Fara í efni

Sveitarstjórn

420. fundur 08. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. október 2017.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. október 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 41. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 2. október 2017.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 41. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 2. október 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Borg i sveit 2018.
Viðburðurinn Borg í sveit var fyrst haldinn í maí árið 2015 og sá atvinnumálanefnd um að halda utanum þann viðburð eins og fyrir árið 2016 en árið 2017 tók sveitarfélagið það að sér þar sem viðburðurinn hafði stækkað það mikið á milli áranna 2015-2016. Óskar atvinnumálanefnd eftir að sama fyrirkomulag verðir haft fyrir árið 2018 og að sveitarfélagið sjái um viðburðinn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verkefnið verði á ábyrgð starfsmanns sveitarfélagsins.

b)     Fundargerð 143. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. október 2017.

Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 143. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. október 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1710034 - Suðurheiðarvegur 8-10 lnr. 169456: Breytt stærð lands og innri afmörkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Eflu verkfræðistofu, dags. 16. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Suðurheiðarvegur 8-10. Lóðirnar hafa verið mældar upp og breytist afmörkun þeirra og stærð í kjölfar þess. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að eigendur aðliggjandi lands samþykki hnitsetningu útmarka lóðanna.

Mál nr. 10: 1710035 - Snæfoksstaðir: Frístundabyggð: Lóð 100 lnr. 169639: Breytt notkun lóðar: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Einars Vals Oddssonar og Steinunnar Jónsdóttur, dags. 11. október 2017 um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps á þann veg að lóðin Snæfoksstaðir lóð 100 verði breytt úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að svæðinu verði breytt í landbúnaðarsvæði í samræmi við aðliggjandi svæði. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 11: 1710036 - Snæfoksstaðir lóð 100 lnr. 169639: Breytt notkun lóðar: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Einars Vals Oddssonar og Steinunnar Jónsdóttur, dags. 11. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi Rauðhólahverfis á þann veg að lóðin Snæfoksstaðir lóð 100 verði breytt úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 12: 1512043 - Kerið í Grímsnesi: Deiliskipulag.
Lögð fram að nýju drög að deiliskipulagi fyrir Kerið ásamt lóðablaði sem sýnir afmörkun landsins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að stækka núverandi bílastæði í átt að þjóðvegi auk þess sem afmarkaðir eru tveir byggingarreitir fyrir starfsmannaaðstöðu, salerni og þjónustuhús. Samkvæmt fyrirliggjandi lóðablaði er land Kersins 23.84 ha. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 5. júlí s.l. þar til fyrir lægju umsagnir Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar, sem hafa nú borist. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að vegtenging að Kerinu verði fær austar en nú er og það sama á við um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í tengslum starfsemi svæðisins.

Mál nr. 13: 1710021 - Sogsbakki 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús.
Fyrir liggur erindi Engilberts Hafsteinssonar, dags. 19. október 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja sumarhús á lóðinni Sogsbakki 6 utan við byggingarreit sem skilgreindur er skv. gildandi deiliskipulagi. Með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga telur sveitarstjórn að um svo óverulegt frávik frá skipulagi sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp og innsýn. Er því ekki gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti leyfi fyrir húsinu.

Mál nr. 14: 1710042 - Selhólsvegur 7A-7D og 15A: Norðurkot: Fækkun lóða og breytt heiti: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Eflu verkfræðistofu, dags. 18. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi sem nær til 5 lóða við Selhólsveg 7a-7d og 15a. Í breytingunni felst að ein lóðin fellur inn í aðra auk þess sem lóðarmörk og stærð þeirra breytist og heiti. Skipulagsnefnd mælir ekki með því að lóðir innan skipulagssvæðisins verði sameinaðar þar sem það er almenn stefna nefndarinnar að vera ekki að sameina eða skipta lóðum í þegar byggðum frístundahverfum. Ekki er gerð athugasemd við aðrar breytingar sem tilgreindar eru. Í ljósi nýrra upplýsinga samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi lóða við Selhólsveg 7a – 7d og 15a.

Mál nr. 15: 1710015 - Minni-Bær (168264): Umsókn um byggingarleyfi: Bílageymsla.
Fyrir liggur umsókn Vesturtaks ehf., dags. 6. október 2107 um byggingarleyfi fyrir 479,5 m2 bílgeymslu á landinu Minni-bær 168264. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigenda aðliggjandi lands.

Mál nr. 23: 1710003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-65.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. október 2017.

c)      Fundargerð 46. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 27. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 24. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 24. október 2017.

Mál nr. 1 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 24. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, dags. 24. október 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Reglur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð.
Fyrir liggja drög að endurnýjuðum reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

Mál nr. 3: Gjaldskrá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2018.
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

e)      Fundargerð aðalfundar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),     20. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 5. fundar starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, 19. september 2017.
Lögð fram fundargerð 5. fundar starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, 19. september 2017 ásamt skýrslu KPMG. Fram kemur að nefndin hefur aflað gagna og rætt um ýmsa þætti er tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu. Í ljósi þessara gagna og umræðna innan nefndarinnar samþykkir nefndin að ljúka störfum án þessa að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaga. Skýrslan gæti því orðið gott innlegg í viðræður sveitarfélaga um sameiningarmál í framtíðinni. Boðað verður til opins kynningarfundar um niðurstöðu skýrslunnar.

g)      Fundargerð 184. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 23. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi með því skilyrði að gengið verði frá svæðinu eftir notkun þess.

 
4.        Beiðni um styrk vegna lýsingar Iðubrúar á Hvítá frá undirbúningshóp verkefnisins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá undirbúningshóp um lýsingu Iðubrúar, dags. 16. október 2017 þar sem óskað er eftir styrk til lýsingar á Iðubrú á Hvítá í tilefni af 60 ára afmæli brúarinnar. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

5.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2018 frá Stígamótum.
Fyrir liggur bréf frá Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dagsett 15. október 2017 þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2018.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2018 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dags. í október 2017 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2018 að fjárhæð kr. 200.000.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.        Bréf frá framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Dagný H. Jóhannsdóttur,framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands, dagsett 9. október 2017 þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands til ársloka 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlengja samstarfssamninginn og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 
8.        Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi í Kiðjabergi.
Lagður fram.

 
9.        Bréf frá Teiti Gunnarssyni þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa vegna endurskoðunar sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.
Fyrir liggur bréf frá Teiti Gunnarssyni f.h. verkefnisstjórnar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi, dagsett 30. október 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa vegna endurskoðunar sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi. Sveitarstjórn tilnefnir Gunnar Þorgeirsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnið og Sigrúnu Jónu Jónsdóttur til vara.

 
10.    Afrit að bréfi Skipulagsstofnunar til Svarsins ehf. vegna fyrirspurnar um málsmeðferð fyrir þjónustumiðstöðvar við þjóðvegi.
Fyrir liggur afrit af bréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 25. september 2017 til Svarsins ehf. vegna fyrirspurnar um málsmeðferð fyrir þjónustumiðstöðvar við þjóðvegi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem minnt er á dag íslenskrar
tungu, þann 16. nóvember n.k.
Fyrir liggur bréf frá Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem þar sem minnt er á dag íslenskrar tungu, þann 16. nóvember n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.

  
12.    Tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags-og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss vegna breytinga á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, hafnarsvæði.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 19. október 2017 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, hafnarsvæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
13.    Tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags-og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss vegna breytinga á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, Árbær IV.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 24. október 2017 vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, Árbær IV. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
14.    Skipan fulltrúa í æskulýðs- og menningarmálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista í æskulýðs- og menningarmálanefnd og jafnframt formaður nefndarinnar, Hugrún Gréta Sigurðardóttir er flutt úr sveitarfélaginu. Fulltrúar C-lista tilnefna Steinar Sigurjónsson sem formann nefndarinnar og Ragnhildi Ýr Gunnarsdóttur sem aðalfulltrúa í nefndinni út kjörtímabilið 2014-2018.

 
15.    Fjárhagsáætlun 2017 og 2018.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2017 eftir fyrstu tíu mánuði ársins og drög að fjárhagsáætlun ársins 2018 rædd.

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 183. stjórnarfundar 18.10 2017.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  260. stjórnarfundar 18.10 2017.
SASS.  Fundargerð  524. stjórnarfundar 04.10 2017.
SASS.  Fundargerð  525. stjórnarfundar 18.10 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 853. stjórnarfundar, 27.10 2017.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fundar tengiliðahóps um opinber innkaup.
Markaðsstofa Suðurlands, ársreikningur 2016.
Tónlistarskóli Árnesinga, ársskýrsla 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?