Sveitarstjórn
Í upphafi fundar minntist sveitarstjórn Böðvars Pálssonar fyrrverandi oddvita og sveitarstjórnarmanns sem lést laugardaginn 3. mars s.l.
Oddviti leitar afbrigða
a) Umferðaröryggismál við Kerið.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. febrúar 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. febrúar 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 151. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. febrúar 2018.
Mál nr. 5, 6 og 12 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 151. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. febrúar 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 5: 1802028 - Sólbrekka: Frístundabyggð: Syðri-Brú: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Sumarhúsafélagsins Sólbrekku, dags. 12. febrúar 2018 um deiliskipulag frístundahúsasvæðis úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a. Jafnframt er lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulagsins. Þar kemur m.a. fram að um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð og byggðist upp að mestu á 8. - og 9. áratug síðustu aldar. Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðarmörk innan svæðis, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýjum lóðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga auk þess sem hún verður send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Mál nr. 6: 1802030 - Nesjavellir: Efnistaka við Stangarháls: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Vegagerðarinnar, dags. 31. janúar 2018 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku við Stangarháls á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að taka allt að 25.000 m3 úr námunni og nýta í endurbyggingu Grafningsvegar. Þar sem fyrirhuguð efnistaka úr þessari námu er orðin meiri en 50.000 m3 þarf að tilkynna hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Afgreiðslu málsins er frestað þar til niðurstaða í því ferli liggur fyrir.
Mál nr. 12: 1802002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 73.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2018.
b) Fundargerð 50. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 22. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 22. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Lántaka stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku eftirfarandi stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga. sem skiptist á eftirfarandi stofnanir:
Brunavarnir Árnessýslu að fjárhæð 15.900.000 kr.
Byggðasafn Árnesinga að fjárhæð 14.300.000 kr.
Héraðsskjalasafn Árnesinga að fjárhæð 10.700.000 kr.
Listasafn Árnesinga að fjárhæð 4.300.000 kr.
Tónlistarskóli Árnesinga að fjárhæð 22.100.000 kr.
til allt að 40 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu, Byggðasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnananna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
4. 1701063 - Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur): Bjarnastaðir 1: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun deiliskipulags lóða við Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða með vísun í fyrra erindi þar sem óskað var eftir að lóðunum verði breytt í smábýli. Er svæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa breytt deiliskipulag og jafnframt að sent verði erindi á alla lóðarhafa á svæðinu vegna þessa.
5. Bréf frá verkefnastjórum DMP á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við drögum að Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá verkefnastjórum DMP á Suðurlandi, Laufey Guðmundsdóttur og Önnu V. Sigurðardóttur, dagsett 23. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við drögum að Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi. Áætlunin lögð fram til kynningar.
6. Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2018.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 12. febrúar 2018 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 310.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2017, Ásabraut 2-4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 20. febrúar s.l. í máli nr. 13/2017 vegna kæru eigenda Ásabrautar 2-4, Grímsnes- og Grafningshreppi um álagningu fasteignaskatta. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
8. Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23. febrúar 2018.
Lögð fram fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 23. febrúar 2018 ásamt bréfi frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins, dags. 1. mars 2018. Samkvæmt bókun stjórnar sambandsins kemur fram að lagt hafi verið fram svar formanns stjórnar sambandsins. Væntanlega er átt við tölvupóst dags. 8. febrúar 2018 frá formanni stjórnar sambandsins sem er eftirfarandi:
„Takk fyrir að upplýsa um þessa bókun.
Athugasemdir um hæfi eru vegna starfa í endurskoðunarnefnd. Framkvæmdastjórinn er ekki stjórn lífeyrissjóðs.
Það sem ég skil ekki alveg er að sveitarstjórn skuli gera athugasemd við að bókun hennar sé send til sveitarfélaga með skýringum framkvæmdastjóra. Bókun sveitarstjórnar frá 24. janúar sl. er opinber og má lesa á vef sveitarfélagsins. Því má fjalla um hana í fjölmiðlum eða hverjum þeim hætti sem hver og einn kýs að gera.
Með góðri kveðju.
---------------------------------------------------------------------
Halldór Halldórsson
formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga“
Sveitarstjórn lýsir furðu á að formaður úrskurði um hæfi framkvæmdarstjóra án þess að taka það fyrir formlega á stjórnarfundi. Einnig er skýring formanns á erindi Grímsnes- og Grafningshrepps á misskilningi byggð þar sem gerðar voru athugasemdir við að bréf sem stílað er á sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps og afrit á Lífeyrissjóðinn Brú skuli sent á öll sveitarfélög landsins og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.
9. Tölvupóstur frá Gunnari Gunnarssyni, íþrótta- og heilsufræðingi þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hafi hug á að sækja um þátttöku í verkefninu „Heilsueflandi samfélag“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Gunnari Gunnarssyni, íþrótta- og heilsufræðingi, dags. 20. febrúar 2018 þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hafi hug á að sækja um þátttöku í verkefninu „Heilsueflandi samfélag“. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og oddvita falið að afla frekari gagna.
10. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Minni-Borg, lóð 4.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Minni-Borg, lóð 4, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
11. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Minni-Borg, lóð A.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Minni-Borg, lóð A, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi vegna aðalfundar félagsins.
Fyrir liggur bréf frá Landsambandi landeigenda á Íslandi þar sem boðað er til aðalfundar og málþings, fimmtudaginn 15. mars n.k. á Hótel Sögu. Bréfið lagt fram til kynningar.
13. Tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að skila inn umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til breytinga á mannvirkjalögum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. febrúar 2018 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að skila inn umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til breytinga á mannvirkjalögum. Jafnframt er lagt fram minnisblað um forsögu málsins ásamt tillögum til umræðu. Sveitarstjórn vísar málinu skipulagsnefndar.
14. Bréf frá Eyjólfi B. Eyjólfssyni, verkefnisstjóra NKG þar sem kynnt er nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Fyrir liggur bréf frá Eyjólfi B. Eyjólfssyni, verkefnisstjóra NKG, dagsett 15. febrúar 2018 þar sem kynnt er nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Bréfi lagt fram til kynningar
15. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn ), 190. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
16. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
17. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við A hluta, almenn atriði en þar kemur fram í lið nr. 4 „ekki verði ráðist í línulagnir yfir hálendið“ Skýra þarf hvað er átt við með orðinu hálendi en það kemur ekki fram í lögum nr. 65/2003. Nauðsynlegt er að tryggja orkuöryggi um allt land.
18. Annáll ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2017. Annállinn lagður fram til kynningar.
19. Stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar „Virkjun vindorku á Íslandi“.
Fyrir liggur stefnumótunar- og leiðbeiningarritið „Virkjun vindorku á Íslandi“ sem gefið er út af Landvernd. Ritið lagt fram til kynningar.
20. Önnur mál.
a) Umferðaröryggismál við Kerið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir tillögum Vegagerðarinnar um mögulegar úrbætur á grundvelli umferðaröryggis. Sveitarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna umferðaröryggismála við Kerið þar sem umferð hefur aukist verulega.
Til kynningar
Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 27. febrúar 2018.
Fundargerð 188. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 27. febrúar 2018.
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur og ársskýrsla 2017.
Geðvernd, tímarit Geðverndarfélags Íslands, 1. tbl. 46. árg. 2017.
-liggur frammi á fundinum-.