beiðnir frá Hjálparsveitinni Tintron um brennuleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg og brennuleyfi frá Sólheimum um þrettándabrennu á Sólheimumm. Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leyti brennuleyfi fyrir báðum þessum brennum og flugeldasýningu á Borg.
21. Önnur mál.
a) Breytingar í Þjóðskrá í sveitarfélaginu.
Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá þar sem íbúafjöldi er 415.
b) Nýjar samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu.
Nýjar samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu lagðar fram en þeim var breytt vegna inngöngu sveitarfélagsins Ölfus í Brunavarnir Árnessýslu. Sveitarstjórn staðfestir nýjar samþykktir Brunavarna Árnessýslu
c) Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar þann 17. des. nk. byrji kl. 15:00.
22. Til kynningar .
a) Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna íslenskrar málstefnu.
b) Ályktanir 46. Sambandsþings UMFÍ v/æskulýðs og íþróttamannvirkja.
c) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð fulltrúaráðs 16.11.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:30