Sveitarstjórn
Í upphafi fundar kom Ívar Sæland ljósmyndari og myndaði sveitarstjórn.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. janúar 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. janúar 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 44. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. janúar 2018.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 44. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 29. janúar 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Atvinnumálaþing.
Stefnt er að halda Atvinnumálaþing Uppsveitanna þann 21. mars n.k. í Félagsheimilinu Borg. Atvinnumálanefnd óskar eftir að sveitarfélagið leggi til félagsheimilið endurgjaldslaust, kosti auglýsingu og veitingar fyrir þinggesti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðni atvinnumálanefndar.
b) Fundargerð 149. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. janúar 2018.
Mál nr. 18, 19, 20 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 149. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. janúar 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 18: 1711066 - Kerhraun C 98: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn Viðars Guðmundssonar og Láru Emilsdóttur, dags. 29. nóvember 2017 þar sem tilkynnt er um 23,9 m2 stækkun á sumarhúsi úr timbri á Kerhrauni C 98. Heildarstærð eftir stækkun er 81,5 m2. Að mati sveitarstjórnar er um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Ekki eru gerarð athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.
Mál nr. 19: 1801045 - Eyvík lnr 168240: Stofnun nýrrar lóðar: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Kolbeins Reynissonar og Guðrúnar Bergmann Vilhjálmsdóttur, dags. 17. janúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyvíkur sem felst í að afmörkuð er 14.963 m2 lóð sem fær nafnið Heimaás, utan um byggingarreit fyrir ferðaþjónustuhús. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 20: 1801040 - Nesjar lnr 170908 og Nesjar lnr 170824: Kattargil 8: Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 12. desember 2017, f.h. eigenda Nesja, um að samþykkt verði breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar úr landi Nesja með lnr. 170908. Er gert ráð fyrir að lóðin fái heitið Kattargil 8 og að hún verði 5.286 m2 að stærð í stað 4.000 m2 eins og hún er skráð núna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytta afmörkun lóðar og breytt heiti, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands. Lóðin virðist liggja upp að landi Heiðarbæjar sem felur í sér að fá þarf samþykki Ríkiseigna fyrir afmörkun lóðarinnar. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 21: 1801004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 71.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2018.
c) Fundargerð 49. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 25. janúar 2018.
Vegna liðar 2 í fundargerð þá er hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps í skuldbindingu Lífeyrissjóðsins Brúar 4.575.036 kr.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 187. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 2. febrúar 2018.
Varðandi lið 2 í fundargerð, þar sem samþykkt er að Tónlistarskóli Árnesinga taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna lífeyrisskuldbindinga Brúar að fjárhæð kr. 22,1 millj. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti heimild til lántöku.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 183. stjórnarfundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 25. janúar 2018.
Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Sigrúnu Guðmundsdóttur,dags. 31. janúar 2018 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eigi að taka lán fyrir skuldbindingum Lífeyrissjóðsins Brúar eða hvort sveitarfélögin greiði sínar skuldbindingar sjálf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða skuldbindingar sveitarfélagsins skv. tillögu að útreikningum frá framkvæmdarstjóra SASS.
3. Viðbragðsáætlun Almannavarna, Samfélagsleg áföll – langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur viðbragðsáætlun Almannavarna vegna samfélagslegra áfalla, langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
4. Viljayfirlýsing vegna uppbyggingar á landi úr Klausturhólum sunnan Biskupstungnabrautar.
Fyrir liggja drög að viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á landi úr Klausturhólum sunnan Biskupstungnabrautar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
5. Staða skuldbindinga hjá Lífeyrissjóðnum Brú.
Fyrir liggur sundurliðun skuldbindingar sveitarfélagsins við Lífeyrissjóðinn Brú. Jafnframt eru lögð fram gögn vegna skuldbindinga Grímsnes- og Grafningshrepps gagnvart Umhverfis- og tæknisviði uppsveita og stofnana á vegum SASS. Eftir eiga að koma skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart ferðamálafulltrúa uppsveitanna, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og Hrunamannahreppi vegna starfsmanna heimaþjónustunnar.
Skuldbindingar Grímsnes- og Grafningshrepps gagnvart sjóðnum eru;
Jafnvægissjóður 24.036.470 kr.
Lífeyrisauki 44.059.979 kr.
Varúðarsjóður 4.740.105 kr.
Samtals 72.836.554 kr.
Að auki er hlutur sveitarfélagsins hjá stofnunum SASS 1.382.257 kr. og 4.575.036 kr. hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir þessum skuldbindingum og að auki vegna þeirra skuldbindinga sem eftir eru að koma, samtals 85 millj. kr.
6. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að kr. 85.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna uppgjör við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra, kt. 020371-4639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
7. Tölvupóstur ásamt bréfi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karli Björnssyni vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú.
Fyrir liggur tölvupóstur ásamt bréfi frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar og 1. febrúar 2018 vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú. Bréf Karls er til upplýsinga við bókun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. janúar s.l. þar sem gerðar voru alvarlegar athugsemdir við vinnubrögð sambandsins f.h. sveitarfélaganna gagnvart uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú. Erindi sveitarstjórnar hefur ekki fengið formlega afgreiðslu stjórnar sambandsins. Sveitarstjórn vekur athygli á hæfi framkvæmdarstjórans í umfjöllun um málið, þar sem hann er formaður endurskoðunarnefndar lífeyrissjóðsins Brúar. Sveitarstjórn gerir athugasemd við að bréf sem er samskipti sveitarstjórnar og sambandsins skuli áframsent á alla sveitarstjóra og framkvæmdarstjóra landshlutasamtaka á landinu án þess að sveitarstjórn sé upplýst um það.
8. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að.
Fyrir liggur bréf frá Hermanni Sæmundssyni og Ólafi Kr. Hjörleifssyni f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 25. janúar 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að. Sveitarstjóra / oddvita falið að taka saman þau gögn sem þarf og senda ráðuneytinu.
9. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat íbúðarhúss við Borgarbraut 2.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eigenda Borgarbrautar 2, dagsett 17. janúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat íbúðarhúss við Borgarbraut 4.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eigenda Borgarbrautar 4, dagsett 17. janúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
11. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat sumarhúss við Hagavík.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda sumarhúss við Hagavík, dagsett 19. janúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
12. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat sumarhúss við Villingavatn.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda sumarhúss við Villingavatn, dagsett 17. janúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
13. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.
Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvenna, 50. mál. Frumvarpið lagt fram til kynningar.
14. Tölvupóstur frá Láru Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra á Umhverfissviði Mosfellsbæjar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar-frístundasvæði.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Láru Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra á Umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 29. janúar 2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar – frístundasvæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
15. Tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðarvirkjun.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 1. febrúar 2018 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðarvirkjun. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 528. stjórnarfundar 11. og 12. janúar 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 856. stjórnarfundar, 26.01 2018.