Fara í efni

Sveitarstjórn

429. fundur 04. apríl 2018 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Jón Örn Ingileifsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti óskar eftir breytingu á áður útsendri dagskrá, þ.e. að dagskrárliður nr. 13 verði tekinn fyrir í upphafi fundar. Samþykkt samhljóða.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. mars 2018.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. mars 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 69. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. mars 2018.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 69. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 20. mars 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Viðmiðunarreglur frístundar.
Fyrir liggja viðmiðurnarreglur frístundar sem fræðslunefnd hefur samþykkt. Sveitarstjórn staðfestir viðmiðunarreglurnar samhljóða.

b)     Fundargerð vinnufundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. mars 2018.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð vinnufundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 26. mars 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Frídagar í leik- og grunnskóla.
Rætt hefur verið í fræðslunefnd um lokun á leikskóladeild Kerhólsskóla sömu daga og grunnskóladeild, þ.e. um jól, páska og í vetrarfríum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólabörn hafi jafnmikla þörf fyrir frí og grunnskólabörn. Leikskóli er hins vegar þjónusta sem verið er að veita og leggur fræðslunefnd til að boðið verði upp á niðurfellingu á leikskólagjöldum þá frídaga sem þau eru höfð heima. Jafnframt óskar fræðslunefnd eftir að samþykki sveitarstjórnar að haldinn verði fyrirlestur á vordögum sem mun kynna kosti þess að ung börn eigi meiri tíma heima með foreldrum sínum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða fyrir fyrirlesturinn en vísar niðurfellingu gjalda til formlegrar afgreiðslu fræðslunefndar.

c)      Fundargerð 153. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 21. mars 2018.

Mál nr. 13, 14, 15 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 153. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 21. mars 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 13: 1803028 - Nesjar lnr 170887: Hestvíkurvegur 8: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Gunnars Jónssonar, dags. 8. mars 2018 um breytingu á afmörkun, stærð og heiti frístundahúsalóðar úr landi Nesja með lnr. 170887. Samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði er lóðin 1.890 m2 að stærð og gert ráð fyrir að hún fái heitið Hestvíkurvegur 8. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á afmörkun, stærð og heiti lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 14: 1611010 - Nesjavellir lóðir 3 - 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Í breytingunni er verið að breyta afmörkun nokkurra lóða innan skipulagssvæðis auk þess sem í skilmálum er gert ráð fyrir að ekki verði heimilaðar neinar framkvæmdir nema hefðbundið viðhald á núverandi húsum. Tillagan var grenndarkynnt fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 26. október 2017 og með athugasemdafresti til 21. nóvember 2017. Tvær athugasemdir bárust. Einnig liggja fyrir viðbrögð Orkuveitu Reykjavíkur við athugasemdum í tölvupósti dags. 9. mars 2018. Sveitastjórn gerir ekki athugasemdir við að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda og að svara athugasemdum með vísun í umsögn landeigendans, Orkuveitu Reykjavíkur.

Mál nr. 15: 1803043 - Þórisstaðir 2 lóð 20 lnr 212301 og lóð 21 lnr 212302: Aukið byggingarmagn á lóðum: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Athos ehf., dags. 6. mars 2018 um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þórisstaða 2. Óskað er eftir að heimilt verði að byggja allt að 150 m2 frístundahús, að þakhalli verði frjáls og að ekki sér gerð krafa um timburhús. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulagsins til samræmis við önnur svæði innan sveitarfélagsins. Felur það í sér að miðað verði við að byggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03, að þakhalli geti verið á bilinu 0-60 gráður og ekki er gerð krafa um ákveðið byggingarefni. Á húsum þar sem þakhalli er minni en 14 gráður má vegghæð ekki vera hærri en 4 m. Þá má aukahús að hámarki vera 40 m2.

Mál nr. 24: 1803002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 75.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. mars 2018.

 
d)     Fundargerð 51. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 15. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),     20. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 20. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 2. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 21. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 23. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 15. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 19. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.        Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2017, Illagil 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 20. mars s.l. í máli nr. 11/2017 vegna kæru eigenda Illagils 21, Grímsnes- og Grafningshreppi um álagningu fasteignaskatta. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

4.        Bréf frá Lögfræðistofu Reykjavíkur f.h. eigenda Hallkelshóla lóðar 119 þar sem óskað er leiðréttingar á fasteignagjöldum.
Fyrir liggur bréf frá Lögfræðistofu Reykjavíkur f.h. eigenda Hallkelshóla lóðar 119, dagsett 15. mars 2018 þar sem óskað er leiðréttingar á fasteignagjöldum. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
5.        Tölvupóstur frá Jóhanni Hannessyni, viðskiptastjóra Inkasso þar sem vilji er til að halda kynningarfund fyrir sveitarstjórn um leiðir Inkasso í innheimtum fyrir sveitarfélög.
Fyrir liggur tölvupóstur frá viðskiptasjóra Inkasso, Jóhanni Hannessyni, dags. 27. mars 2018 þar sem vilji er hjá Inkasso að halda kynningarfund fyrir sveitarstjórn um leiðir Inkasso í innheimtum fyrir sveitarfélög. Sveitarfélagið er með samning við innheimtufyrirtækið Motus ehf. og hefur sveitarstjórn ekki hug á að segja þeim samningi upp. Erindinu hafnað.

 
6.        Tölvupóstur frá Margréti Tryggvadóttur f.h. Sagna-samtaka um barnamenningu þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins „Sögur – verðlaunahátíð barnanna“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Margréti Tryggvadóttur, f.h. sagna-samtaka um barnamenningu, dags. 19. mars 2018 þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins „Sögur – verðlaunahátíð barnanna“. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
7.        Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

8.        Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
9.        Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá foreldrafélagi Kerhólsskóla þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum að sameiginlegum fyrirlestri Foreldrasveitarinnar.
Fyrir liggur bréf frá Foreldrafélagi Kerhólsskóla, dagsett 28. mars 2018 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 50.000 til að standa straum að sameiginlegum fyrirlestri Foreldrasveitarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
11.    Bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir að deilskipulagi verði breytt fyrir Skyggnisbraut 2a og 2b.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur, dagsett 25. febrúar 2018 þar sem gerðar eru athugasemdir við vinnslusskjal sveitarstjórnar vegna endurskoðunar aðalskipulags. Gerðar eru athugasemdir við að aðalskipulagi Skyggnisbrautar verði breytt í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Innsendar athugasemdir verða settar með í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.

 
12.    Kauptilboð í Hvamma 30, Ásgarði.
Fyrir liggur kauptilboð í sumarhúslóð sveitarfélagsins við Hvamma 30 í Ásgarðslandi.að fjárhæð kr. 3.500.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi  kauptilboð og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamninginn.

 
13.    Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn kom ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps, þau Embla Líf Guðmundsdóttir, Helga Laufey Rúnarsdóttir, Sveinn Bergsson, Kristberg Ævar Jósepsson, Jón Marteinn Ásgrímsson, Guðmundur Björgvin Guðmundsson ásamt starfsmanni þess, Gerði Dýrfjörð. Lagðar voru fram fjórar fyrirspurnir ungmennaráðs;

                      I.            Félagslíf og meira samstarf milli skóla.

                   II.            Félagsmiðstöðin Zetor verði opin fleiri kvöld í viku en eitt.

                III.            Ástand Biskupstungnabrautarinnar.

                 IV.            Hvatning til að sópa Borgarsvæðið fyrr á vorin.

       Sveitarstjóra falið að koma erindunum í farveg.

 

  
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  264. stjórnarfundar 06.03 2018.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 185. stjórnarfundar 22.03 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 858. stjórnarfundar, 23.03 2018.
Bréf frá framkvæmdarstjóra HSK, Engilbert Olgeirssyni, dags. 23. mars 2018 vegna 96. Héraðsþings Skarphéðins þann 10. mars s.l.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?