Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. mars 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. mars 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 14. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. mars 2018.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 14. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 13. mars 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum. 18 umsóknir bárust og sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2018, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000.
Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi 50.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Lyngmóum 50.000 kr.
Þrastaungarnir 50.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda Þóroddsstöðum 50.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa 50.000 kr.
Sumarhúsafélagið Víðihlíð 100.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi 100.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut 100.000 kr.
Félag land- og frístundahúsaeigenda við A og B götu úr Norðurkotslandi 100.000 kr.
Félag sumarhúsalóðaeiganda við Þórsstíg 100.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda Villingavatni 100.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð 100.000 kr.
Bakkabyggð, félag í frístundabyggð 100.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Oddsholti 150.000 kr.
Selhóll, félag sumarhúsaeigenda 150.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi 150.000 kr.
Öndverðanes ehf. 150.000 kr.
Sumarhúsafélagið Hestvík 150.000 kr.
b) Fundargerð 152. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. mars 2018.
Mál nr. 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 152. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. mars 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 13: 1803020 - Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum: Tillögur til umfjöllunar: Umsagnarbeiðni.
Lagt fram til frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum sem varðar stjórnsýslu við mannvirkjagerð o.fl. Þá er jafnframt lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2018 um frumvarpið. Byggingarfulltrúa falið að vinna greinargerð vegna athugasemda við breytingar á mannvirkjalögum.
Mál nr. 14: 1802005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 74.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2018.
c) Fundargerð 26. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 6. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Staða endurskoðunar aðalskipulags.
Farið var yfir stöðu á endurskoðun aðalskipulagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund í Félagsheimilinu Borg þann 17. apríl n.k. um stöðu aðalskipulagsins og um deiliskipulag Borgarsvæðisins.
4. Bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir að deilskipulagi verði breytt fyrir Skyggnisbraut 2a og 2b.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur, dagsett 25. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir að deilskipulagi verði breytt fyrir Skyggnisbraut 2a og 2b. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra / oddvita að afla frekari gagna.
5. Bréf frá Björgvini Magnússyni þar sem óskað er leiðréttingar á fasteignagjöldum.
Fyrir liggur bréf frá Björgvini Magnússyni, dagsett 1. mars 2018 þar sem óskað er leiðréttingar á fasteignagjöldum, þ.e. úr C-flokki í A-flokk. Eignin hefur verið með rekstrarleyfi en leyfið fékkst ekki endurnýjað s.l. haust þar sem ekki er hægt að veita rekstrarleyfi á lóð í skipulagðri frístundabyggð. Eignin var hins vegar auglýst til útleigu áfram og auglýsingasíðum ekki lokað fyrr en í byrjun mars 2018. Samkvæmt nokkrum úrskurðum Yfirfasteignamatsnefndar skal skattleggja eignir sem auglýstar eru til útleigu í fasteignaskattsflokki C. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eigin verði skattlögð í flokki C þar til auglýsingum á vefmiðlum var lokað, þ.e. eignin fer í skattflokk A frá 1. mars 2018.
6. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Brúarlandi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Brúarlandi, dagsett 1. mars 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Tölvupóstur frá Verkefnisstjórn „Umhverfis-Suðurland“ þar sem óskað er eftir tengilið við sveitarfélagið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Verkefnisstjórn „Umhverfis-Suðurland“, dags. 12. mars 2018 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið við verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Hörður Óli Guðmundsson verði tengiliður sveitarfélagsins.
8. Tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni vegna smávirkjana á Suðurlandi ásamt skýrslu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni, dags. 13. mars 2018 þar sem verið er að kanna mögulega virkjanakosti á Suðurlandi sem eru minni en 10 mw. Jafnframt er lögð fram stöðuskýrsla Orkustofnunar frá janúar 2018. Lagt fram til kynningar.
9. Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um umsögn á drögum að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð.
Drögin lögð fram til kynningar.
10. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.
Sveitarstjórn hvetur til þess að þingsályktunartillagan verði samþykkt.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
12. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
13. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
14. Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 – 2024.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
15. Beiðni Dómsmálaráðuneytis um umsögn á frumvarpi til laga um persónuvernd.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 530. stjórnarfundar 02.03 2018.